Fjármálaráðuneyti

170/1995

Reglugerð um endurgreiðslu vörugjalds af hópferðabifreiðum. - Brottfallin

Reglugerð um endurgreiðslu vörugjalds af hópferðabifreiðum.

1. gr.

Hópferða- og sérleyfishafar og fjármögnunarleigur sem keypt hafa hópferðabifreiðar á tímabilinu 1. júlí 1993 til 1. mars 1995 skulu fá endurgreitt vörugjald af þessum bifreiðum, svo sem hér segir:

1. Af hópferðabifreiðum fyrir 18 manns eða fleiri að meðtöldum ökumanni skulu tveir þriðju hlutar greidds vörugjalds endurgreiddir.

2. Af hópferðabifreiðum fyrir 10-17 manns að meðtöldum ökumanni skal einn þriðji hluti greidds vörugjalds endurgreiddur.

2. gr.

Við útreikning á endurgreiðslu skv. 1. mgr. skal greitt vörugjald framreiknað miðað við lánskjaravísitölu og afskrifað um 1,25% á mánuði. Fyrningartíminn hefst við byrjun þess árs sem bifreiðin var skráð og óheimilt er að fyrna bifreiðina á því ári sem nýtingu hennar lýkur vegna sölu hennar eða annarra ástæðna.

3. gr.

Tollstjórar annast endurgreiðslu vörugjalds samkvæmt reglugerð þessari.

4. gr.

Reglugerð þessi, sem er sett samkvæmt heimild í ákvæði til bráðabirgða í lögum nr. 29 13. apríl 1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., sbr lög um breyting á þeim lögum nr. 41 7. mars 1995, öðlast þegar gildi.

Fjármálaráðuneytið, 24. mars 1995.
Friðrik Sophusson.
Jón Guðmundsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica