Fjármálaráðuneyti

494/1992

Reglugerð um innflutningsgjald af bensíni og sérstakt bensíngjald til ríkissjóðs. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um innflutningsgjald af bensíni og sérstakt bensíngjald til ríkissjóðs.

1. gr.

Greiða skal sérstakt innflutningsgjald - bensíngjald - af bensíni. Af bensíni sem fellur undir tollskrárnúmer 2710.0012 skal greiða gjald sem nemur 22,40 kr. af hverjum lítra. Af bensíni sem fellur undir tollskrárnúmer 2710.0019 skal greiða gjald sem nemur 23,80 kr. af hverjum lítra.

2. gr.

Greiða skal í ríkissjóð sérstakt bensíngjald af innflutningi á bensíni. Frá og með 1. janúar 1993 skal gjald þetta nema kr. 4,50 af hverjum lítra.

3. gr.

Gjöld skv. 1. og 2. gr. taka einnig til bensínbirgða sem til eru í landinu hinn 1. janúar 1993 hafi ekki verið greitt af þeim gjald skv. reglugerð nr. 257/1989 um bensíngjald með síðari breytingum.

Gjöldin skal greiða hvort heldur bensínið er í vörslu eiganda eða ekki.

Hver sá, sem á eða hefur til umráða gjaldskyldar birgðir af bensíni hinn 1. janúar 1993 skal skyldur að tilkynna það innheimtumanni innan 10 daga. Eigandi eða umráðamaður þess skal skyldur til að aðstoða við að kanna birgðir óski innheimtumaður slíkrar aðstoðar.

Innheimtumaður getur krafist upplýsinga frá bensíninnflytjendum og bensínsölum um sölu samkvæmt verslunarbókum til viðskiptamanna er fram fór fyrir 1. janúar 1993.

4. gr.

Þrátt fyrir ákvæði 1. og 2. gr. skal heimilt að gera innflutningsgjald af bensíni og sérstakt bensíngjald upp miðað við sölu birgða. Frestur til greiðslu gjaldanna til innheimtumanns ríkissjóðs skal þó aldrei vera lengri en svo að þau séu greidd áður en tveir mánuðir eru liðnir frá lokum sölumánaðar.

5. gr.

Reglugerð þessi, sett samkvæmt heimild í lögum nr. 3/1987, um fjáröflun til vegagerðar, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. janúar 1993. Jafnframt fellur reglugerð nr. 257/1989 úr gildi.

Fjármálaráðuneytið, 29. desember 1992.

F. h. r.

lndriði H. Þorláksson.

Snorri Olsen.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica