Heyrnar- og talmeinastöð veitir styrk á árinu 2003 til kaupa á samskiptahjálpartækjum fyrir alvarlega heyrnarskerta og daufblinda sem hér segir:
1. | Fyrir þá sem eru eldri en átta ára og hafa tónmeðalgildi > 70 dB og/eða talgreiningu undir 30% greiðast kr. 35.000. Þó aldrei hærri fjárhæð en sem nemur kaupverði tækis. |
2. | Fyrir þá sem eru eldri en átta ára og hafa verið greindir daufblindir greiðast kr. 45.000. Þó aldrei hærri fjárhæð en sem nemur kaupverði tækis. |
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 10. mgr., sbr. 4. mgr., 37. gr. a. laga nr. 97/1990 um heilbrigðisþjónustu, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.