1. gr.
Tafla í 14. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:
Fjöldi heimilismanna | Frítekjumörk m.v. árstekjur |
1 | 5.935.476 kr. |
2 | 7.894.184 kr. |
3 | 9.199.988 kr. |
4 | 9.971.600 kr. |
5 | 10.802.567 kr. |
6 eða fleiri | 11.633.533 kr. |
2. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er á grundvelli 4. mgr. 17. gr., sbr. 4. tölul. 1. mgr. og 2. mgr. 30. gr., laga um húsnæðisbætur, nr. 75/2016, öðlast gildi 1. janúar 2025 og gildir um húsnæðisbætur sem greiddar eru vegna leigu íbúðarhúsnæðis frá og með þeim degi.
Innviðaráðuneytinu, 20. desember 2024.
Sigurður Ingi Jóhannsson.
Ingilín Kristmannsdóttir.