Iðnaðarráðuneyti

386/1973

Reglugerð um hitaveitu Hvammstanga - Brottfallin

REGLUGERÐ

fyrir Hitaveitu Hvammstanga.

1. gr.

Gildissvið.

Reglugerð þessi gildir í lögsagnarumdæmi Hvammstangahrepps.

2. gr.

Stjórn hitaveitunnar.

Hreppsnefnd Hvammstanga fer með stjórn hitaveitunnar. Hreppsnefnd er heimilt að skipa hitaveitustjóra, er annist daglegan rekstur hitaveitunnar, en hreppsnefnd skipar starfsmenn honum til aðstoðar, eftir því sem þörf krefur.

Þar til öðruvísi verður ákveðið, fer sveitarstjóri Hvammstanga með störf hitaveitustjóra.

3. gr.

Einkaleyfi hitaveitu.

Hitaveita Hvammstanga hefur einkaleyfi til dreifingar og sölu á heitu vatni innan lögsagnarumdæmisins.

Hreppsnefnd getur þó heimilað einstaklingum og félögum að annast dreifingu og sölu á tilteknum svæðum undir yfirstjórn hitaveitunnar.

4. gr.

Dreifikerfi.

Hreppsnefnd lætur leggja allt dreifikerfi hitaveitunnar utanhúss og inn fyrir húsvegg, enn fremur stofnleiðslu þaðan inn fyrir rennslishemil og telst dreifikerfi hitaveitunnar ná þangað, og vera eign hitaveitunnar.

5. gr.

Viðhaldsskylda.

Hitaveitan hefur viðhaldsskyldu á dreifikerfinu. Notanda er óheimilt að torvelda á nokkurn hátt aðgang til eftirlits og viðhalds á dreifikerfinu og má m. a. ekki hylja það innanhúss.

6. gr.

Þeim, sem á húseign við götu eða veg, þar sem dreifiæð hitaveitu liggur, er skylt að láta tengja hitakerfi hússins við hitaveituæðina.

Nú eru sérstakir erfiðleikar á tengingu húss eða tenging þykir af einhverjum ástæðum ekki ráðleg, og getur þá hreppsnefnd ákveðið, að húsið skuli ekki tengt við hitaveitukerfið.

7. gr.

Notandinn skal sjá um að leiða hitaveituvatnið frá hitakerfi sínu f frárennsli hússins. Óheimilt er að leiða það þannig heitara en 50°C til að hlífa holræsalögnum við miklum hitaspennum.

8. gr.

Varmanotkun.

Sú hitaorka, sem hitaveitan lætur í té, er ætluð til upphitunar húsa og almennra heimilisnota.

Nú kemur fram ósk um að nota hitaorku til annarra þarfa en greinir í 1. mgr. og þarf þá til þess heimild hreppsnefndar.

9. gr.

Hitaveitan ákveður hámark varmaafls til notenda. Henni er heimilt að minnka það eða loka fyrir um stundarsakir, telji hún það nauðsynlegt vegna viðgerða, tenginga eða annars.

10. gr.

Hitaveitunni er heimilt að nota aftur vatn, sem runnið hefur gegnum hitakerfi húss. Ef hitaveitan óskar ekki eftir að nota slíkt afrennslisvatn, getur hitaveitustjóri leyft notkun þess til upphitunar á geymslu, bílskúr, gróðurhúsi eða öðrum slíkum húsakynnum. Hitaveitustjóri getur þó jafnan afturkallað slík leyfi, ef hann telur hitaveituna þurfa á vatninu að halda.

11. gr.

Ábyrgð hitaveitu.

Hitaveitan ber ekki fjárhagslega ábyrgð á tjóni, er leiða kann af rekstrartruflunum, er verða á henni vegna frosta, rafmagnsbilunar eða annarra óviðráðanlegra atvika.

Sama gildir, ef rennsli í æð er stöðvað um stundarsakir vegna viðgerðar og annars slíks. Hitaveitan er ekki heldur bótaskyld vegna tjóns á mönnum eða eignum frá hita, lögnum innanhúss, enda ber notanda að hafa öryggisventil á hitakerfi sínu.

12. gr.

Umsóknir.

Þeir, sem óska eftir að gerast notendur hitaveitunnar, skulu sækja skriflega um það til hreppsnefndar.

Enn fremur skal húseigandi, sem ætlar að leggja hitakerfi i hús sitt eða breyta eldra kerfi, senda umsókn um það til hitaveitustjóra. Umsókn skal rita á þar til gert eyðublað, sem hitaveitustjóri lætur í té, og skal hún undirrituð af húseiganda eða fullgildum umboðsmanni hans.

Umsókn skal fylgja uppdráttur í tveim eintökum af hitakerfi því, sem tengja skal hitaveitunni. Uppdrátturinn skal vera á blaði af íslenskri staðalstærð. Þegar hitaveitustjóri hefur samþykkt umsókn, skal bann árita bæði eintök uppdrátta. Annað varðveitir hann í skjalasafni hreppsins, en hitt afhendist umsækjanda. Samþykkt hitaveitustjóra fellir enga ábyrgð á hann varðandi hæfi hitakerfisins,

13. gr.

Eftirlit.

Eftirlitsmaður hitaveitu skal hafa frjálsan aðgang að hitalögnum bæði innanhúss og utan meðan á verki stendur. Engar hitalagnir má hylja fyrr en þær hafa verið viðurkenndar af eftirlitsmanni.

14. gr.

Viðurlög.

Brot á reglugerð þessari varðar sektum allt að kr. 50 000.00, nema þyngri refsing liggi við samkvæmt lögum. Með mál út af slíkum brotum skal farið að hætti opinberra mála.

Reglugerð þessi, sem samin er og samþykkt af hreppsnefnd Hvammstangahrepps, staðfestist hér með samkvæmt Orkulögum nr. 58 29. apríl 1967 til að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.

Iðnaðarráðuneytið, 27. desember 1973.

Magnús Kjartansson.

Jóhannes Guðfinnsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica