Iðnaðarráðuneyti

418/1986

Reglugerð um hitaveitu Mosfellshrepps - Brottfallin

 

REGLUGERÐ

Hitaveitu Mosfellshrepps.

I. KAFLI

 

Rekstrarform.

1. gr.

Hitaveita Mosfellshrepps er eign Mosfellshrepps, undir yfirstjórn hreppsnefndar.

 

2. gr.

Tilgangur hitaveitunnar er að afla, selja og veita heitu vatni um veitusvæði sitt og reka aðra þá starfsemi sem því tengist.

 

3. gr.

Veitusvæði hitaveitunnar er Mosfellshreppur. Hitaveitan hefur einkarétt til dreifingar og sölu á heitu vatni á veitusvæði sínu, að svo miklu leiti sem það stangast ekki á við áðurgerða samninga við Reykjavíkurborg.

 

4. gr.

Yfirstjórn hitaveitunnar er í höndum hreppsnefndar en rekstrarstjórn hennar skal falin veitunefnd.

 

5. gr.

Veitunefnd skipar fimm menn og fimm til vara sem kosnir eru of hreppsnefnd. Kjörtímabil hennar skal vera hið saman og hreppsnefndar. Veitunefnd skiptir með sér verkum, og kýs sér formann.

 

6. gr.

Veitunefnd er ákvörðunarbær þegar meirihluti hennar sækir fund. Einfaldur meirihluti atkvæða ræður úrslitum.

 

7. gr.

Verkefni veitunefndar er:

1) Að hafa eftirlit með því að skipulag hitaveitunnar og starfsemi sé jafnan í réttu og góðu horfi.

2) Að gera tillögur að framkvæmdum hitaveitumála á veitusvæði hitaveitunnar í samræmi við samþykktir og ákvæði sveitarstjórnarlaga.

3) Að semja gjaldskrá fyrir veituna og leggja hang fyrir hreppsnefnd.

4) Að undirbúa samninga um kaup og sölu á heitu vatni.

5) Að semja fjárhagsáætlanir fyrir hitaveituna og leggja fyrir hreppsnefnd.

6) Að gera tillögur um ráðningu fastra starfsmanna hitaveitunnar til hreppsnefndar.

7) Að gefa hreppsnefnd þær skýrslur sem óskað er eftir.

8) Að semja nánari reglur um einstök framkvæmdaatriði þessarar reglugerðar eftir því sem þörf gerist og leggja þær fyrir hreppsnefnd til staðfestingar.

 

8. gr.

Tæknifræðingur Mosfellshrepps er rekstrarstjóri hitaveitunnar. Rekstrarstjóri annast allan daglegan rekstur hennar og skal í þeim efnum fara eftir þeirri stefnu og fyrirmælum, sem veitustjórn gefur. Rekstrarstjóri situr fundi veitustjórnar og hefir þar málfrelsi og tillögurétt.


 

9. gr.

Hitaveitan skal hafa sjálfstætt reiknishald. Reikningsár hitaveitunnar er almanaksárið og skulu reikningar hennar fylgja reikningum sveitarsjóðs og vera endurskoðaðir of endurskoðendum hans.

Tekjum hitaveitunnar skal fyrst og fremst varið til að standa straum of nauðsynlegum rekstrarkostnaði þannig að tryggður sé öruggur rekstur veitunnar svo og til greiðslu afborgana og vaxta of skuldum hennar. Ráðstöfun hagnaðar eða jöfnun taps skal ákveðin of hreppsnefnd að fengnum tillögum veitustjórnar.

Við gerð gjaldskrár skal þess gætt að verð á heitu vatni sé við það miðað að eðlilegur afrakstur fáist of því fjármagni, sem á hverjum tíma er bundið í rekstri fyrirtækisins. Einnig skal að því stefnt að fyrirtækið skili nægilegum greiðsluafgangi til þess að það geti jafnan með eigin fjármagni og hæfilegum lántökum tryggt notendum sínum nægjanlegt heitt vatn á hagkvæmu verði.

Við gerð gjaldskrár skal þó ætíð tekið tillit til samninga, milli Hitaveitu Mosfellshrepps og Hitaveitu Reykjavíkur, um verð á heitu vatni.

 

II. KAFLI

Almenn ákvæði.

10. gr.

Eigandi húsveitu eða annarrar veitu sem tengist veitukerfi hitaveitunnar nefnist húseigandi.

Kaupandi heits vatns eða sá, sem ber ábyrgð á greiðslu þess nefnist notandi.

 

11. gr.

Heitt vatn er afhent um veitukerfi hitaveitunnar samkvæmt gildandi reglugerð og gjaldskrá.

Hitaveitunni er heimilt að semja sérstaklega um sölu á heitu vatni utan almennra söluskilmála.

Slíkir samningar skulu háðir samþykki hreppsnefndar.

Hitaveituvatn sem runnið hefir í gegnum hitunarkerfi húss (bakrennsli) er eign hitaveitunnar. Hitaveitan getur heimilað notkun þess til upphitunar í gróðurhúsum, bílastæðum og öðrum stöðum. Frágangur lagna og búnaðar vegna slíkrar notkunar skal vera samkvæmt fyrirmælum hitaveitunnar. Hitaveitan getur afturkallað slík leyfi með 3ja mánaða fyrirvara, án bóta, ef nauðsynlegt er vegna almennra orkusparnaðarsjónarmiða. Óheimilt er að tengja vatnsdælur, varmadælur og/eða annan slíkan búnað við hitaveituinntök, bak­rennsli eða hitakerfi húsa nema að fengnu samþykki hitaveitunnar.

 

12. gr.

Hitaveitan skal gefa kaupendum og húseigendum upplýsingar um þrýsting og hitastig í stofnæðum sé þess óskað.

 

13. gr.

Óviðráðanlegar breytingar á þrýstingi, hitastigi eða magni heita vatnsins eru án ábyrgðar hitaveitunnar. Um breytingar sem stafa of óviðráðanlegum ástæðum skal hitaveitan tilkynna notendum, svo fljótt sem unnt er.

 

14. gr.

Endursala á heitu vatni er óheimil án samþykkis hitaveitunnar.


 

III. KAFLI

Veitukerfi.

15. gr.

Hitaveitan leggur, kostar og á altar lagnir veitukerfisins, aðveituæðar, stofnæðar, dreifiæðar, götuæðar svo og heimæðar og lagnir innanhúss að og með mæligrindum ásamt tilheyrandi búnaði. Hún annast rekstur og viðhald eigin veitukerfis. Viðgerðir og tengingar sem hafa í för með sér röskun á vatnsrennsli, skal tilkynna notendum með hæfilegum fyrirvara, sjá þó ákvæði í 13. gr.

 

16. gr.

Húseiganda innan veitusvæðis hitaveitunnar þar sem veitukerfi hitaveitunnar liggur, er skylt að láta tengja hús sitt við hitaveituna. Heimilt er að veita undanþágu frá þessu ákvæði, ef til þess liggja sérstakar ástæður.

 

17. gr.

Hitaveitan annast tengingu eigin veitukerfis við húsveitu húseiganda. Við slíka framkvæmd skal hitaveitan halda raski í lágmarki og ganga þrifalega um. Jafnframt skal hitaveitan færa til fyrra horfs eins og við verður komið. Hitaveitan ákveður staðsetningu mælagrindar og inntaks. Húseigandi á ekki kröfu um sérstaka greiðslu fyrir óþægindi vegna lagningar og viðhalds veitukerfisins.

 

18. gr.

Húseigandi greiðir stofngjald samkvæmt gjaldskrá hverju sinni.

 

19. gr.

Kostnað við breytingar á húsveitu eða hitunarkerfi húss vegna tengingar við hitaveituna skal húseigandi annast og kosta.

Húseigandi kostar breytingar á heimæðum sem nauðsynlegar eru vegna framkvæmda hans.

Húseigandi skal fyrirfram sækja um leyfi til hverra þeirra framkvæmda, sem kunna að hafa í för með sér röskun á veitukerfi hitaveitunnar.

 

20. gr.

Hitaveitan hefur rétt til aðgangs að húsnæði því, sem veitukerfi hennar liggur um til viðhalds, eftirlits og breytinga. Inntak hitaveitu og mælagrind skulu alltaf vera í sama herbergi og skal lögn að mælagrind vera óhulin eða í stokk, sem auðvelt er að opna.

 

21. gr.

Sé nauðsynlegt, vegna bilunar eða endurnýjunar á heimtaug hitaveitu, að grafa upp heimtaugina, er starfsmönnum hitaveitunnar það heimilt.

Starfsmenn skulu færa 1óð til fyrra horfs, svo sem unnt er.

Hafi húseigandi (notandi) gróðursett trjágróður, steypt veggi eða plan yfir heimtaugina, ellegar lagt yfir hana snjóbræðslukerfi, ber hitaveitan ekki ábyrgð á, eða greiðir skaðabætur, vegna þess tjóns, sem verða kann á þessum hlutum vegna nauðsynlegra aðgerða hitaveitunnar.


 

IV. KAFLI

Húsveitur og tenging þeirra.

 

22. gr.

Um lögn nýrra hitunarkerfa eða breytingu á eldri kerfum gilda ákvæði byggingarreglu­gerðar. Áhleypingu (tengingu) skal sækja um til hitaveitunnar um leið og greitt er fyrir hitaveituinntak. Engir aðrir en umboðsmenn hitaveitunnar mega hleypa vatni úr kerfi veitunnar á hitakerfi húsa. Hitaveitunni er heimilt að leggja heimæð eða sameiginlega heimæð um 1óð og húseigandi skal sjá fyrir inntaksstað fyrir hitaveitu við útvegg kjallara eða fyrstu hæðar ef húsið er kjallaralaust, ásamt nauðsynlegu rými fyrir mælagrindur og/eða annað tilheyrandi tengingu við veituna. Þar skal vera niðurfall í gólfi og það húsrými skal vera aðgengilegt starfsmönnum hitaveitu.

 

23. gr.

Alltaf skal vera sjálfstæð heimtaug og/eða rennslismælir fyrir hverja íbúð í raðhúsum og parhúsum, sem og fjölbýlishúsum þar sem eru 6 íbúðir eða færri í húsinu.

 

24. gr.

Uppdrættir skulu uppfylla almennar reglur um hönnun heitavatnslagna, lofthitunar­kerfa og loftræstikerfa. Ennfremur skal uppfylla ákvæði byggingasamþykktar og bygginga­skilmála.

Samþykki hitaveitunnar á tengingu húsveita við veitukerfi sitt og/eða úttekt felur ekki í sér ábyrgð á hugsanlegum ágöllum við hönnun, gerð eða frágang húsveitunnar.

Rétt til að hanna hitalagnir og gera of þeim uppdrætti eða annast hitalagnir hafa þeir einir, er til þess hafa menntun og réttindi eins og almennt er krafist. Hreppsnefnd getur sett nánari fyrirmæli og reglur um slík réttindi á veitusvæði sínu.

Þeir aðilar, sem réttindi hafa til hönnunar og lagningar hitakerfa sbr. hér að framan, bera ábyrgð á því að verk þeirra sé í samræmi við reglugerð þessa, nánari fyrirmæli er kunna að verða gefin og samþykkta uppdrætti. Um meistaraskipti fer samkvæmt ákvæðum byggingarreglugerðar.

 

25. gr.

Starfsmenn hitaveitunnar eiga ætíð rétt til þess að hafa óhindraðan aðgang til skoðunar á veitum, jafnt fullgerðum sem ófullgerðum, hvort sem er til athugunar á öryggi þeirra þ. m. t. tækja, til athugunar á mælitækjum og hvort öll notkun komi rétt til mælis samkvæmt gjaldskrá, til álestrar á mælitæki, til lokunar vegna vanskila og til annarra þeirra aðgerða, sem nauðsynlegar eru samkvæmt réttindum og skyldum hitaveitunnar.

Húseiganda/notanda er skylt að láta í té upplýsingar um hitun hússins og heitt kranavatn sé þess óskað.

Komi í ljós að verk sé eigi framkvæmt samkvæmt ákvæðum reglugerðar þessarar, reglugerð um hitalagnir, eða öðrum reglum er settar kunna að verða, getur hitaveitan stöðvað verkið þar til úr því verður bætt. Pípulagningameistari skal annast prófun hitalagna og vera viðstaddur þegar vatni er hleypt á hitakerfið.

 

26. gr.

Sé húsveita tengd veitukerfi hitaveitunnar, án heimildar getur hitaveitan aftengt húsveituna fyrirvaralaust.

 

27. gr.

Húseigandi/notandi ber ábyrgð á meðferð búnaðar og lagna innanhúss sem eru í eigu hitaveitunnar.


Húseiganda/notanda ber að tilkynna tafarlaust til hitaveitunnar, ef vart verður bilunar á búnaði og tækjum hennar.

Húseigandi/notandi greiðir kostnað við viðgerð eða endurnýjun búnaðar sem verður fyrir skemmdum of þeirra völdum.

 

V. KAFLI

Skilmálar fyrir heitavatnssölu.

28. gr.

Upphaf og lok samningsins um kaup á heitu vatni eru við skráningu tilkynninga hjá hitaveitunni þess efnis.

 

29. gr.

Skilyrði fyrir sölu á heitu vatni er að í gildi sé samþykkt umsókn um tengingu viðeigandi húsveitu við veitukerfi hitaveitunnar. Hitaveitan ber ekki fjárhagslega ábyrgð á tjóni sem leiða kann of rekstrartruflunum er verða á veitunni vegna frosts, rafmagnstruflana, náttúruhamfara eða annarra óviðráðanlegra atvika. Sama gildir ef rennsli í vatnsæð er stöðvað um stundarsakir vegna viðgerða eða annarra nauðsynlegra framkvæmda veitunnar. Þurfi að takmarka notkun á heitu vatni um lengri eða skemmri tíma ákveður hitaveitan hvernig hún skuli takmörkuð.

Takmörkunin hefir ekki áhrif á greiðslu fastagjalds (fasts aflsgjalds eða mæligjalds). Hitaveitunni er ekki skylt að greiða bætur eða veita afslátt vegna takmörkunar á afhendingu vatns og/eða lækkunar á hitastigi.

 

30. gr.

Hitaveitan ákveður stærð og gerð rennslismæla og skulu þeir innsiglaðir. Starfsmenn hitaveitunnar innsigla mælana.

Ef rofið er innsigli á búnaði hitaveitunnar varðar það refsingu samkvæmt almennum hegningarlögum.

Ef notandi óskar að mælir sé prófaður skal harm sends skriflega beiðni þar um til hitaveitunnar. Komi í ljós við prófun að um meira en 5% skekkju í mælingu sé að ræða skal hitaveitan setja upp nýjan mæli, án endurgjalds og leiðrétta reikning kaupanda við niðurstöður hennar, þó ekki fyrir lengra tímabil en tvo mánuði, nema kaupandi eða hitaveita, eftir því sem við á, geti sannað að um lengra tímabil hafi verið að ræða, þó lengst fjögur ár.

Notendur sem hafa hemil eiga ekki rétt á endurgreiðslu á föstu aflgjaldi þótt þeir hafi ekki getað náð því afli sem fasts greiðslan er miðuð við, en hitaveitunni er skylt að leiðrétta skekkju hemilsins eins fljótt sem auðið er.

 

31. gr.

Notandi skal greiða hitaveitunni fyrir heitt vatn samkvæmt gildandi gjaldskrá.

Við breytingar á gjaldskrá skal reikningsfæra notkun í beinu hlutfalli við gildistíma hverrar gjaldskrár á því tímabili, sem reikningurinn tekur til.

Hitaveitan má byggja orkureikninga á áætlun um vatnsnotkun kaupanda og innheimta reglulega samkvæmt slíkri áætlun. Reikningar sem byggjast á staðreyndri vatnsnotkun nefnast álestrarreikningar, en reikningar sem byggjast á áætlaðri vatnsnotkun nefnast áætlunarreikningar.

Raunverulega vatnsnotkun skal staðreyna eigi sjaldnar en á 12 mánaða fresti. Þegar vatnsnotkun hefir verið staðreynd, skal hún reikningsfærð og gerð upp fyrir tímabilið milli álestra og koma þá áætlunarreikningar til frádráttar.


Kaupandi getur þó jafnan óskað aukaálestrar og uppgjörs miðað við staðreynda notkun. Ennfremur getur harm óskað eftir breytingu á áætlun um vatnsnotkun vegna nýrra forsenda.

Ef mælir bilar eða vatnskaup eru leyfð tímabundið án mælis, áætlar hitaveitan selt vatnsmagn með hliðsjón of hitaþörf hússins, og ber húseiganda/notanda að greiða samkvæmt þeirri áætlun.

Reikninga skal senda kaupanda á notkunarstað eða annan stað sem harm tiltekur. Gjalddagi reikninga er útgáfudagur. Eindagi er 15 dögum síðar og skal harm tilgreindur á reikningi. Einnig skal tilgreina greiðslustað. Útsending heitavatnsreikninga skal fara fram eigi sjaldnar en ársfjórðungslega. Hitaveitan hefur heimild til að skipta reikningi vegna vatnskaupa, fleiri en eins notanda, um einn mæli. Skal þá miðað við stærðarhlutfall hverrar eignar í rúmmetrum, of heildarstærð viðkomandi húss, nema fullt skriflegt samkomulag sé milli allra aðila, sem hlut eiga að máli, um aðra skiptingu. Sé það gert bera kaupendur um þann mæli allir fyrir einn og einn fyrir alla ábyrgð á greiðslu hvers reiknings. Verði vanskil á greiðslu eins eða fleiri reikninga er hitaveitunni heimilt að stöðva vatnsafhendingu um hinn sameiginlega mæli samanber 1. mgr. 31. gr. Setji notandi á sameiginlegum mæli upp hjá sér einhvern þann búnað sem hefur í för með sér aukna heitavatnsnotkun, umfram það sem teljast má eðlileg heimilisnotkun, hefur hitaveitan heimild til að setja á slíkan búnað sérstakan mæli. Þetta gildir t. d. um snjóbræðslukerfi, heita potta, gróðurhús og sundlaugar.

Verði greiðslufall á reikningi hvort sem um er að ræða áætlunar- eða álestrarreikning, má hitaveitan reikna dráttarvexti frá eindaga reiknings hverju sinni.

 

32. gr.

Hitaveitan hefir rétt til að stöðva afhendingu á heitu vatni til húsveitu (mælis) kaupanda, sem greiðir ekki áætlunar- eða álestrarreikning eða vanrækir skyldur sínar samkvæmt reglugerð þessari.

Til slíkra aðgerða má þó fyrst grípa eftir eindaga og að undangenginni skriflegri viðvörun, sem sendist kaupanda með fimm daga fyrirvara. Hitaveitan ber ekki ábyrgð á hugsanlegum afleiðingum slíkrar lokunar. Hitaveitan hefur rétt til að krefja notanda um greiðslu kostnaðar við undirbúning að stöðvun vatnsafhendingar, framkvæmd stöðvunarinn­ar, svo og opnun veitunnar á ný.

Enginn má af- eða endurtengja hitaveituna nema þeir sem hitaveitan hefur vein umboð til þess. Sé brotið gegn þessu skal farið með það sem óleyfilega vatnsnotkun.

Verði uppvíst að heitt vatn hafi verið notað á annan hátt en um er samið, að raskað hafi verið mælitækjum eða tengingum breytt þannig að ekki komi fram öll notkun skal hitaveitan áætla það vatn sem notað var óleyfilega. Að öðru leyti skal fara með mál út of slíku í samræmi við 34. og 35. grein þessarar reglugerðar.

 

33. gr.

Nú vanrækir húseigandi/notandi að vinna verk sem honum ber samkvæmt reglugerð þessari, eða verk er ekki unnið á viðunandi hátt, er hitaveitunni þá heimilt að láta vinna það sem þörf krefur á kostnað hans.

 

VI. KAFLI

Ýmis ákvæði.

 

34. gr.

Öll gjöld samkvæmt reglugerð þessari og gjaldskrá má innheimta með lögtaki.


 

35. gr.

Brot á reglugerð þessari varða sektum, nema þyngri refsing liggi við að lögum.

 

36. gr.

Með mál út of brotum á reglugerð þessari skal farið að hætti opinberra mála.

 

37. gr.

Reglugerð þessi sem samþykkt er of hreppsnefnd Mosfellshrepps er hér með staðfest samkvæmt orkulögum nr. 58 frá 29. apríl 1967 til að öðlast gildi þegar í stað og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli. Jafnframt er úr gildi felld reglugerð nr. 98 frá 24. mars 1975 og breyting á þeirri reglugerð frá 28. apríl 1976 um Hitaveitu Mosfellshrepps.

 

Iðnaðarráðuneytið, 29. september 1986.

 

Albert Guðmundsson.

Páll Flygenring.

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica