Félagsmálaráðuneyti

351/1995

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 467/1991 um húsbréf og húsbréfaviðskipti. - Brottfallin

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 467/1991 um húsbréf og húsbréfaviðskipti.

1. gr.

10. tölul. 1. gr. reglugerðarinnar hljóði svo:

Íbúðarkaupandi eða húsbyggjandi telst vera að kaupa eða byggja sína fyrstu íbúð, ef hann hefur ekki átt íbúð eða hluta úr íbúð síðastliðin 3 ár.

2. gr.

1. mgr. 13. gr. reglugerðarinnar hljóði svo:

Skipta má fasteignaveðbréfi og húsbréfum fyrir fjárhæð sem nemur allt að 70% af matsverði íbúðar, sbr. 22. gr., ef umsækjandi er að kaupa eða byggja sína fyrstu íbúð, en annars allt að 65% af matsverði íbúðar, þó aldrei fyrir hærri fjárhæð en kr. 6.513.000 vegna nýrra íbúðar og vegna notaðra íbúða allt að kr. 5.427.000, þó aldrei hærri fjárhæð en kr. 3.256.000 vegna meiri háttar viðbygginga, endurbóta og endurnýjunar á notuðu íbúðarhúsnæði, þó aldrei meira en 65% af samþykktri kostnaðaráætlun vegna viðbygginga, miðað við byggingarvísitölu 1. apríl 1995, 203 stig. Hámarksfjárhæð breytist ársfjórðungslega samkvæmt byggingarvísitölu í samræmi við breytingar á vísitölum og skal vera í heilum þúsundum króna.

3. gr.

14. gr. hljóði svo:

Ekki verður skipt á húsbréfum fyrir fasteignaveðbréf sem nemur lægri fjárhæð en kr. 705.000 miðað við byggingarvísitölu 1. apríl 1995, 203 stig. Lágmarksfjárhæð breytist ársfjórðungslega í samræmi við breytingar á vísitölunni og skal vera í heilum þúsundum króna.

4. gr.

1. mgr. 15. gr. reglugerðarinnar hljóði svo:

Fasteignaveðbréf skal vera verðtryggt með vísitölu neysluverðs sem Hagstofa Íslands reiknar út og birtir með heimild í 1. gr. laga nr. 12/1995 um vísitölu neysluverðs, og hefur sömu lánskjör og þau húsbréf sem skipta á fyrir fasteignaveðbréfið, að viðbættu föstu vaxtaálagi, sbr. 2. gr.

5. gr.

3. mgr. 26. gr. hljóði svo:

Óski húsbyggjandi eða íbúðarkaupandi sem telst vera að byggja eða kaupa sína fyrstu íbúð eftir því að skipta fasteignaveðbréfi fyrir fjárhæð sem nemur allt að 70% af matsverði íbúðar skal hann leggja fram staðfestingu skattyfirvalda þess efnis að hann hafi ekki átt íbúð eða hluta úr íbúð síðastliðin 3 ár.

6. gr.

Reglugerð þessi sem sett er með heimild í lögum um Húsnæðisstofnun ríkisins nr. 97/1993, með síðari breytingum, með vísun til 27. gr. og 117. gr., öðlast gildi þegar í stað.

Félagsmálaráðuneytið, 22. júní 1995.
Páll Pétursson.
Elín Sigrún Jónsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica