Prentað þann 8. apríl 2025
275/2017
Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 424/2015 um gildistöku ákvarðana og framseldra reglugerða framkvæmdastjórnarinnar (ESB) um röðun tiltekinna byggingarvara í flokka eftir nothæfi með tilliti til viðbragða við bruna, brunatæknilega flokkun á tilteknum vörum án þess að brunaprófun þurfi að fara fram, og aðferð við staðfestingu á samræmi byggingarvara skv. 60. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 305/2011 um byggingarvörur.
1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. reglugerðarinnar:
-
Nýr stafliður, h-liður, bætist við 1. tölul., svohljóðandi:
- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2016/364/ESB frá 1. júlí 2015 um flokkun byggingarvara eftir nothæfi með tilliti til viðbragða við bruna samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 305/2011. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 52/2016, 22. september 2016, bls. 39-46.
-
Við bætast þrír nýir stafliðir, i-, j- og k-liður við 3. tölul., svohljóðandi:
- Framseld ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2015/1958/ESB frá 1. júlí 2015 um viðeigandi kerfi til að meta og sannprófa stöðugleika nothæfis gerviefna til jarðtæknilegra nota og skyldra vara samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 305/2011. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 44/2016, 18. ágúst 2016, bls. 201-203.
- Framseld ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2015/1959/ESB frá 1. júlí 2015 um viðeigandi kerfi til að meta og sannprófa stöðugleika nothæfis fráveitubúnaðar samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 305/2011. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 44/2016, 18. ágúst 2016, bls. 204-206.
- Framseld ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2015/1936/ESB frá 8. júlí 2015 um viðeigandi kerfi til að meta og sannprófa stöðugleika nothæfis loftræstirása og röralagna fyrir loftræstingu samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 305/2011. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 44/2016, 18. ágúst 2016, bls. 198-200.
2. gr.
Við 2. gr. reglugerðarinnar bætast fjórir nýir töluliðir, svohljóðandi:
- Framseldri ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2015/1936/ESB frá 8. júlí 2015 um viðeigandi kerfi til að meta og sannprófa stöðugleika nothæfis loftræstirása og röralagna fyrir loftræstingu samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 305/2011.
- Framseldri ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2015/1958/ESB frá 1. júlí 2015 um viðeigandi kerfi til að meta og sannprófa stöðugleika nothæfis gerviefna til jarðtæknilegra nota og skyldra vara samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 305/2011.
- Framseldri ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2015/1959/ESB frá 1. júlí 2015 um viðeigandi kerfi til að meta og sannprófa stöðugleika nothæfis fráveitubúnaðar samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 305/2011.
- Framseldri reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2016/364/ESB frá 1. júlí 2015 um flokkun byggingarvara eftir nothæfi með tilliti til viðbragða við bruna samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 305/2011.
3. gr. Gildistaka.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 1. tölul. 7. gr. laga nr. 114/2014 um byggingarvörur, tekur þegar gildi.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 15. mars 2017.
F. h. r.
Sigríður Auður Arnardóttir.
Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.