REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 281/1980 um flokkun loftfara.
1. gr.
Greinar 4.1.2 og 4.1.3 orðist svo:
4.1.2. Undir deildina "almennt" í normalflokki heyra loftför sem fullnægja einhverjum neðangreindra hönnunarákvæða:
a) Þegar um er að ræða svifflugur og hreyfilsvifflugur:
JAR-22 Sailplanes and Powered Sailplanes, Luftfahrt Bundesamt Lufttüchtigkeitsforderungen für Segelflugzeuge und Motorsegler (LFSM) og British Civil Airworthiness Requirements Section E, Sub- Section E 2.
b) Þegar um er að ræða flugvélar:
US Federal Aviation Regulations (FAR) Part 23 Airworthiness Standards: Normal, Utility and Acrobatics Category Airplanes.
c) Þegar um er að ræða þyrlur:
US Federal Aviation Regulations (FAR) Part 27 Airworthiness Standards: Normal Category Rotorcraft, og
d) Önnur hönnunarákvæði sem Flugmálastjórn samþykkir til flokkunar eftir prófun í sérhverju tilviki.
4.1.3. Undir "sérflokk" falla loftför, sem
a) Ekki eru álitin fullnægja alveg hönnunarkröfum um lofthæfi, skv. ákvæðum sem fram koma í 4.1.1 og 4.1.2, en hafa með því að fullnægja fastákveðnum eða sérstaklega viðurkenndum lofthæfiskröfum, sem settar eru af Flugmálastjórn, náð fullnægjandi lofthæfi með hliðsjón af notkuninni, eða sem
b) hafa áður verið skráð í öðrum deildum en eru starfrækt við önnur skilyrði (álag, umhverfi m.m.) en þau sem upphaflega voru lögð til grundvallar við skráningu.
Þær takmarkanir á notkunarsviði loftfars, sem ákveðnar eru í hlutaðeigandi tilviki, skal færa inn í flughandbók loftfarsins og/eða eru hluti af rekstrarfyrirmælum þess.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt 26. gr. laga um loftferðir nr. 34 21. maí 1964 til að öðlast þegar gildi, og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.
Samgönguráðuneytið, 7. febrúar 1994.
Halldór Blöndal.
Halldór S. Kristjánsson.