Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

261/2011

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 108/2010 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1774/2002 um heilbrigðisreglur um aukaafurðir úr dýrum sem ekki eru ætlaðar til manneldis, auk áorðinna breytinga. - Brottfallin

1. gr.

Innleiðing.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í I. kafla I. viðauka skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli eftirtalinna ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar öðlast eftirfarandi EB-gerðir gildi hér á landi:

a)

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1432/2007 um breytingu á I., II. og VI. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1774/2002 að því er varðar merkingar og flutning aukaafurða úr dýrum. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 19/2010, frá 1. maí 2010.

b)

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 399/2008 frá 5. maí 2008 um breytingu á VIII. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1774/2002 að því er varðar kröfur varðandi tiltekið, unnið gæludýrafóður. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 59/2010, frá 12. júní 2010. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 5, frá 27. janúar 2011, bls. 75.

c)

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 437/2008 frá 21. maí 2008 um breytingu á VII., X. og XI. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1774/2002 að því er varðar kröfur um vinnslu á mjólk og mjólkurafurðum sem eru skilgreindar sem efni í 3. flokki. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 59/2010, frá 12. júní 2010. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 5, frá 27. janúar 2011, bls. 77.

d)

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 777/2008 frá 4. ágúst 2008 um breytingu á I., V. og VII. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1774/2002 um heilbrigðisreglur um aukaafurðir úr dýrum sem ekki eru ætlaðar til manneldis. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 59/2010, frá 12. júní 2010. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 5, frá 27. janúar 2011, bls. 84.



2. gr.

Fylgiskjal.

Ofangreind reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1432/2007 er birt sem fylgiskjal við reglugerð þessa.

3. gr.

Gildissvið.

Reglugerð þessi tekur ekki til aukaafurða dýra er teljast til úrgangs enda gilda þá lög nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs. Reglugerð þessi tekur ekki til sjávarspendýra.

4. gr.

Eftirlit.

Matvælastofnun fer með eftirlit með því að ákvæðum reglugerða skv. 1. gr. vegna aukaafurða úr dýrum sé framfylgt í samræmi við lög nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lög nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru og lög nr. 96/1997, um slátrun og sláturafurðir.

5. gr.

Þvingunarúrræði og viðurlög.

Um brot gegn reglugerð þessari fer samkvæmt 9. gr. og 9. gr. a - 9. gr. e laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, lögum nr. 96/1997, um slátrun og sláturafurðir eða lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim.

6. gr.

Lagastoð.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 13. og 29. gr. a laga nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, 7. gr. laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru og 17. gr. a laga nr. 96/1997, um slátrun og sláturafurðir.

7. gr.

Gildistaka.

Reglugerðin öðlast þegar gildi. Þó taka efnisákvæði reglugerða framkvæmda­stjórnar­innar skv. 1. gr. er varða aukaafurðir úr landdýrum ekki gildi fyrr en 1. nóvember 2011.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 3. mars 2011.

Jón Bjarnason.

Baldur P. Erlingsson.

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica