Félagsmálaráðuneyti

186/2003

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 909/2000, um greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði og greiðslu fæðingarstyrks. - Brottfallin

186/2003

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 909/2000, um greiðslur úr
Fæðingarorlofssjóði og greiðslu fæðingarstyrks.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. reglugerðarinnar:

a. B-liður 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi: sá tími sem foreldri fær greiðslur úr Atvinnuleysistryggingasjóði, er á biðtíma eftir slíkum greiðslum eða hefði átt rétt á þeim hefði foreldrið skráð sig án atvinnu samkvæmt lögum um atvinnuleysistryggingar nr. 12/1997, með síðari breytingum. Hið sama gildir eigi foreldri rétt á greiðslum úr Tryggingasjóði sjálfstætt starfandi einstaklinga samkvæmt lögum um Tryggingasjóð sjálfstætt starfandi einstaklinga nr. 46/1997, með síðari breytingum.
b. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi: Hlutaðeigandi úthlutunarnefnd metur hvort foreldri hefði átt rétt á greiðslum úr Atvinnuleysistryggingasjóði samkvæmt lögum um atvinnuleysistryggingar nr. 12/1997, með síðari breytingum, hefði foreldri skráð sig án atvinnu á þeim tíma sem um er að ræða, sbr. b-lið 2. mgr. Um rétt til greiðslna úr Atvinnuleysistryggingasjóði fer samkvæmt skilyrðum laga um atvinnuleysistryggingar. Hið sama gildir eigi foreldri rétt á greiðslum úr Tryggingasjóði sjálfstætt starfandi einstaklinga samkvæmt lögum um Tryggingasjóð sjálfstætt starfandi einstaklinga nr. 46/1997, með síðari breytingum.


2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 35. gr. laga um fæðingar- og foreldraorlof, nr. 95/2000, öðlast þegar gildi.


Félagsmálaráðuneytinu, 3. mars 2003.

Páll Pétursson.
Hanna Sigr. Gunnsteinsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica