Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 254/1993, um vörugjald af ökutækjum.
3. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Á fólksbifreiðar og önnur vélknúin ökutæki, sem ekki eru sérstaklega tilgreind í 4. grein, skal lagt vörugjald í eftirfarandi fjórum gjaldflokkum miðað við sprengirými aflvélar mælt í rúmsentimetrum:
Sprengirými aflvélar Sprengirými aflvélar Gjald
Flokkur bensínbifreiðar dísilbifreiðar í %
I 0-1400 0-1900 30
II 1401-2000 1901-2500 40
III 2001 - 2500 2501-3000 60
IV yfir 2500 yfir 3000 75
Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. reglugerðarinnar:
a. Við bætist nýr töluliður er verður 1. tölul. en töluröð síðari töluliða breytist samkvæmt því. Orðast hann svo:
5% vörugjald: Hópferðabifreiðar sem skráðar eru fyrir 18 manns eða fleiri að meðtöldum ökumanni.
b. e-liður 2. tölul. fellur brott.
Í stað orðsins "sex" í 9. gr. reglugerðarinnar kemur: tólf.
Við 19. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein er verður 2. mgr., sem orðast svo:
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. skal vörugjald af skráningarskyldu ökutæki vera greitt við skráningu þess, þó aldrei síðar en tólf mánuðum frá tollafgreiðslu þess.
Eftirfarandi breytingar verða á 23. gr. reglugerðarinnar:
a. 4. tölul. orðast svo:
Af leigubifreiðum til fólksflutninga skal vörugjald lækka um 3/4 hluta þess sem gjaldið er umfram 30%. Að teknu tilliti til eftirgjafar verður því gjald sem hér segir, sbr. 3. gr.:
Sprengirými aflvélar Sprengirými aflvélar Gjald
Flokkur bensínbifreiðar dísilbifreiðar í %
I 0-1400 0-1900 30
II 1401-2000 1901-2500 32,5
III 2001-2500 2501-3000 37,5
IV yfir 2500 yfir 3000 41,25
b. Við bætist nýr töluliður er verður 5. tölul. sem orðast svo:
Af hópferðabifreiðum sem skráðar eru fyrir 10-17 manns að meðtöldum ökumanni og eru í eigu hópferða- eða sérleyfishafa eða fjármögnunarleigu vegna fjármögnunarleigusamnings við hópferða- eða sérleyfishafa, skal vörugjald lækka í 20%.
c. Við bætist nýr töluliður er verður 6. tölul., sem orðast svo:
Af fólksbifreiðum sem falla í gjaldflokk II skv. 3. gr. og ætlaðar eru til útleigu hjá aðilum er hafa tilskilin leyfi til reksturs bifreiðaleigu skal vörugjald lækka í 30%.
2. tölul. 24. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Tekjur kaupanda af leiguakstri hafi a.m.k. tvö af síðustu þremur árum fyrir kaup nýrrar bifreiðar verið a.m.k. 70% af heildartekjum hans og skattskyldar árstekjur af leiguakstri eigi lægri en 1.080.000 krónur þessi tvö ár. Fjárhæð þessi breytist árlega í samræmi við skattvísitölu eins og hún er ákveðin í fjárlögum ár hvert.
Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 26. gr. reglugerðarinnar:
a. 1. tölul. orðast svo:
Innan fimm ára frá skráningardegi ökutækis þegar um er að ræða eftirgjöf skv. 2. tölul. 22. gr. og 1.-3. og 5. tölul. 23. gr.
b. Við bætist nýr tölul. er verður 3. tölul. sem orðast svo:
Innan tveggja ára frá skráningardegi ökutækis þegar um er að ræða eftirgjöf skv. 6. tölul. 23. gr.
Reglugerð þessi , sem sett er samkvæmt heimild í 28. gr. laga nr. 29 13. apríl 1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., sbr lög um breyting á þeim lögum nr. 41 7. mars 1995, öðlast þegar gildi.
Fjármálaráðuneytið, 24. mars 1995.
Friðrik Sophusson.
Jón Guðmundsson.