Prentað þann 7. apríl 2025
335/2011
Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 541/2002 um endurgreiðslu slysatrygginga á nauðsynlegum kostnaði vegna sjúkrahjálpar.
1. gr.
Við 2. gr. bætist ný málsgrein er orðast svo:
Slysatryggingar greiða að fullu kostnað við nauðsynlega læknishjálp hins slasaða vegna slyssins hjá sérgreinalæknum sem starfa án samnings við Sjúkratryggingar Íslands, samkvæmt reglugerð nr. 333/2011 um endurgreiðslu kostnaðar vegna þjónustu sjálfstætt starfandi sérgreinalækna sem starfa án samnings við Sjúkratryggingar Íslands og gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands nr. 334/2011 fyrir þjónustu sérgreinalækna sem ekki hefur verið samið um.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 2. mgr. 32. gr. laga um almannatryggingar nr. 100/2007, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.
Við gildistöku reglugerðarinnar fellur úr gildi reglugerð nr. 46/2004.
Velferðarráðuneytinu, 1. apríl 2011.
Guðbjartur Hannesson.
Bolli Þór Bollason.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.