REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 170/1987
um þátttöku almannatrygginga í bifreiðakaupum fatlaðra.
1. gr.
3. mgr. 2. gr. orðist svo:
Styrkir samkvæmt reglum þessum skulu veittir ekki oftar en á fjögurra ára fresti.
2. gr.
5. gr. orðist svo:
Tryggingastofnun ríkisins annast greiðslu styrkja samkvæmt reglum þessum til eftirfarandi aðila sem hér segir:
1. |
Þeir, sem eru bundnir hjólastól, nota hækjur, spelkur eða gervilimi o.þ.h.: |
1.000.000 kr. |
2. |
Aðrir hreyfihamlaðir: |
250.000 kr. |
3. |
Þeir aðrir hreyfihamlaðir, sem fá styrk til kaupa á bifreið í fyrsta sinn: |
500.000 kr. |
Greiðslur miðast við:
60 bifreiðar á ári, sbr. 1. tölul.,
375 bifreiðar á ári, sbr. 2. tölul.,
og 20 bifreiðar á ári, sbr. 3. tölul.
Afgreiðslunefnd er heimilt að breyta fjölda styrkja eftir greiðsluflokkum sýnist henni þörf á og fjárveiting leyfir.
Þá er heimilt að greiða styrk allt að 50% af kaupverði bifreiðar sé um að ræða einstakling, sem ekki kemst af án sérútbúinnar og dýrrar bifreiðar vegna hreyfihömlunar.
Í undantekningartilvikum má styrkur þessi nema allt að 60% af kaupverði bifreiðar og er hann þá veittur til 6 ára, sbr. 3. mgr. 2. gr.
Sé um að ræða styrki skv. 1. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar greiðast þeir úr lífeyristryggingum, en úr sjúkratryggingum sé um 2. mgr. 1. gr. að ræða.
3. gr.
Við ákvæði til bráðabirgða bætist nýr töluliður er verði 4. tölul. og orðist svo:
Afgreiðslunefnd skal gera tillögur til tryggingaráðs um úthlutun 10 styrkja skv. 1. tölul. 5. gr., hver að upphæð kr. 700.000 til þriggja ára, og 40 styrkja skv. 2. tölul. 5. gr., hver að upphæð kr. 235.000 til fimm ára. Skulu tillögurnar miðast við fyrirliggjandi umsóknir vegna úthlutunar á árinu 1999 og skulu styrkir koma til greiðslu fyrir 1. nóvember 1999.
4. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 11. gr. laga nr. 118/1993 um félagslega aðstoð, samkvæmt heimild í 2. mgr. 13. gr. sömu laga, sbr. a-lið 1. mgr. 33. gr. laga um almannatryggingar nr. 117/1993 og 66. gr. sömu laga, öðlast gildi 1. maí 1999.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 15. apríl 1999.
Ingibjörg Pálmadóttir.
Jón Sæmundur Sigurjónsson.