Prentað þann 13. apríl 2025
Breytingareglugerð
360/2009
Reglugerð um breytingu á reglugerð um flug- og vinnutímamörk og hvíldartíma flugverja nr. 1043/2008.
1. gr.
Tafla í ii) lið 1. töluliðar, liðar 1.2 í OPS 1.1115 í viðauka I við reglugerðina verður svohljóðandi:
Lengd flugvaktar | Lengd hvíldar |
Að 13.59 klukkustundir. | A.m.k. 1 klst. |
14.00 - 15.59 klukkustundir. | A.m.k. 1 klst. að viðbættum ¼ af framlengingu flugvaktar frá áætlaðri flugvakt. |
16.00 - 17.59 klukkustundir. | A.m.k. 1 klst. að viðbættum 1/3 af framlengingu flugvaktar frá áætlaðri flugvakt. |
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt 4. mgr. 37. gr., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum og tekur þegar gildi.
Samgönguráðuneytinu, 19. mars 2009.
Kristján L. Möller.
Ragnhildur Hjaltadóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.