Samgönguráðuneyti

137/1996

Reglugerð um breytingu á reglugerð um skírteini gefin út af Flugmálastjórn, nr.344/1990 með síðari breytingum. - Brottfallin

 

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð um skírteini gefin út of Flugmálastjórn,

nr. 344/1990 með síðari breytingum.

 

1. gr.

      Grein 2.5.2.3 orðast svo:

2.5.2.3        Hann skal standast hæfnipróf (PFT) fyrir atvinnuflugmannsskírteini I. flokks/ flugvél á því sem næst sex mánaða fresti eins og hér greinir: Gildistími hæfni­prófs skal vera sex almanaksmánuðir til viðbótar því sem eftir er of prófmán­uðinum. Ef harm stenst hæfnipróf innan síðustu þriggja almanaksmánaða of gildistíma fyrra hæfniprófs, skal gildistími hæfniprófsins vera frá prófdegi hæfniprófs þar til sex almanaksmánuðir eru liðnir frá því að gildistími síðasta hæfniprófs rann út. Sannreyna má áframhaldandi hæfni flugliða, sem starfa í atvinnuflutningum, með því að þeir sýni hæfni sína í samræmi við ákvæði "Reglugerðar um flutningaflug" nr. 641/1991 með áorðnum breytingum og/eða viðbæti 6 við stofnskrá Alþjóðaflugmálastofnunarinnar, ICAO Annex 6.

 

2. gr.

V. kafli reglugerðarinnar um "SKÍRTEINI OG ÁRITANIR ANNARRA EN FLUGLIÐA" orðast svo:

 

4.1             Almennar reglur um skírteini og áritanir annarra en flugliða.

4.1.1           Áður en umsækjandi fær gefið út á sínu nafni skírteini eða áritun fyrir aðra en flugliða skal harm uppfylla þær kröfur sem tilteknar eru fyrir það skírteini eða áritun varðandi aldur, þekkingu og menntun, reynslu og, þegar það á við, líkamlegt heilbrigði og kunnáttu þegar það á við.

4.1.2          Umsækjandi um skírteini eða áritun fyrir aðra en flugliða skal sanna á þann hátt sem Flugmálastjórn ákveður að harm uppfylli þær kröfur um þekkingu, menntun og kunnáttu sem tilteknar eru fyrir það skírteini eða áritun.

 

4.2             Flugvéltæknir - II. flokkur.

Flugvéltæknir getur verið flugtæknifræðingur, flugverkfræðingur eða flugvirki. I vissum tilvikum, sem varða rafeindabúnað loftfara, getur verið um radíóvirkja eða fólk með hliðstæða menntun að ræða. Eftirfarandi reglur gera ráð fyrir að hægt sé að gefa út skírteini flugvéltæknis II. flokks, sem veitir réttindi til viðhalds loftfara í heild sinni eða réttindi takmörkuð við ~á hluta loftfara sem skráð eru á skírteinið. Flugvirkjun er iðngrein á Íslandi og skírteini flugvéltækna II. flokks veita því handhöfum ekki réttindi til þess að vinna flugvirkjastörf nema þeir séu einnig flugvirkjar.

 

4.2.1           Skilyrði fyrir útgáfu skírteinisins.

 

4.2.1.1        Aldur.

Umsækjandi skal ekki vera yngri en 18 ára.

 

4.2.1.2        Þekking og menntun.

4.2.1.2.1     Umsækjandi skal sanna þekkingu sína á eftirfarandi atriðum:

a) reglum um skyldu handhafa skírteinis flugvéltæknis II. flokks,

b) samsetningu, starfsemi, skoðun, viðhaldi og smíð eftirtalinna hluta sem veita á réttindi fyrir, eftir því sem við á:

1) loftfara í heild sinni,

2) flugskrokka, þ.e. bola, vængja, stéla og stýra,

3) hreyfla loftfara ásamt aukatækjum þeirra,

4) kerfa loftfara og íhluta þeirra,

5) mælitækja loftfara og

6) rafeindabúnaðar loftfara.

 

4.2.1.2.2     Umsækjandi skal hafa lokið:

a) a.m.k. eins árs almennu námi að loknum grunnskóla, með fullnægjandi árangri að mati skólans, og hafa gott vald á íslensku máli,

b) stúdentsprófi í ensku eða öðru hliðstæðu námi að mati Flugmálastjórnar. Vafaatriðum um það hvort fyrrgreindum menntunarkröfum er fullnægt má vísa til menntamálaráðuneytis til úrskurðar.

 

4.2.1.3        Reynsla.

Umsækjandi skal hafa eftirfarandi reynslu í skoðun og viðhaldi loftfara eða íhluta þeirra:

a) til útgáfu skírteinis, sem veitir réttindi til að undirrita viðhaldsvottorð, eigi minna en:

1) 3 ár eða

2) 2 ár ef umsækjandi hefur lokið með fullnægjandi árangri viðurkenndu þjálfunarnámskeiði sem veitir samsvarandi verklega reynslu.

b) til útgáfu skírteinis með takmörkuðum réttindum, samkvæmt gr. 4.2.2.2 b) eða c), skal harm hafa reynslutíma sem gerir mönnum kleift að öðlast sömu hæfni og krafist er samkvæmt 1ið a). Þessi tími skal ekki vera styttri en:

      1) 2 ár eða

2) sá tími sem Flugmálastjórn telur nauðsynlegan fyrir umsækjendur, sem lokið hafa viðurkenndu þjálfunarnámi með fullnægjandi árangri, til að öðlast samsvarandi verklega reynslu.

 

4.2.1.4        Færni.

Umsækjandi skal hafa sannað hæfni sína til að annast þau störf sem réttindin eru veitt til.

 

4.2.1.5        Reglusemi.

Synja skal skírteinis þeim manni sem dæmdur hefur verið fyrir refsiverða hegðun er veitir ástæðu til að ætla að harm misfari með skírteinið.

 

4.2.1.6        Ríkisfang.

Umsækjandi skal vera:

a) íslenskur ríkisborgari, eða

b) eiga lögheimili á Íslandi, eða

c) hafa stundað nám á Íslandi til þeirra réttinda sem sótt er um.

 

4.2.2           Réttindi handhafa skírteinisins og skilyrði sem fullnægja þarf til að neyta þeirra.

4.2.2.1        Hafi þeim kröfum, sem um getur í gr. 4.2.2.2, verið fullnægt hefur handhafi skírteinis flugvéltæknis II. flokks réttindi sem hér segir:

a) til skírteinis sem tekur til loftfara í heild sinni

til að staðfesta lofthæfi loftfars eftir lítils háttar viðgerðir, heimilaðar minni háttar breytingar eða ísetningu viðurkennds hreyfils, aukatækis, mælitækja og/eða búnaðar og til að undirrita viðhaldsvottorð að aflokinni skoðun og/eða venjulegu viðhaldi,

b) til skírteinis með takmörkuðum réttindum samkvæmt gr. 4.2.2.2 b) eða c) til að staðfesta lofthæfi þeirra hluta loftfars, sem skírteinið tekur til, eftir skoðun, lítils háttar viðgerðir eða heimilaðar minni háttar breytingar.

4.2.2.2       Réttindi handhafa skírteinis flugvéltæknis II. flokks, sem tilgreind eru í gr. 4.2.2.1, gilda aðeins:

a) um þau loftför í heild sem skráð eru á skírteinið, annaðhvort nákvæmlega tilgreind eða flokkuð á breiðum grundvelli eða

b) um þá flugskrokka, hreyfla og þau kerfi eða einingar sem skráð eru á skírteinið, annaðhvort nákvæmlega tilgreind eða flokkuð á breiðum grundvelli og/eða

                  c) um þau kerfi eða íhluti rafeindabúnaðar loftfara sem skráð eru á skírteinið, annaðhvort nákvæmlega tilgreind eða flokkuð á breiðum grundvelli,

d) ef handhafi skírteinis hefur kynnt sér viðkomandi upplýsingar og fyrirmæli, sem í gildi eru, um viðhald og lofthæfi þeirrar tilteknu tegundar loftfars, sem harm undirritar viðhaldsvottorð fyrir, eða um þá flugskrokka, hreyfla, íhluti loftfara, kerfi og rafeindabúnað sem harm staðfestir lofthæfi á,

e) ef harm hefur á síðastliðnum 24 mánuðum annaðhvort neytt viðeigandi réttinda flugvéltæknis II. flokks í minnst 6 mánuði eða ef harm hefur sannað Flugmálastjórn að harm fullnægi kröfum til að öðlast réttindin.

 

4.2.3           Réttindi veitt viðurkenndri viðhaldsstofnun.

Fyrirmælin í gr. 4.2.1 og 4.2.2 gilda um að veita einstaklingum skírteini. Þegar réttindi hliðstæð þeim, sem eru í gr. 4.2.2.1, eru hins vegar vent viðurkenndri viðhaldsstofnun skal þess gætt að með kröfum, sem gerðar eru til slíkrar stofnunar, sé tryggt að sömu hæfni sé krafist. Þegar stofnun eru vent slík réttindi skal þess gætt að heimild til að undirrita viðhaldsvottorð sé takmörkuð við einstaklinga sem hafa þekkingu og reynslu samsvarandi því sem um getur í gr.4.2.1.2og4.2.1.3.

 

4.3             Flugvéltæknir - I. flokkur.

Flugvéltæknir getur verið flugtæknifræðingur, flugverkfræðingur eða flugvirki. Í vissum tilvikum, sem varða rafeindabúnað loftfara, getur verið um radíóvirkja eða fólk með hliðstæða menntun að ræða. Eftirfarandi reglur gera ráð fyrir að hægt sé að gefa út skírteini flugvéltæknis I. flokks sem veitir réttindi til grannskoðana, heimilaðra viðgerða eða heimilaðra breytinga loftfara í heild sinni eða réttindi takmörkuð við þá hluta loftfara sem skráð eru á skírteinið. Flugvirkjun er iðngrein á Íslandi og skírteini flugvéltækna I. flokks veita því handhöfum ekki réttindi til þess að vinna flugvirkjastörf nema þeir séu einnig flugvirkjar.

4.3.1           Skilyrði fyrir útgáfu skírteinisins.

 

4.3.1.1        Aldur.

      Umsækjandi skal ekki vera yngri en 21 árs.

 

4.3.1.2        Þekking og menntun.

4.3.1.2.1     Umsækjandi skal sanna þekkingu sína á eftirfarandi atriðum:

a) reglum um skyldur handhafa skírteinis flugvéltæknis I. flokks,

b) samsetningu, starfsemi, skoðun og hönnun einhverra eftirtalinna hluta sem veita á réttindi fyrir, eftir því sem við á:

1) loftfara í heild sinni,

2) flugskrokka, þ.e. bola, vængja, stéla og stýra,

3) hreyfla loftfara ásamt aukatækjum þeirra,

4) kerfa loftfara og íhluta þeirra,

5) mælitækja loftfara og

6) rafeindabúnaðar loftfara.

c) aðferðum og starfsreglum við að skoða og samþykkja viðgerðir, grann­skoðanir og prófanir einhverra eftirtalinna hluta sem veita á réttindi fyrir, eftir því sem við á:

1) loftfara í heild sinni,

2) flugskrokka, þ.e. bola, vængja, stéla og stýra,

3) hreyfla loftfara, þar á meðal viðeigandi íhluta þeirra, aukatækja, mælitækja og annars búnaðar, svo og ísetningar þessara hluta,

4) kerfa loftfara og íhluta þeirra,

5) mælitækja loftfara og

6) rafeindabúnaðar loftfara.

 

4.3.1.2.2     Umsækjandi skal hafa lokið:

a) a.m.k. eins árs almennu námi að loknum grunnskóla, með fullnægjandi árangri að mati skólans, og hafa gott vald á íslensku máli,

b) stúdentsprófi í ensku, stærðfræði og eðlisfræði eða öðru hliðstæðu námi að mati Flugmálastjórnar.

Vafaatriðum um það hvort fyrrgreindum menntunarkröfum er fullnægt má vísa til menntamálaráðuneytis til úrskurðar.

 

4.3.1.3        Reynsla.

Umsækjandi skal hafa eftirfarandi reynslu í skoðunum, grannskoðunum, leyfðum viðgerðum og heimiluðum breytingum á loftförum eða hlutum þeirra: a) til útgáfu skírteinis, sem veitir réttindi til að staðfesta lofthæfi loftfara, eigi minna en:

1) 5 ár eða

            2) 3 ár ef umsækjandi hefur lokið með fullnægjandi árangri viðurkenndu þjálfunarnámi sem veitir samsvarandi verklega reynslu.

b) til útgáfu skírteinis með takmörkuðum réttindum, samkvæmt gr. 4.3.2.2 b) skal harm hafa reynslutíma sem gerir mönnum kleift að öðlast sömu hæfni og krafist er samkvæmt a). Þessi tími skal ekki vera styttri en:

1) 3 ár eða

2) sá tími sem Flugmálastjórn telur nauðsynlegan fyrir umsækjendur, sem lokið hafa viðurkenndu þjálfunarnámi með fullnægjandi árangri, til að öðlast samsvarandi verklega reynslu.

 

4.3.1.4        Færni.

Umsækjandi skal hafa sannað hæfni sína til að annast þau störf sem réttindin eru vent til.

 

4.3.1.5        Reglusemi.

Synja skal skírteinis þeim manni sem dæmdur hefur verið fyrir refsiverða hegðun er veitir ástæðu til að ætla að harm misfari með skírteinið.

 

4.3.1.6        Ríkisfang.

Umsækjandi skal vera:

a) íslenskur ríkisborgari eða

b) eiga lögheimili á Íslandi eða

c) hafa stundað nám á Íslandi til þeirra réttinda sem sótt er um.

 

4.3.2           Réttindi handhafa skírteinisins og skilyrði sem fullnægja þarf til að neyta þeirra.

4.3.2.1        Hafi þeim kröfum, sem um getur í gr. 4.3.2.2, verið fullnægt hefur handhafi skírteinis flugvéltæknis I. flokks réttindi sem hér segir:

a) til skírteinis sem tekur til loftfara í heild sinni

- til að staðfesta lofthæfi loftfars eftir sérhverja grannskoðun, heimilaða viðgerð eða heimilaða breytingu á loftfari, flugskrokki eða hreyfli, að meðtöldum viðeigandi aukatækjum, mælitækjum, rafeindabúnaði og öðrum búnaði, svo og ísetningu þeirra. Áskilið er að við þessar grann­skoðanir, viðgerðir og/eða breytingar verði eingöngu notaðir viður­kenndir varahlutir til endurnýjunar.

b) til skírteinis með takmörkuðum réttindum samkvæmt gr. 4.3.2.2 b)

- til að staðfesta lofthæfi þeirra hluta loftfars, sem skírteinið tekur til, eftir grannskoðun, heimilaða viðgerð eða heimilaða breytingu, þar með talda ísetningu viðurkenndra varahluta.

Í þessu felast ekki réttindi til að undirrita viðhaldsvottorð nema í samræmi við gr. 4.3.3.

4.3.2.2        Réttindi handhafa skírteinis flugvéltæknis I. flokks, sem tilgreind eru í gr. 4.3.2.1, gilda aðeins:

a) um þau verk og þau loftför í heild sem rituð eru á skírteinið, annað hvort nákvæmlega tilgreind eða flokkuð á breiðum grundvelli eða

b) um þau verk og þá flugskrokka, hreyfla, kerfi eða íhluti þeirra og rafeindakerfi eða íhluti þeirra sem skráð eru á skírteinið, annaðhvort nákvæmlega tilgreind eða flokkuð á breiðum grundvelli,

c) ef handhafi skírteinis hefur kynnt sér allar viðkomandi upplýsingar og fyrirmæli sem í gildi eru um lofthæfi þeirrar tegundar loftfars, flugskrokks, hreyfils, kerfis eða íhlut þess, svo og rafeindabúnaðar, sem harm staðfestir lofthæfi á eftir grannskoðun, heimilaða viðgerð eða heimilaða breytingu,

d) ef harm hefur á síðastliðnum 24 mánuðum annaðhvort neytt viðeigandi réttinda flugvéltæknis I. flokks í minnst 6 mánuði eða ef harm hefur sannað Flugmálastjórn að harm fullnægi kröfum til að öðlast réttindin.

 

4.3.3           Veiting og neyting sameiginlegra réttinda I. flokks og II. flokks skírteinis.

                  Réttindi, sem skilgreind eru í gr. 4.2.2.1 og 4.2.2.2, má veita með einu skírteini í stað þess að gefa út sérstakt I. flokks og II. flokks skírteini enda hafi kröfum þeim, sem um getur í gr. 4.2.1 og 4.2.2, verið fullnægt. Réttinda, sem þannig eru vent, skal neyta skv. gr. 4.2.2.2 og 4.3.2.2.

 

4.3.4           Réttindi vein viðurkenndri viðhaldsstofnun.

Fyrirmælin í gr. 4.3.1 og 4.3.2 gilda um að veita einstaklingum skírteini. Þegar réttindi hliðstæð þeim, sem eru í gr. 4.3.2.1, eru hins vegar vent viðurkenndri viðhaldsstofnun skal þess gætt að með kröfum, sem gerðar eru til slíkrar stofnunar, sé tryggt að sömu hæfni sé krafist.

 

4.4             Skírteini flugumferðarstjóra.

 

4.4.1           Skilyrði fyrir útgáfu skírteinisins.

Umsækjandi skal uppfylla kröfur greinar 4.4.1.1. - 4.4.1.6. og kröfur fyrir a.m.k. eina áritun sem lýst er í 4.5. áður en skírteini flugumferðarstjóra er gefið út.

 

4.4.1.1        Aldur.

Umsækjandi skal ekki vera yngri en 21 árs.

Skírteinishafa er eigi rétt að starfa sem flugumferðarstjóri eftir að harm hefur náð 60 ára aldri. Heimilt er þó að framlengja þennan hámarksaldur um allt að 3 ár, enda gangist hlutaðeigandi flugumferðarstjóri undir skoðun trúnaðar­lækna Flugmálastjórnar ekki sjaldnar en á fjögurra mánaða fresh eftir að hann hefur náð 60 ára aldri.

 

4.4.1.2        Þekking og menntun.

4.4.1.2.1     Umsækjandi skal sanna að harm búi yfir þekkingu sem samræmist þeim kröfum sem gerðar eru til handhafa skírteinis flugumferðarstjóra, í það minnsta um eftirfarandi atriði:

a) Lög um loftferðir: reglur og reglugerðir er lúta að starfi flugumferðar­stjóra,

b) Tæki og búnað fyrir flugumferðarstjórn: Lögmál um tæki og búnað sem notaður er við flugumferðarstjórn, notkun hans og takmarkanir,

c) Almenna þekkingu: Lögmál um flug; starfrækslu og starfsemi loftfara, hreyfla og kerfa; afkastagetu loftfara að því er lýtur að flugumferðarstjórn, d) Mannlega getu og takmarkanir: Mannlega getu og takmarkanir að því er lítur að flugumferðarstjórn,

e) Íslenska og enska. Hæfni til að tala íslensku og ensku án hreims eða málfarslegra galla sem myndu hafa bagaleg áhrif á talstöðvarviðskipti.

f) Veðurfræði. Flugveðurfræði; notkun og skilning á veðurkortum og veðurupplýsingum; uppruna og einkenni veðurfyrirbæra sem áhrif hafa á flug og flugöryggi, og kunnáttu í hæðarmælingum.

g) Siglingafræði. Lögmál loftsiglingafræðinnar; lögmál, takmarkanir og nákvæmni leiðsögukerfa og sýnilegra leiðsögutækja og

h) Starfsreglur. Starfsreglur við flugumferðarstjórn, fjarskipti, talfjarskipti og reglur um orðaval í reglulegum og óreglulegum talfjarskiptum og í neyðartilfellum; notkun viðeigandi flugmálagagna; öryggisreglur í tengslum við flug.

4.4.1.2.2     Umsækjandi skal hafa lokið stúdentsprófi eða hafa aðra sambærilega menntun og hafa gott vald á ensku og íslensku máli.

 

4.4.1.3        Reynsla.

4.4.1.3.1     Umsækjandi skal hafa lokið viðurkenndu þjálfunarnámi og starfað í a.m.k. 3 mánuði við stjórn flugumferðar undir eftirliti fullgilds flugumferðarstjóra. Heimilt er að meta kröfur um reynslu vegna áritana í skírteini flugumferðar­stjóra, sem tilgreindar eru í grein 4.5, sem hluta þeirrar reynslu sem krafist er samkvæmt þessari grein.

 

4.4.1.4        Heilbrigði.

Umsækjandi skal hafa gilt 3. flokks heilbrigðisvottorð.

 

4.4.1.5        Reglusemi.

Synja skal skírteinis þeim manni sem dæmdur hefur verið fyrir refsiverða hegðun er veitir ástæðu til að ætla að harm misfari með skírteinið.

 

4.4.1.6        Ríkisfang.

Umsækjandi skal vera:

a) íslenskur ríkisborgari, eða

b) eiga lögheimili á Íslandi, eða

c) hafa stundað nám á Íslandi til þeirra réttinda sem sótt er um.

 

4.5             Áritanir í skírteini flugumferðarstjóra.

 

4.5.1           Flokkar áritana í skírteini flugumferðarstjóra.

4.5.1.1        Áritanir í skírteini flugumferðarstjóra falls í eftirtalda flokka:

                  a) áritun fyrir flugturnsþjónustu

b) áritun fyrir aðflugsstjórn

c) áritun fyrir ratsjáraðflugsstjórn

d) áritun fyrir nákvæmnisaðflugsstjórn e) áritun fyrir flugstjórnarsvæðisþjónustu

f) áritun fyrir flugstjórnarsvæðisþjónustu með ratsjá.

 

4.5.2           Skilyrði fyrir áritun í skírteini flugumferðarstjóra.

 

4.5.2.1        Þekking.

4.5.2.1.1     Umsækjandi um áritun skal sanna að harm búi yfir þekkingu sem er í samræmi við veitt réttindi, í það minnsta um eftirtalin atriði að því leyti sem þau hafa áhrif á verksvið hans.

4.5.2.1.1.1   Áritun fyrir flugturnsþjónustu

a) flugvallarskipulag, ytri einkenni og sýnileg leiðsögutæki

b) skipulag loftrýmis

c) gildandi reglur, starfsreglur og heimildir upplýsinga

d) flugleiðsögutæki

e) tæki og búnað fyrir flugumferðarstjórn og notkun þeirra

f) umhverfi vallarins og kennileiti

g) sérkenni flugumferðar h) veðurfyrirbæri

i) neyðaráætlanir og leitar- og björgunaráætlanir

4.5.2.1.1.2   Áritanir fyrir aðflugsstjórn og flugstjórnarsvæðisþjónustu.

a) skipulag loftrýmis

b) gildandi reglur, starfsreglur og heimildir upplýsinga c) flugleiðsögutæki

d) tæki og búnað fyrir flugumferðarstjórn og notkun þeirra

e) umhverfi og kennileiti aðflugsstjórnarsvæðisins eða flugstjórnarsvæðisins, eftir því sem við á

f) sérkenni flugumferðar g) veðurfyrirbæri

h) neyðaráætlanir og leitar- og björgunaráætlanir

4.5.2.1.1.3 Áritanir fyrir ratsjáraðflugsstjórn, nákvæmisaðflugsstjórn og flugstjórnar­svæðisstjórn með ratsjá:

Umsækjandi skal uppfylla þær kröfur sem tilgreindar eru í 4.5.2.1.1.2 að því leyti sem þær hafa áhrif á verksvið hans og skal sanna að harm búi yfir þekkingu sem er í samræmi við vent réttindi, í það minnsta um eftirtalin atriði:

a) lögmál, notkun og takmarkanir ratsjártækninnar, annarra eftirlitskerfa og tækja sem þeim tengjast og

b) starfsaðferðir við ratsjáraðflugsstjórn, nákvæmnisaðflug eða flugstjórna­svæðisþjónustu með ratsjá, eftir því sem við á, þar á meðal starfsaðferðir til að tryggja rétta hæð yfir jörðu.

 

4.5.2.2        Reynsla.

4.5.2.2.1     Umsækjandi skal hafa:

a) lokið viðurkenndu þjálfunarnámi með fullnægjandi árangri og

b) hafa undir eftirliti ,flugumferðarstjóra með viðeigandi áritun annast á fullnægjandi hátt:

(i) vegna áritunar fyrir flugturnsþjónustu: flugturnsþjónustu eigi skemur en í 90 klukkustundir eða einn mánuð, hvort heldur er lengra, við þá flugstjórnardeild sem sótt eru um áritun fyrir

(ii) vegna áritunar fyrir aðflugstjórn, ratsjáraðflugsstjórn, flugstjórnar­svæðisþjónustu eða flugstjórnarsvæðisstjórn með ratsjá: þá flugstjórna­þjónustu, sem sótt eru um áritun fyrir, eigi skemur en í 180 klukkustundir eða þrjá mánuði, hvort heldur er lengra, við þá flugstjórnardeild sem hann sækir um áritun fyrir

(iii) vegna áritunar fyrir nákvæmnisaðflugsstjórn: eigi minna en 200 nákvæmnisaðflug og skal að hámarki 100 þeirra stjórnað í ratsjárhermi sem Flugmálastjórn viðurkennir í því skyni. Eigi minna en 50 þessara nákvæmnisaðfluga skulu leyst of hendi við þá flugstjórnardeild og með þeim tækjum sem sótt er um áritun fyrir.

c) Ef réttindi vegna áritunar fyrir ratsjáraðflugsstjórn ná einnig til starfa við stefningaraðflug skal reynslan einnig fela í sér minnst 25 aðflug með hringratsjá (PPI) of þeirri gerð kögunartækja sem notuð eru við þá flug­stjórnardeild sem sótt er um áritun fyrir og undir eftirliti flugumferðar­stjóra með viðeigandi ratsjárréttindi.

4.5.2.2.2     Reynslunni, sem tilgreind er í 4.5.2.2.1 b), skal hafa verið lokið á síðustu 6 mánuðum fyrir umsóknina.

4.5.2.2.3     Ef umsækjandi hefur þegar skírteini flugumferðarstjóra með áritun fyrir aðra tegund þjónustu eða sömu áritun hjá annarri flugstjórnardeild skál Flugmála­stjórn ákvarða hvort draga má úr kröfunum í 4.5.2.2 og ef svo er, að hve miklu leyti.

 

4.5.2.3        Færni.

Umsækjandi skal sanna að harm búi yfir þeirri kunnáttu, dómgreind og leikni sem er í samræmi við vent réttindi og krafist er til þess að Beta vent örugga, skipulega og greiða flugstjórnarþjónustu.

 

4.5.2.4        Útgáfa tveggja áritana samtímis.

Þegar sótt er um tvær áritanir flugumferðarstjóra samtímis skal Flugumferðar­stjórn ákvarða hvaða kröfur skulu eiga við á grundvelli þess sem krafist er fyrir hvora áritun. Kröfur þessar skulu ekki vera síðri en þær kröfur vegna áritunar sem ganga lengra.

 

4.5.3           Réttindi þeirra sem hafa fengið áritun (áritanir) flugumferðarstjóra og skilyrði sem uppfylla þarf til að nýta réttindin.

4.5.3.1        Hafi kröfunum, sem tilgreindar eru í 1.2.5 og 1.2.6, verið fullnægt skulu réttindi þeirra sem hafa skírteini flugumferðarstjóra með einni eða fleiri eftirtalinna áritana vera sem hér segir:

4.5.3.1.1     Áritun fyrir flugturnsþjónustu: Að annast eða hafa umsjón með flugturns­þjónustu á þeim flugvelli sem skírteinishafinn hefur áritun fyrir.

4.5.3.1.2     Áritun fyrir aðflugsstjórn: Að annast eða hafa umsjón með aðflugsstjórnar­þjónustu á þeim flugvelli eða flugvöllum, sem skírteinishafi hefur áritun fyrir, í því loftrými eða hluta þess sem heyrir undir þá flugstjórnardeild sem veitir flugstjórnarþjónustuna.

4.5.3.1.3     Áritun fyrir ratsjáraðflugsstjórn: Að annast og/eða hafa umsjón með aðflugstjórnarþjónustu með notkun ratsjár eða öðrum kögunarkerfum á þeim flugvelli eða flugvöllum, sem skírteinishafi hefur áritun fyrir, í því loftrými eða hluta þess sem heyrir undir þá flugstjórnardeild sem veitir flugstjórnar­þjónustuna.

4.5.3.1.3.1 Hafi ákvæðum í 4.5.2.2.1 c) verið fullnægt skulu réttindin einnig felast í að annast stefningaraðflugsþjónustu.

4.5.3.1.4     Áritun fyrir nákvæmnisaðflugsstjórn: Að annast og/eða hafa umsjón með nákvæmnisaðflugsþjónustu á þeim flugvelli sem skírteinishafi hefur áritun fyrir.

4.5.3.1.5     Áritun fyrir flugstjórnarsvæðisþjónustu: Að annast og/eða hafa umsjón með flugstjórnarsvæðisþjónustu í því flugstjórnarsvæði eða hluta þess sem skírteinis­hafi hefur áritun fyrir.

4.5.3.1.6     Áritun fyrir flugstjórnarsvæðisþjónustu með ratsjá: Að annast og/eða hafa umsjón með flugstjórnarsvæðisþjónustu með notkun ratsjár í því flugstjórnar­svæði eða hluta þess sem skírteinishafi hefur áritun fyrir.

4.5.3.2        Skírteinishafa verður að vera kunnugt um allar upplýsingar, sem máli skipta og í gildi eru, áður en harm getur nýtt réttindin sem felast í 4.5.3.1., enda skulu slíkar upplýsingar vera til reiðu á vinnustað.

4.5.3.3        Handhafa skírteinis flugumferðarstjóra skal ekki heimilt að hafa með höndum kennslu við raunveruleg vinnuskilyrði nema Flugmálastjórn, sem gaf skírtein­ið út, hafi vent honum tilhlýðilegt leyfi til þess.

4.5.3.4        Gildistími áritunar: Áritun fellur úr gildi þegar flugumferðarstjóri er hættur að starfa samkvæmt henni um tíma sem Flugmálastjórn ákveður. Skal sá tími eigi vera lengri en 6 mánuðir. Áritun skal ógild þar til búið er að staðfesta á ný hæfni flugumferðarstjórans til þess að nýta réttindin sem í árituninni felast.

 

4.6             Skírteini flugumsjónarmanns.

 

4.6.1           Skilyrði fyrir útgáfu skírteinisins.

 

4.6.1.1        Aldur.

Umsækjandi skal ekki vera yngri en 21 árs.

 

4.6.1.2        Þekking og menntun.

Umsækjandi skal sanna að harm búi yfir þekkingu sem samræmist þeim kröfum sem gerðar eru til handhafa skírteinis flugumsjónarmanns í það minnsta um eftirfarandi atriði:

                 

                  Lög um loftferðir

a) reglur og reglugerðir sem varða handhafa skírteinis flugumsjónarmanns; viðeigandi starfsvenjur og starfsreglur um flugumferðar-þjónustu,

 Almenn þekking um loftför

b) lögmál um starfrækslu flugvéla, hreyfla, kerfa og mælitækja,

c) starfrækslutakmarkanir flugvéla og hreyfla,

d) lista um lágmarksútbúnað,

 

Útreikninga á afkastagetu loftfara og aðferðir við gerð leiðarflugáætlana

e) áhrif hleðslu- og massadreifingar á afkastagetu loftfara og flugeiginleika; massa- og jafnvægisútreikninga,

f) gerð leiðarflugáætlana; útreikninga á eldsneytisnotkun og flugþoli; aðferðir við val á varaflugvöllum; hagflug í leiðarflugi; fjarflug,

g) gerð og skráningu flugáætlunar fyrir flugumferðarþjónustu,

h) grundvallaratriði í tölvugerðum leiðarflugáætlanakerfum,

 Veðurfræði

i) flugveðurfræði; hreyfingar hæða- og lægðakerfa; gerð hita- og kuldaskila

og uppruna og einkenni helstu veðurfyrirbæra sem áhrif hafa á flugtaks-, leiðarflugs- og lendingarskilyrði,

j) túlkun og hagnýtingu flugveðurlýsinga, veðurkorta og veðurspáa; kóða og skammstafanir; notkun veðurupplýsinga og aðferðir við að afla þeirra,

 

Siglingafræði

k) lögmál flugleiðsögu með sérstöku tilliti til blindflugs,

 Starfsreglur í flugrekstri

1) notkun upplýsingarita um flugmál,

m) starfsreglur í flugrekstri um vöruflutninga og flutning hættulegs varnings,

n) starfsreglur varðandi flugslys og flugatvik; flugaðferðir í neyðartilvikum,

o) starfsreglur varðandi ólögmæt afskipti og skemmdarverk á loftförum,

 Lögmál um flug

p) lögmál um flug er lúta að flugi í viðeigandi loftfarsflokkum,

Fjarskipti

q) starfsreglur í fjarskiptum við loftför og landstöðvar sem í hlut eiga.

 

4.6.1.2.1      Umsækjandi skal hafa lokið:

a) a.m.k. eins árs almennu námi að loknum grunnskóla, með fullnægjandi árangri að mati skólans og hafa gott vald á íslensku máli,

b) stúdentsprófi í ensku, stærðfræði og eðlisfræði eða öðru hliðstæðu námi að mati Flugmálastjórnar.

Vafaatriðum um það, hvort fyrrgreindum menntunarkröfum er fullnægt, má vísa til menntamálaráðuneytis til úrskurðar.

 

4.6.1.3        Reynsla.

4.6.1.3.1     Umsækjandi skal hafa öðlast eftirfarandi reynslu:

a) hafa starfað í samtals tvö ár við eitthvert eitt eða fleiri en eitt þeirra starfa sem talin eru í 1ið 1) til 3) að því tilskildu að harm hafi starfað við eitt þeirra eigi skemur en eitt ár:

1) sem flugmaður við loftflutninga eða

2) sem veðurfræðingur hjá fyrirtæki eða stofnun sem hefur með höndum flugumsjón vegna loftflutninga eða

3) sem flugumferðarstjóri eða tæknilegur umsjónarmaður með flug­umsjónarmönnum eða með flugumsjón flugfélags eða

                  b) hafa starfað sem aðstoðarmaður við flugumsjón eigi skemur en eitt ár eða

                  c) hafa lokið viðurkenndu þjálfunarnámi með fullnægjandi árangri.

4.6.1.3.2     Umsækjandi skal hafa starfað sem flugumsjónarmaður undir eftirliti flug­umsjónarmanns eigi skemur en 90 daga á síðustu 6 mánuðum fyrir umsókn.

 

4.6.1.4        Færni.

Hann skal sanna hæfni sína til að:

a) gefa nákvæma og fullnægjandi veðurlýsingu á grundvelli daglegra veðurkorta og veðurfrétta; gera rökstudda grein fyrir ríkjandi veðurfari í námunda við tiltekna flugleið og segja fyrir um veðurbreytingar, sem máli skipta fyrir loftflutninga með sérstöku tilliti til áfangastaðar og varaflug­valla,

b) ákvarða hagstæðasta feril og flughæð á tilteknum leiðarlegg og gera nákvæmar áætlanir um flug, á handvirkan hátt og/eða í tölvu.

c) annast flugumsjón og alla aðra aðstoð við flug við óhagstæð veðurskilyrði, raunveruleg eða í flughermi, eins og samræmist skylduverkum handhafa skírteinis flugumsjónarmanns.

 

4.6.1.5        Reglusemi.

Synja skal skírteinis þeim manni sem dæmdur hefur verið fyrir refsiverða hegðun er veitir ástæðu til að ætla að harm misfari með skírteinið.

 

4.6.1.6        Ríkisfang.

Umsækjandi skal vera:

a) íslenskur ríkisborgari eða

b) eiga lögheimili á Íslandi eða

c) hafa stundað nám á Íslandi til þeirra réttinda sem sótt er um.

 

4.6.2           Réttindi handhafa skírteinisins og skilyrði sem fullnægja þarf til að neyta þeirra.

4.6.2.1        Hafi þeim kröfum sem um getur í gr. 1.2.5 verið fullnægt hefur handhafi skírteinis flugumsjónarmanns þau réttindi að starfa sem flugumsjónarmaður á hverju því svæði þar sem harm uppfyllir þær kröfur sem nefndar eru í ICAO viðauka 6 "Reglugerð um flugrekstur".

4.6.2.2        Til þess að halda réttindum sínum skal handhafi skírteinis flugumsjónarmanns hafa starfað sem slíkur a.m.k. 6 mánuði á síðustu 24 mánuðum eða hafa staðist hæfnipróf (PT) sem Flugmálastjórn tekur gilt.

 

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt lögum um loftferðir nr. 34/1964 með síðari breytingum, staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

 

Samgönguráðuneytinu, 23. febrúar 1996.

 

Halldór Blöndal.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica