Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

245/1996

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 59/1996 um heimilisuppbót, sérstaka heimilisuppbót og frekari uppbætur samkvæmt 9. og 10. gr. laga nr. 118/1993 um félagslega aðstoð. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð nr. 59/1996 um heimilisuppbót,

sérstaka heimilisuppbót og frekari uppbætur samkvæmt

9. og 10. gr. laga nr. 118/1993 um félagslega aðstoð.

 

1. gr.

                1. mgr. 8. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

                Heimilt er að greiða frekari uppbætur til elli- og örorkulífeyrisþega ef sýnt þykir að lífeyrisþegi geti ekki framfleytt sér án þess. Við mat á því hvort lífeyrisþegi geti framfleytt sér skal taka tillit til eigna og tekna bótaþega, þar á meðal bóta almannatrygginga og kostnaðar sbr. 2. mgr. Frekari uppbætur skulu þó aldrei greiddar til lífeyrisþega sem á eignir í peningum eða verðbréfum yfir 2.500.000 kr., eða hefur heildartekjur, að meðtöldum bótum almannatrygginga yfir 75.000 kr. á mánuði.

 

2. gr.

                9. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

                Hámark uppbótar skal vera sem hér segir:

                1.             Lífeyrisþegi, sem er í hjúskap eða óvígðri sambúð: 90%.

                2.             Lífeyrisþegi, sem býr einn og er á eigin vegum og nýtur heimilisuppbótar: 70%.

                3.             Lífeyrisþegi, sem er einhleypur og nýtur umönnunar: 120%.

                4.             Lífeyrisþegi, sem nýtur sérstakrar heimilisuppbótar: 35%.

                Ef einhleypur lífeyrisþegi, sem nýtur umönnunar, getur sýnt fram á verulegan umönnunar-, sjúkra- eða lyfjakostnað sem sjúkratryggingar greiða ekki, og/eða greiðir húsaleigu, er þó heimilt að greiða honum allt að 140 % uppbót. Heimilt er að greiða lífeyrisþega sem nýtur sérstakrar heimilisuppbótar og frekari uppbótar skv. 2. og 3. tl. 8. gr. allt að 40% uppbót.

 

3. gr.

                Við 10. gr. bætist svohljóðandi málsgrein:

                Tryggingastofnun semur drög að vinnureglum um ákvarðanir og mat á greiðslu frekari uppbóta. Reglurnar skulu sendast Tryggingaráði og öðlast þær gildi við staðfestingu þess.

 

4. gr.

                Ákvæði til bráðabirgða orðast svo:

                Tryggingastofnun ríkisins skal endurskoða allar fyrri ákvarðanir um greiðslu frekari uppbóta og skal þeirri endurskoðun lokið fyrir 1. september 1996.

 

5. gr.

                Reglugerð þessi er sett samkvæmt 13. gr. laga nr. 118/1993 um félagslega aðstoð og öðlast gildi 1. maí 1996. Fjárhæðir í reglugerð þessari breytast í samræmi við reglur ákvæðis til bráðabirgða um almannatryggingar nr. 117/1993 sbr. 34. gr. laga nr. 144/1995 um ráðstafanir í ríkisfjármálum og reglugerða sem settar eru með stoð í þeim.

 

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 29. apríl 1996.

 

Ingibjörg Pálmadóttir.

Sólveig Guðmundsdóttir.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica