Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

258/1990

Reglugerð um menntun, réttindi og skyldur aðstoðarmanna tannlækna. - Brottfallin

1. gr.

Rétt til þess að kalla sig aðstoðarmann tannlæknis og starfa sem slíkur hefur sá einn, sem til þess hefur leyfi heilbrigðismálaráðherra.

 

2. gr.

Leyfi samkvæmt 1. gr. skal veita þeim íslenskum ríkisborgurum, sem lokið hafa námi, sem viðurkennt er af heilbrigðisráðherra. Leita skal umsagnar landlæknis áður en leyfi er vent.

 

3. gr.

Starfsvettvangur aðstoðarmanna tannlækna er á tannlæknastofum, heilbrigðisstofnun­um, uppeldis- og fræðslustofnunum. Þeir annast móttöku sjúklinga, aðstoða tannlækna við klínísk störf, sjá um hreinsun áhalda og tækja, annast bókanir og bókhald vegna sjúklinga og tannverndarstörf.

Aðstoðarmenn tannlækna starfa skv. fyrirmælum tannlækna og undir handleiðslu og á ábyrgð þeirra.

 

4. gr.

Óheimilt er að ráða sem aðstoðarmenn tannlækna, aðra en þá sem hafa starfsleyfi samkvæmt reglugerð þessari.

 

5. gr.

Aðstoðarmönnum tannlækna er skylt að gæta þagmælsku um atriði, sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu far samkvæmt lögum eða eðli máls. Þagnarskylda helst þótt þeir láti af störfum.

 

6. gr.

Aðstoðarmönnum tannlækna her að þekkja skyldur sínar, viðhalda þekkingu sinni og tileinka sér nýjungar er varða starfið.

 

7. gr.

Um aðstoðarmenn tannlækna gilda að öðru leyti reglur læknalaga nr. 53/1988.

Reglur læknalaga gilda um viðurlög við brotum í starfi og sviptingu starfsleyfis og endurveitingu starfsréttinda.

 

8. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt lögum nr. 24/1985 um starfsheiti og starfsréttindi heilbrigðisstétta og skv. lögum um tannlækningar nr. 38/1985, öðlast gildi þegar í stað.

 

Ákvæði til bráðabirgða.

Þrátt fyrir ákvæði 2. gr. er heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra heimilt fram til 31. desember 1991 að veita þeim starfsleyfi sem uppfylla skilyrði bráðabirgðaákvæðis þessa.

Skipa skal nefnd sem í eiga sæti fulltrúar frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti, menntamálaráðuneyti, tannlæknadeild Háskóla Íslands og landlækni. Nefndin getur mælt með að einstaklingi sem starfað hefur við gildistöku reglugerðar þessarar í a.m.k. þrjú ár sem aðstoðarmaður tannlæknis verði vein starfsleyfi, að undangengnu námskeiði sem nefndin ákveður. Nefndin getur og mælt með að einstaklingi sem við gildistöku reglugerðar þessarar hefur starfað skemur en í þrjú ár sem aðstoðarmaður tannlæknis verði vent starfsleyfi að uppfylltum tilteknum skilyrðum sem nefndin setur.

 

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 11. júní 1990.

 

Guðmundur Bjarnason.

Páll Sigurðsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica