Veflestur er þjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá
Félagsmálaráðuneyti

741/1997

Reglugerð um Tryggingasjóð sjálfstætt starfandi einstaklinga. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um Tryggingasjóð sjálfstætt starfandi einstaklinga.

1. gr.

Reglugerð nr. 740 um bótarétt sjálfstætt starfandi einstaklinga úr Atvinnuleysistryggingasjóði gildir um bótarétt bænda, vörubifreiðastjóra og smábátaeigenda sem falla undir gildissvið laga nr. 46/1996 um Tryggingasjóð sjálfstætt starfandi einstaklinga.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 31. gr. laga nr. 46/1997 um Tryggingasjóð sjálfstætt starfandi einstaklinga og öðlast þegar gildi. Skal hún eiga við um bótarétt samkvæmt lögum nr. 46/1997 þar til sérstök reglugerð um Tryggingasjóð sjálfstætt starfandi einstaklinga hefur tekið gildi.

Félagsmálaráðuneytinu, 29. desember 1997.

F. h. r.

Húnbogi Þorsteinsson.

Elín Blöndal.

 

 

 

Prenta reglugerð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica