REGLUGERÐ
um jöfnunartoll á innfluttar kökur og majones.
1. gr.
Greiða skal í ríkissjóð við tollafgreiðslu jöfnunartoll, 24%, af kökum, sem flokkast í tnr. 1905.9009 og 16% af majonesi sem flokkast tnr. 2103.9002 í viðauka I við tollalög nr. 55/1987, með áorðnum breytingum.
2. gr.
Jöfnunartollur samkvæmt 1. gr. skal lagður á tollverð vöru og skulu ákvæði 8.-10. gr. tollalaga nr. 55/1987, með áorðnum breytingum, gilda eftir því sem við getur átt.
Að því leyti sem ekki er kveðið á um vöruflokkun, gjalddaga, innheimtu, stöðvun tollafgreiðslu, lögvernd, viðurlög, refsingu og aðra framkvæmd innheimtu jöfnunartolls skulu gilda eftir því sem við getur átt ákvæði tollalaga nr. SS/1987, með áorðnum breytingum, svo og reglugerða og annarra fyrirmæla settra samkvæmt þeim.
3. gr.
Tollstjórar annast innheimtu jöfnunartolls samkvæmt reglugerð þessari og standa skil á þeim til ríkissjóðs eftir þeim fyrirmælum sem fjármálaráðuneytið setur um skil innflutningsgjalda, sbr. 15. gr. reglugerðar nr. 530/1975, um reikningsskil innheimtumanna ríkissjóðs.
4. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 118. gr. tollalaga nr. 55/1987 til að öðlast gildi þegar í stað og skal hún gilda til 30. september 1989.
Fjármálaráðuneytið, 31. mars 1989.
Ólafur Ragnar Grímsson.