Fjármálaráðuneyti

267/1991

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 160/1990 um tímabundinn tollfrjálsan innflutning bifreiða og bifhjóla. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breyting á reglugerð nr. 160/1990 um tímabundinn

tollfrjálsan innflutning bifreiða og bifhjóla.

1. gr.

Við 4. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein er orðist svo:

Ríkistollstjóri getur ákveðið að leyfi til tímabundins tollfrjáls innflutnings bifreiða og bifhjóla sé veitt með öðrum hætti en um ræðir í 1. mgr. þessarar greinar.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 7. tölul. 1. mgr., sbr. 2. mgr. 6. gr. og 148. gr. tollalaga nr. 55/1987 til að öðlast gildi þegar í stað.

Fjármálaráðuneytið, 5. júní 1991.

F. h. r.

Magnús Pétursson.

Guðrún Ásta Sigurðardóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica