REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 673/1996, sbr. reglugerð nr. 603/1997,
um gjöld fyrir einkaleyfi, vörumerki, hönnun o.fl.
1. gr.
14. gr. orðist svo:
|
Kr. |
Gjald vegna áfrýjunar, sbr. 1. mgr. 25. gr. laga nr. 17/1991, 63. og 65. gr.laga nr. 45/1997 og 30. gr. laga nr. 48/1993 |
80.000 |
Áfrýjunargjald greiðist iðnaðarráðuneyti við afhendingu bréfs um áfrýjun.
Sé máli vísað frá áfrýjunarnefnd eða það vinnst þar skal endurgreiða 60.000 kr.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 68. gr. laga nr. 17/1991 um einkaleyfi, með síðari breytingum, 65. gr. laga nr. 45/1997 um vörumerki og 40. gr. laga nr. 48/1993 um hönnunarvernd og öðlast þegar gildi.
Iðnaðarráðuneytinu, 19. júlí 1999.
Finnur Ingólfsson.
Jón Ögmundur Þormóðsson.