Veflestur er þjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

268/2010

Reglugerð um (7.) breytingu á reglugerð nr. 736/2003 um sýnatökur og meðhöndlun sýna fyrir mælingar á aðskotaefnum í matvælum.

1. gr.

3. gr. verði svohljóðandi:

Aðferðir við sýnatöku og aðra meðhöndlun sýna fyrir mælingar á varnarefnaleifum í og á ávöxtum, grænmeti og dýraafurðum skulu vera í samræmi við B-hluta í viðauka við reglugerð þessa. Aðferðir við sýnatöku og aðra meðhöndlun sýna fyrir mælingar á blýi, kadmíni, kvikasilfri og 3-MCPD (3-monochloropropane-1,2-diol) skulu vera í samræmi við C-hluta viðauka. Sýnataka vegna eftirlits með tini í niðursoðnum matvælum skal framkvæmd í samræmi við L- og M-hluta viðauka. Sýnataka vegna eftirlits með bensó(a)pýren í matvælum skal framkvæmd í samræmi við N- og O-hluta viðauka. Greining skal framkvæmd með þeirri aðferð sem þar kemur fram eða annarri aðferð sem telst sambærileg.

2. gr.

1. mgr. A-hluta viðauka orðist með svohljóðandi hætti:

Sýni til opinbers eftirlits með hámarki varnarefnaleifa, blýs, kadmíns, kvikasilfurs, 3-MCPD, tins og bensó(a)pýrena í matvælum, skulu tekin samkvæmt aðferðum sem lýst er í viðauka þessum. Vöru/safn- og rannsóknarsýni tekin á þann hátt skulu talin dæmigerð fyrir framleiðslueininguna. Opinber eftirlitsaðili skal taka sýnin.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 31. gr. a laga nr. 93/1995 um matvæli.

4. gr.

Reglugerðin tekur þegar gildi.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 15. mars 2010.

Jón Bjarnason.

Baldur P. Erlingsson.

Prenta reglugerð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica