REGLUGERÐ
um ýmis gjöld varðandi alþjóðlega skráningu vörumerkja.
1. gr.
Fyrir móttöku og meðhöndlun á umsókn um alþjóðlega skráningu vöru-
merkis, sbr. 46. gr. vörumerkjalaga, greiðist til Einkaleyfastofunnar Kr. 5.000
2. gr.
Fyrir tilnefningu á Íslandi í umsókn um alþjóðlega skráningu vörumerkis,
sbr. 51. gr. vörumerkjalaga, greiðist til Alþjóðahugverkastofnunarinnar:
1) grunngjald 11.300
2) flokkagjald fyrir hvern vöruflokk umfram einn 2.500
3) ef sótt er um skráningu á myndmerki eða stílfærðu orðmerki greiðist að auki 1.300
Fyrir endurnýjun alþjóðlegrar skráningar vörumerkis greiðist til Alþjóðahug-
verkastofnunarinnar:
1) grunngjald 11.300
2) flokkagjald fyrir hvern vöruflokk umfram einn 2.500
3. gr.
Ákvæði varðandi önnur þjónustugjöld Einkaleyfastofunnar, skv. reglugerð nr. 673/1996 með síðari breytingum, gilda einnig varðandi alþjóðlegar vörumerkjaumsóknir og skráningar.
Reglugerð þessi er sett skv. heimild í 62. gr. laga nr. 45/1997 um vörumerki og öðlast gildi 1. júní 1997.
Iðnaðarráðuneytinu, 20. maí 1997.
Finnur Ingólfsson.
Halldór J. Kristjánsson.