REGLUGERÐ
um gjöld fyrir skoðun, skráningu, mælingu skipa o.fl.
1. gr.
Skipagjald.
Eigandi skips skal greiða árlega í ríkissjóð sérstakt gjald, skipagjald, af hverju skipi sem skráð er á aðalskipaskrá. Í skipagjaldi er meðtalinn kostnaður vegna aðalskoðunar skipsins sem framkvæmd er hér á landi.
Skylda til að greiða skipagjald fellur eigi niður þótt eigandi skips hafi ekki látið skoða skip árlegri aðalskoðun, né heldur þótt skip hans hafi ekki verið í notkun um stundarsakir.
Heimilt er að fella niður helming skipagjalds hafi skip ekki verið skoðað né haft haffæri á viðkomandi almanaksári.
Ef skip eru afskráð vegna úreldingar eða sölu úr landi er Siglingastofnun Íslands heimilt að fella hluta skipagjalda afskráningarárs niður að því tilskildu að aðalskoðun hafi ekki farið fram á því ári.
Fari aðalskoðun fram erlendis að beiðni eiganda ber honum að greiða auk skipagjalds skv. 1. mgr. fargjöld og dagpeninga skoðunarmanns.
Skipagjaldið skal vera sem hér segir:
Skip flokkuð hjá Siglingastofnun Íslands: |
Kr. |
Fyrir skip allt að 8 m að skráningarlengd |
11.000 |
Fyrir skip 8 m á lengd til 15 m mestu lengd |
19.900 |
Fyrir skip 15 m að lengd til 24 m skráningarlengd |
44.400 |
Fyrir skip 24 m að lengd til 45 m skráningarlengd |
88.200 |
Fyrir skip 45 m að lengd til 60 m skráningarlengd |
145.600 |
Fyrir skip yfir 60 m að skráningarlengd |
192.800 |
Fyrir skip flokkuð hjá viðurkenndu flokkunarfélagi greiðist 60% af ofangreindum gjaldstofni.
Fyrir flotbryggjur og önnur mannvirki á skipaskrá, sem ekki eru háð árlegu eftirliti, greiðist árlegt gjald kr. 16.800.
Fyrir skoðun flotkvía greiðist samkvæmt reikningi.
Ef óskað er eftir að skoðun sé framkvæmd utan dagvinnutíma skal greiða fyrir vinnuna skv. útseldum taxta viðkomandi starfsmanns.
2. gr.
Aukaskoðun.
Fyrir aukaskoðun skal greiða skv. reikningi Siglingastofnunar Íslands.
3. gr.
Nýsmíði.
3.1. Skip með mestu lengd allt að 15 metrum.
3.1.1. Fyrir samþykkt á sérsmíðuðum bátum og fyrsta báti í raðsmíði greiðist sem hér segir:
Lengd skips
<6 m 6-8 m 8-15 m
Verkefni kr. kr. kr.
Samþykkt teikninga 11.950 24.650 36.450
Eftirlit með smíði bols 6.000 12.050 19.450
Skoðun á búnaði 4.450 10.450 15.000
Hleðslu- og stöðugleikaprófun 4.450 9.300 12.100
Reynslusigling 3.050 8.900 10.450
Skráning og mæling, sjá 7. gr.
3.1.2. Fyrir samþykkt á raðsmíðuðum bátum og bátum sem eru að einhverju leyti smíðaðir undir eftirliti flokkunarfélags greiðist sem hér segir:
Lengd skips
<6 m 6-8 m 8-15 m
Verkefni kr. kr. kr.
Samþykkt teikninga - 7.400 10.950
Eftirlit með smíði bols - 3.600 5.850
Skoðun á búnaði - 10.450 15.000
Skráning og mæling, sjá 7. gr.
Fyrir þilfarsbáta bætast kr. 11.450 við framangreinda niðurstöðu, fyrir prófun á stöðugleika.
Lengdir báta sem tilgreindir eru í framangreindum töflum eru mældar á milli stafna í borðstokkshæð þegar um er að ræða 6 metra lengdina, en mestu lengd á bol samkvæmt mælingareglum við mælingu á 8 og 15 metrum.
3.1.3. Fyrir samþykkt á gömlum bátum skal fara að sem við samþykkt á nýsmíði eftir því sem á við hverju sinni.
Fari skoðun fram erlendis greiðist ferðakostnaður að auki.
3.2. Skip sem eru 15 metrar að mestu lengd og lengri:
3.2.1. Fyrir yfirferð á teikningum og eftirlit með nýsmíði þilfarskipa innanlands, þ.m.t. lokaúttekt og útgáfa skipsskjala, skal greiða til Siglingastofnunar Íslands eftirfarandi gjöld:
Fyrir þilfarsskip styttri en 24 m að skráningarlengd 0,30% af lokaverði skips.
Fyrir þilfarsskip 24 m að skráningarlengd og lengri 0,26% af lokaverði skips.
Lokaverð er það verð sem lagt er til grundvallar við endurgreiðslu á tollum og aðflutningsgjöldum, þar með talinn fjármagnskostnaður verksala (vextir og verðbætur). Fyrir skip smíðuð erlendis, skal miðað við það verð sem kemur fram á aðflutningsskýrslu skipsins að meðtöldum aðflutningsgjöldum og öðrum kostnaði við innflutninginn.
3.2.2. Fyrir nýsmíði þilfarsskipa erlendis skal greiða til Siglingastofnunar Íslands skv. grein 3.2.1. að viðbættum fargjöldum og dagpeningum skoðunarmanna.
3.2.3. Fyrir skip sem smíðuð eru skv. reglum og undir eftirliti viðurkennds flokkunarfélags skal greiða 60% af gjaldi skv. A-lið þessa töluliðs auk fargjalda og dagpeninga skoðunarmanna sé skipið smíðað erlendis.
3.2.4. Eftirlitsgjöld skv. 2. tölulið þessarar greinar skal greiða á byggingartímanum skv. sérstökum greiðslusamningi við Siglingastofnun Íslands. Lokagreiðsla fer fram við afhendingu skipsskjala. Siglingastofnun Íslands er heimilt að semja um að taka gjald fyrir eftirlit með nýsmíði skv. reikningi og töxtum stofnunarinnar fyrir viðkomandi starfsmenn. Í því tilfelli innheimtist að auki útlagður kostnaður og önnur gjöld skv. reglugerð þessari s.s. vegna útgáfu skipsskjala.
3.2.5. Fyrir skoðun á notuðum skipum sem fyrirhugað er að flytja til landsins skal greiða vinnu og útlagðan kostnað skv. reikningi og töxtum stofnunarinnar fyrir viðkomandi starfsmenn auk annarra gjalda s.s. fyrir mælingu og útgáfu skipsskjala eftir því er við á.
4. gr.
Eftirlit með viðgerðum.
4.1. Fyrir eftirlit með viðgerðum skal greiða skv. reikningi Siglingastofnunar Íslands eða sérstökum greiðslusamningi ef hagkvæmt þykir.
4.2. Fari viðgerð fram erlendis er heimilt að innheimta fyrirfram hjá eiganda skips upphæð sem svarar til fargjalda og áætlaðra dagpeninga skoðunarmanna, enda sé ekki gerður greiðslusamningur.
5. gr.
Hleðslumerki.
Fyrir hleðslumerkjaútreikninga og útgáfu skírteina ásamt hleðslumerkjaskoðun, sem ekki fellur undir nýsmíði, skal greiða:
|
Kr. |
Skip til og með 500 BT |
11.450 |
Skip 501 BT til og með 1000 BT |
15.250 |
Skip 1001 BT til og með 2000 BT |
19.050 |
Skip 2001 BT til og með 5000 BT |
22.850 |
Skip stærri en 5000 BT greiðast eftir reikningi Siglingastofnunar Íslands. Fyrir útgáfu hleðslumerkjaskírteinis sem gefið er út skv. hleðslumerkjaútreikningum frá erlendum stjórnvöldum eða viðurkenndu flokkunarfélagi skal greiða kr. 3.850.
Fyrir árlega áritun hleðslumerkjaskírteinis skal greiða kr. 1.270 fari umrædd skoðun fram um leið og búnaðarskoðun.
Fyrir endurnýjun á skírteini sem glatað er, eða fallið úr gildi, skal greiða kr. 1.150 enda sé sérstakrar skoðunar ekki þörf.
6. gr.
Skráning skipa og útgáfa skipsskjala.
Fyrir skráningu skips og útgáfu skipsskjala skal greiða:
|
Kr. |
1. Ísl. mælibréf og skráningaskírteini fyrir skip allt að 15 m að mestu lengd |
5.250 |
2. Þjóðernisskírteini |
8.550 |
3. Mælibréf |
5.250 |
4. Staðfest afrit af mælibréfi eða skírteini |
1.000 |
5. Einkaleyfi á skipsnafni |
29.600 |
6. Viðurkenningarskírteini og skilti |
780 |
7. Leyfi til farþegaflutninga með skipum |
4.100 |
Við eigendaskipti og umskráningu skips skulu öll áfallin ógreidd gjöld skv. reglugerð þessari greidd að fullu.
Heimilt er að taka hálft gjald fyrir endurútgáfu íslensks mælibréfs og skráningarskírteinis fyrir skip allt að 15 m að mestu lengd ef um eina breytingu er að ræða er varðar mælinguna og útreikninga er ekki þörf.
7. gr.
Mæling skipa.
Fyrir endurmælingu skips og útgáfu mælibréfs eða yfirlýsingu skal greiða:
1. Samkvæmt Oslóarsamþykkt:
|
Kr. |
Fyrir opna báta |
9.250 |
Þilfarsskip allt að 25 brl. |
15.100 |
Þilfarsskip 25 brl. til og með 100 brl. |
21.000 |
Þilfarsskip 101 brl. til og með 250 brl. |
33.400 |
Þilfarsskip 251 brl. til og með 500 brl. |
51.100 |
Þilfarsskip 501 brl. til og með 1600 brl. |
72.500 |
Þilfarsskip 1601 brl. til og með 5000 brl. |
96.100 |
Þilfarsskip 5001 brl. og stærri greiðist eftir reikningi Siglingastofnunar Íslands. |
|
2. Samkvæmt íslenskum mælingareglum og Lundúnasamþykkt frá 1969:
Kr.
Flokkur I Fyrir skip allt að 15 m mestu lengd 9.250
Flokkur II.A Skip 15,01 m mestu lengd - 24,00 m skráningarlengd
Mæling í slipp (engin línu- eða bandateikning).
Vinna eftir mælingum og teikningum, útg. skírteinis 43.200
II.B Eftirlitsmæling um borð.
Vinna við útreikning eftir línu eða bandateikningum
og öðrum teikningum 30.300
Flokkur III.A Skip 24,01 m - 45,00 m skráningarlengd
Mæling í slipp (engin línu- eða bandateikning).
Vinna eftir mælingum og teikningum, útgáfa mælibréfs 78.500
III.B Eftirlitsmæling um borð.
Vinna við útreikning eftir línuteikningu eða bandateikningu
og öðrum stálteikningum og útgáfu mælibréfs 52.400
Flokkur IV.A Skip 45,01 m - 60,0 m skráningarlengd Kr.
Mæling í slipp (engin línu- eða bandateikning).
Vinna eftir mælingum og teikningum og útgáfa mælibréfs 109.100
IV.B Eftirlitsmæling um borð.
Vinna við útreikning eftir línu- eða bandateikningu og
öðrum stálteikningum og útg. mælibréfs 78.500
Flokkur V. Skip 60,01 m skráningarlengd og lengri.
Greiðsla samkvæmt reikningi.
2.1. Fyrir endurskoðun á mæliskýrslum gerðum af öðrum aðila en Siglingastofnun Íslands samkvæmt Lundúnasamþykkt um mælingu skipa frá 1969 greiðist:
Kr.
Fyrir skip allt að 45 m skráningarlengd 18.000
Fyrir skip yfir 45,01 m skráningarlengd 30.000
3. Að auki skal greiða kostnað á ferðalögum innanlands og erlendis vegna mælinga skv. reikningi Siglingastofnunar Íslands.
8. gr.
Útgáfa vottorða.
Kr.
Vottorð um útstrikun skipa af aðalskipaskrá 1.280
9. gr.
Önnur þjónusta.
Fyrir aðra þjónustu Siglingastofnunar Íslands skal greitt skv. reikningi stofnunarinnar.
Siglingastofnun Íslands framkvæmir skoðun á fjarskiptabúnaði smábáta a.m.k. einu sinni á hverju almanaksári. Til smábáta teljast opnir vélbátar 6 metrar og lengri og fiskiskip með þilfari allt að 15 metrar að mestu lengd, enda hafi þessi skip eingöngu VHF talstöðvar, en ekki millibylgju og/eða stuttbylgjustöðvar um borð og sigla á hafsvæði A1, sbr. 3. gr. rg. nr. 295/1994 um fjarskiptabúnað og fjarskipti íslenskra skipa.
Gjöld fyrir skoðun skv. 2. gr. hjá bátum með VHF rásir eingöngu skulu vera á ári kr. 1.380.
10. gr.
Þjónusta utan skrifstofutíma.
Gjöld samkvæmt reglugerð þessari miðast við að störf hinna fastráðnu starfsmanna Siglingastofnunar Íslands séu unnin á venjulegum skrifstofutíma.
Sé óskað eftir þjónustu utan þess tíma skal að auki greiða fyrir vinnu viðkomandi starfsmanns samkvæmt útseldum taxta stofnunarinnar.
11. gr.
Innheimta.
Utan Reykjavíkur skulu gjöld samkvæmt 1. gr. innheimt af sýslumönnum.
Í Reykjavík skulu gjöldin innheimt af tollstjóra.
Gjöldin eru miðuð við skráningu 1. janúar og er gjalddagi og eindagi sá sami hinn 1. apríl sama árs.
Gjöld skv. öðrum greinum reglugerðarinnar skulu innheimt af Siglingastofnun Íslands eftir reikningum sem hún gefur út.
Innheimtumenn skulu skila gjöldum, sem þeir innheimta skv. reglugerð þessari í ríkissjóð.
12. gr.
Gildistaka o.fl.
Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt 28. gr. laga um eftirlit með skipum, nr. 35/1993, sbr. 4. gr. laga nr. 62/1993, sbr. 20. gr. laga um skráningu skipa nr. 115, 31. desember 1985, með síðari breytingum og 15. gr. laga um skipamælingar nr. 50, 12. maí 1970, staðfestist hér með til að öðlast gildi 1. febrúar 1999 og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.
Jafnframt falla úr gildi reglugerð um gjöld fyrir skoðun, skráningu og mælingu skipa o.fl. nr. 152 frá 3. mars 1998 og reglugerð nr. 461/1998 um breytingu á reglugerð um gjöld fyrir skoðun, skráningu, mælingu skipa o.fl., nr. 152/1998.
Samgönguráðuneytinu, 26. janúar 1999.
Halldór Blöndal.
Helgi Jóhannesson.