Félagsmálaráðuneyti

238/2001

Reglugerð um breytingar á reglugerð nr. 570/2000 um fólkslyftur og fólks- og vörulyftur. - Brottfallin

238/2001

REGLUGERÐ
um breytingar á reglugerð nr. 570/2000 um fólkslyftur og fólks- og vörulyftur.

1. gr.

IV. kafli fellur brott.


2. gr.

Eftirfarandi falli brott úr 2. mgr. 13. gr.: sbr. einnig tilmæli 95/216/EB um að bæta öryggi lyftna sem þegar eru í notkun.


3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 3. mgr. 3. gr., 34., 38. og 47. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, að fengnum tillögum stjórnar Vinnueftirlits ríkisins, öðlast þegar gildi.


Félagsmálaráðuneytinu, 8. mars 2001.

Páll Pétursson.
Elín Blöndal.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica