Prentað þann 23. feb. 2025
1613/2024
Reglugerð um fjárhæðir bóta slysatrygginga almannatrygginga fyrir árið 2025.
1. gr.
Fjárhæðir bóta samkvæmt II. kafla laga nr. 45/2015, um slysatryggingar almannatrygginga, skulu vera sem hér segir fyrir árið 2025:
- Dagpeningar, skv. 3. mgr. 11. gr., 3.090 kr. á dag.
- Dagpeningar vegna barns á framfæri, skv. 3. mgr. 11. gr., 693 kr. á dag.
- Upphæð miskabóta skv. 12. gr. fer að reiknireglu 4. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993.
- Dánarbætur, skv. a-lið 1. mgr. 13. gr., 6.391.354 kr. eingreiðsla.
- Dánarbætur, skv. 2. mgr. 13. gr., 1.254.311 kr. eingreiðsla.
2. gr.
Ef útreikningur skv. 1. mgr. 17. gr. laga nr. 108/2021 á eingreiðslu frá sjúkratryggingastofnun liggur ekki fyrir 1. janúar 2025 til þeirra sem áður hafa fengið mánaðarlegar lífeyrisgreiðslur frá Tryggingastofnun skulu þær lífeyrisgreiðslur framlengjast, þ.e. viðeigandi hlutfall af 65.730 kr. á mánuði þar til útreikningur á eingreiðslu liggur fyrir. Ef við á gildir hið sama um barnalífeyri, þ.e. viðeigandi hlutfall af 48.131 kr. á mánuði fyrir hvert barn.
3. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 23. gr. laga nr. 45/2015, um slysatryggingar almannatrygginga, sbr. 13. mgr. 32. gr. laga nr. 112/2008, um sjúkratryggingar, öðlast gildi 1. janúar 2025. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 1606/2023, um fjárhæðir bóta slysatrygginga almannatrygginga fyrir árið 2024.
Heilbrigðisráðuneytinu, 11. desember 2024.
Willum Þór Þórsson.
Sigurður Kári Árnason.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.