Menntamálaráðuneyti

125/1986

Reglugerð um hænsnahald í búrum - Brottfallin

REGLUGERÐ

um hænsnahald í búrum.

 

1. gr.

Gildissvið.

Reglugerðin gildir um tamin hænsn (Gallus gallus).

Leyfilegt er að hafa hænsn í búrum, ef uppfyllt eru þau skilyrði, sem hér er kveðið á um.

 

2. gr.

Húsnæði o.fl.

Í húsum þar sem búrhænsni eru geymd, skal þess gætt, að loftræsting sé svo góð að ávallt sé gott loft, án þess þó að dragsúgur myndist.

Loftræstikerfi skal geta afkastað 4 m3/klst./hænu. Ef aðal loftræstikerfi bilar skal án tafar vera unnt að grípa til neyðarloftræstingar (t. d. opnanlegar einingar).

Koltvísýringur (CO2) í andrúmslofti skal ekki fara yfir 3,5%o rúmmáls, ammoníak (NH3) ekki yfir 0,025%o rúmmáls og brennisteinsvetni (H2S) ekki yfir 0,01%o rúmmáls. Eftirlits­menn skulu hafa nákvæma mæla til slíkra mælinga.

Hitastig skal vera á bilinu 12-22°C og dagleg hitasveifla má ekki vera meiri en 5°C. Hitastig hjá nýklöktum ungum skal vera 30-35°C og lækka um 0,5°C á dag niður í 15-22°C við 4 vikna aldur. Fullgildir hitamælar skulu vera á staðnum.

Rakastig skal vera á bilinu 60-80% og ekki yfir 70% hjá ungum. Fullgildir rakamælar skulu vera á staðnum.


Ljósstyrkur á fuglunum skal vera á bilinu 10-20 lux, en má vera meiri við gegningar. Þegar önnur lýsing en dagsljós er notuð, skal vera slökkt a. m. k. sjö stundir samfleytt á nóttu. Hjá ungum 0-10 daga má ljós þó vera allan sólarhringinn.

Hænsnabúrum skal komið þannig fyrir, að hænsnin séu sem best varin fyrir ónæði og mengun.

Hús þau sem búrhænsni eru höfð í, svo og fóður- og afurðageymslur, skulu vera nagdýra- og fuglaheld. Ekki má hafa önnur dýr en hænsni í húsunum.

Á búum þar sem hænsni eru í búrum skal vera vararafstöð og eldsneyti á hang, er dugir til að sjá búinu fyrir rafmagni er þarf til eðlilegs rekstrar, í a. m. k. 5 sólarhringa. Undanþágu má gefa fyrir bú þar sem hænsni eru færri en 3000, enda sé sýnt fram á fullnægjandi möguleika til loftræstingar, fóðrunar og brynningar ef rafmagnstruflanir verða.

 

3. gr.

Búr o.fl.

1. Á hverri búralengju skal vera merki, er sýnir hólfastærð (hæð, breidd og dýpt), halla á botni, framleiðsluár og framleiðanda.

2. Búrasamstæður skulu ekki vera meira en 4 hæðir og auðvelt að fylgjast með hænsnunum í þeim. Hæð frá gólfi að lægsta punkti á neðstu hæð búranna skal vera minnst 20 cm. Ekki skulu vera fleiri en 8 hænur á hvern rúmmetra hússins.

3. Ekki mega vera fleiri en 4 hænur saman í hólfi.

4. Einstaklingsbúr skulu hafa minnst 1050 cm2 gólfflöt og fyrir fleiri hænur minnst 600 cm2 á hænu. Búrahólfin skulu vera minnst 42 cm að hæð, minnst 35 cm að dýpt (mælt frá framgrind) og í þeim mega ekki vera fleiri en 2 þéttar hliðar.

5. Net og annað efni skal vera hentugt í þessu skyni. Þykkt þráða í netum í botni búranna skal vera minnst 2 mm. Gólfhalli í botni má ekki vera meiri en 12% (6,8°).

6. Búr fyrir fleiri hænur en eina, skulu vera þannig innréttuð, að allar hænurnar geti étið samtímis. Rými víð fóðurtrog skal vera minnst 12 cm fyrir hverja hænu.

7. Brynning skal vera þannig útbúin að hænurnar geti alltaf fengið nóg ferskt vatn og í þeirri hæð, að hænurnar eigi sem auðveldast með að drekka. Hvort sem um er að ræða nippla eða bolla til brynningar skulu vera minnst tveir í hverju hólfi einnig í einstaklings­búrum. Undir bryggingarbúnaði skal vera renna, er getur tekið víð leka og lent harm burtu. Eftirlit með brynningarbúnaðinum skal vera auðvelt. Þegar notuð er vatnsrenna skal hún vera jafnlöng fóðurrennunni.

8. Óheimilt er að nota hreyfanleg Claus) fóður- og vatnstrog.

9. Um hænuunga, 0-16 vikna, gilda eftirfarandi sérákvæði:

0-6 vikna: Mest 65 ungar á m2, lágmarks búrhæð 25 cm, rými víð fóðurtrog minnst 3 cm á unga, fjöldi unga á brynningarnippil eða bolla mestur 10. Heimilt er að nota hreyfanleg fóður- og vatnstrog.

7-18 vikna: Mest 25 ungar á m2, rými víð fóðurtrog minnst 8 cm á unga, fjöldi unga á brynningarnippil eða bolla mestur 5.

10. Ákvæði 3. gr. um mál, miðast víð hænsni of léttu kyni (meðalþungi fullorðinnar hænu um 1,6 kg), en málin breytast hlutfallslega þegar um er að ræða kyn með öðrum meðalþunga.

 

4. gr.

Viðvörunarkerfi.

Þar sem vélknúin loftræsting er, á hún að vera tengd viðvörunarkerfi sem gerir viðvart þegar rafmagn fer of og ef hitastig verður of hátt eða of lágt.

Viðvörunarkerfið skal vera þannig að ábyrgir aðilar sem vita hvað gera þarf, verði varir víð, þegar það fer í gang.

Eigandi/notandi skal hafa eftirlit með því að viðvörunarkerfið sé ávallt í lagi.


 

5. gr.

Eftirlit og búnaður.

Litið skal til hænsnanna að minnsta kosti daglega og sérstaklega skal athuga ljós, fóður, vatn, loftræstingu, hitastig og rakastig. Fjarlægja skal daglega úr búrunum meidda, sjúka, dauðvona eða dauða fugla. Afdrep skal vera til fyrir meidda eða sjúka fugla. Dauða fugla skal fjaralægja jafnóðum úr húsunum og þá sem ekki eru sendir til rannsóknar, skal brenna eða grafa. Allur sjálfvirkur búnaður og vélabúnaður sem viðkemur hænsnum skal vera undir daglegu eftirliti. Komi bilun í ljós eða ef búnaðurinn vinnur ekki rétt, skal því komið strax í lag. Takist það ekki, skal þess gætt að hænsnin 1íði ekki meðan á viðgerð stendur.

Húsum og búnaði skal haldið hreinu og í góðu lagi. Búrin skulu vandlega hreinsuð þegar skipt er um hænsni.

 

6. gr.

Leyfisveiting og eftirlit.

Áður en hænsni eru sett inn í nýtt eða breytt búrahús, skal leita umsagnar héraðsdýralæknis og skal harm hafa skoðað aðstöðuna og fullvissað sig um að hún sé í samræmi við þessa reglugerð og senda um það tilkynningu til yfirdýralæknis.

Á sama hátt skal héraðsdýralæknir skoða öll búrhænsnabú í sínu umdæmi a. m. k. einu sinni á ári og fullvissa sig um að ákvæðum reglugerðarinnar sé framfylgt.

 

7. gr.

Brot og viðurlög.

Brot og vanræksla á því að framfylgja reglum þessum eru refsiverð með tilvísun til laga um dýravernd nr. 21, frá 13. apríl 1957.

 

8. gr.

Gildistími o. fl.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt lögum nr. 21 frá 13. apríl 1957 og tekur þegar gildi.

 

Ákvæði til bráðabirgða.

Búr og tilheyrandi aðstaða, sem þegar er í notkun og ekki uppfyllir kröfur reglugerðar þessarar, skal breytt til samræmis við hana. Síðan skal héraðsdýralæknir skoða búnaðinn og áframhaldandi notkun fyrst leyfð að fengnu áliti hans (sbr. 6. gr.). Þetta skal gerast innan árs frá gildistöku reglugerðar þessarar.

Séu búr og/eða tilheyrandi aðstaða sem í notkun er við gildistöku reglugerðar þessarar þannig að mjög erfitt eða kostnaðarsamt er að uppfylla altar kröfur reglugerðarinnar og eigendur óska eftir að halda starfseminni áfram, er heimilt að sækja um undanþágu frá einstökum ákvæðum reglugerðarinnar. Menntamálaráðuneytið getur vent slíka undanþágu til tveggja ára í senn, að fenginni umsögn Dýraverndarnefndar. Þó skulu slíkar undanþágur eigi veittar til lengri tíma en tíu ára samtals frá gildistöku reglugerðar þessarar.

 

Menntamálaráðuneytið, 20. febrúar 1986.

 

Sverrir Hermannsson.

Þórunn J. Hafstein.


 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica