Fjármálaráðuneyti

357/1995

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 449/1990, um endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu manna við íbúðarhúsnæði, með breytingum skv. reglugerðum nr. 489/1992 og 30/1993.

1.gr.

            Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr.:

            Við 1. mgr. 5. gr. bætist nýr málsliður er orðist svo: Rétt til endurgreiðslu samkvæmt a- og b-lið á einnig sá sem byggir eða framkvæmir endurbætur eða viðhald á íðbúðarhúsnæði, þó það sé að hluta notað undir virðisaukaskattskylda starfsemi, enda geti sá hinn sami ekki talið þann virðisaukaskatt til innskatts.

2.gr.

            Eftirfarandir breytingar verða á 8. gr.:

  1. 1. málsliður 1. mgr. orðast svo: Endurgreiðslubeiðni þeirra sem byggja á eigin kostnað til leigu eða sölu skal byggjast á fullnægjandi sölureikningum verktaka, sbr. ákvæði reglugerðar nr. 50/1993, eða fullnægjandi byggingarbókhaldi, sbr. 7. gr. reglugerðar nr. 576/1989.
  2. 2. mgr. orðast svo: Frumrit fullnægjandi sölureiknings skal fylgja endurgreiðslubeiðni annarra en um ræðir í 1. mgr. vegna vinnu verktaka við nýbyggingu, endurbætur og viðhald.
  3. Á eftir orðinu "launamiði" í 3. mgr. kemur: (RSK 2.01)

3.gr.

            Í stað reglugerðarnúmersins "501/1989! í 11 gr. kemur: 50/1993.

4.gr.

            Eftirfarandi breytingar vereða á 14. gr.:

  1. Á eftir 1. mgr. kemur ný málsgrein er verður 2. mgr. og orðast svl: Skattstjóri skal skrá sérstaklega þær upplýsingar um greidda vinnureikninga, sem einstaklingar veita á endurgreiðslubeiðnum. Framangreind skráning skattstjóra kemur í stað skila á launamiðum skv. 3. mgr. 8. gr.
  2. Í stað "2. mgr." í 3 mgr. kemur: 3. mgr.

5.gr.

            Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 42. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með áorðnum breytingum, öðlast þegar gildi.

Fjármálaráðuneytið, 27. júní 1995.

F.h.r.

Jón Guðmundsson

Hermann Jónasson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica