Forsætisráðuneyti

259/1973

Reglugerð um embætti húsameistara ríkisins - Brottfallin

REGLUGERÐ

um embætti Húsameistara ríkisins.

1. gr.

Verksvið embættis húsameistara ríkisins, sem heyrir undir forsætisráðuneytið, sbr. 2. gr. reglugerðar um Stjórnarráð Íslands, er tvíþætt. Í fyrsta lagi umsjá (viðhald, breytingar) með þeim opinberu byggingum, sem greindar eru í 2. gr. f öðru lagi frumathugun og áætlunargerð (sbr. II. og III. kafla laga nr. 63/1970 um skipan opinberra framkvæmda) varðandi opinberar byggingar, eftir því sem um semst milli embættis húsameistara ríkisins og eignaðaraðila.

2. gr.

Þær opinberu byggingar, sem falla undir umsjá embættis húsameistara ríkisins, sbr. 1. gr., eru þessar:

Embættisbústaður forseta Íslands.

Gestahúsnæði ríkisins.

Alþingishús og hæstiréttur.

Skrifstofuhúsnæði stjórnarráðsins.

Safnahús í Reykjavík.

Þjóðleikhús.

3. gr.

Til þess að anna verkefnum skv. 1. og 2. gr. skal fast starfslið embættisins vera: Húsameistari ríkisins.

3 arkitekar (yfirarkitekt og 2 deildararkitektar).

2 byggingartæknifræðingar.

1 innanhússarkitekt.

1 byggingaeftirlitsmaður (byggingam.).

1 aðalbókari og gjaldkeri.

1 vélritunar- og símastúlka.

1 vélritunarstúlka.

4. gr.

Þegar um sérstök verkefni er að ræða, sem teiknistofu embættisins eru falin til úrlausnar, er heimilt að ráða tímabundna aukaaðstoð sérfræðinga að fengnu samþykki nefndar skv. lögum nr. 48/1958.

Forsætisráðuneytið, 16. ágúst 1973.

Ólafur Jóhannesson.

Guðmundur Benediktsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica