REGLUGERÐ
um gatnagerðargjöld í Þórshafnarhreppi í N-Þingeyjarsýslu.
1. gr.
Hreppsnefnd er heimilt að leggja gatnagerðargjöld á eignar- og leigulóðir, í Þórshafnarhreppi, eftir því sem nánar segir í þessari reglugerð. Heimilt er að leggja gatnagerðargjöld á land, sem sambærilegt telst, þó ekki sé sérstök 1óð.
2. gr.
A-gjald er gjald vegna þátttöku lóðarhafa í kostnaði við að gera undirbyggða götu með vatns- og holræsalögnum og B-gjald vegna þátttöku lóðarhafa í því að setja bundið slitlag á götu og ganga frá gangstétt.
3. gr.
A- og B-gjald skal miða við ákveðinn hundraðshluta byggingakostnaðar á rúmmetra í fjölbýlishúsi, eins og hann er hverju sinni skv. útreikningi Hagstofu Íslands, sem hér segir:
A-gjald B-gjald
Einbýlishús og tvíbýlishús á tveimur hæðum ....................... 1,5% 2,5%
Tveggja hæða raðhús ...................................................... 1,8`% 1,6%
Raðhús á einni hæð .......................................................... 1,8% 1,8%
Fjölbýlishús ...................................................................... 1,5% 1,2%
Verslunar- og skrifstofubyggingar ..................................... 3,0% 3,0%
Opinberar byggingar ........................................................ 3,0% 3,0%
Iðnaðarhús, vörugeymslur og annað atv.húsn...................... 1,5% 1,2%
Önnur hús ........................................................................ 2,0% 1,6%
Auk þess skal lóðarhafi greiða kr. 10,00 af hverjum fermetra lóðar. Gjald skal miða við stærð húss, skv. samþykktum uppdrætti. Nú er ekki fyrir hendi samþykktur uppdráttur, og skal þá miða við stærð húss sem skipulag gerir ráð fyrir eða rúmmetrastærð eins og hún er talin af Fasteignamati ríkisins.
Ávallt skal þó miða við eftirtaldar lágmarksstærðir:
Einbýlishús með tilheyrandi bílskúr og útihúsum ................................. 500 m2
Raðhús,tvíbýlishús,hveríbúð .............................................................. 400 m2
Fjölbýlishús,hveríbúð ........................................................................ 300 m2
Í atvinnuhúsnæði skal við útreikning rúmmáls til gatnagerðargjalda miðað við lofthæð 3,3 metra að innanmáli, nema uppdráttur sýni annað.
Framangreindar reglur gilda, ef hús er stækkað, að því er til stækkunar tekur.
4. gr.
Gjöld skv. 3. gr. breytast samkvæmt vísitölu byggingakostnaðar og miðast við vísitölu eins og hún er í október 1983 149 stig.
5. gr.
Gjalddagar A-gjalda skv. 3. gr. skulu vera sem hér segir: Við úthlutun greiðist 30%, eftir 6 mánuði greiðist 35% og eftir 12 mánuði greiðast 35%. Heimilt er þó að gefa út skuldabréf fyrir eftirstöðvum til þriggja ára og sé það verðtryggt skv. lánskjaravísitölu. Úthlutun er háð því að full skil verði gerð áður en byggingaleyfi er veitt eða áður en lóðarsamningur er útgefinn.
6 gr.
Gjalddagar B-gjalda skv. 3. gr: skulu vera sem hér segir: 20% greiðist er lagning varanlegs slitlags er lokið: .Eftirstöðvar skal greiða með jöfnum afborgunum;á næstu fjórum árum. Sveitarstjórn ákveður gjalddaga hverju sinni. Skuldabréf fyrir eftirstöðvum skulu vera verðtryggð samkvæmt lánskjaravísitölu. og lögum um verðtryggingu. Vextir eru þeir sömu og af gatnagerðarlánum byggðasjóðs.
7. gr.
Lóðin er veitt í því ástandi sem hún er við afhendingu, og á lóðarhafi engar kröfur á hendur hreppnum síðar vegna ástands hennar.
8. gr.
Þegar veitt er byggingaleyfi fyrir nýbyggingu eða viðbyggingu við götu sem þegar hefur verið lögð bundnu slitlagi skal greiða óæði A- og B-gjald af viðkomandi byggingu.
9. gr.
Hreppsnefnd er heimilt að víkja frá gjalddögum á B-gjaldi í eftirfarandi tilfellum:
a) Við innheimtu gatnagerðargjalds af fasteignum við götur, sem þegar hafa verið lagðar bundnu slitlagi að hluta eða að fullu.
b) Þegar greiða skal á sama tíma A-gjald og B-gjald sbr. 8. gr.
c) Þegar í hlut eiga ,efnalitlir 0g/eða örorkulífeyrisþegar.
10. gr.
Byggingarfrestur er 12 mánuðir, þ.e.a.s. að lóð fellur til sveitarfélagsins , hafi framkvæmdir ekki verið hafnar innan þess tíma frá veitingu hennar, nema veitingin hafi verið háð öðrum skilmálum um byggingarfrest.
11. gr:
Noti lóðarhafi ekki veitta lóð, skál hann eiga rétt á endurgreiðslu á greiddu gatnagerðargjaldi A, svo sem hér segir:
Eftir 6 mánuði greiðast 50%.
Eftirstöðvar greiðast eftir 12 mánuði.
Verði lóðin vein að nýju innan þess tíma; skal fyrri lóðarhafi fá gatnagerðargjaldið endurgreitt, þegar greiðsla samkvæmt þeirri úthlutun fer fram.
12. gr.
Hreppsnefnd er heimilt að lækka eða hækka gjöld. Skv. 3. gr. allt að 50% ;: án þess að til komi samþykki ráðuneytisins.
13 gr.
Samanlögð álögð gatnagerðargjöld mega þó aldrei nema meiru en sem nemur kostnaði við að fullgera götu, sbr. 2. gr. laga nr. 51/1974.
14. gr.
Gatnagerðargjöldum fylgir lögveð í fasteign; þeirri, sem lagt er á, og gengur það ásamt vöxtum.fyrir öllum veðkröfum, sem,á eigninni hvíla, og tekur það,einnig til vátryggingarfjár skv. lögum nr.. 29/1885.
Reglugerð þessi er samþykkt af hreppsnefnd Þórshafnarhrepps og staðfestist hér með samkvæmt lögum um gatnagerðargjöld nr. 51/1974, sbr. lög nr. 31/1975 til að öðlast gildi þegar í stað.
Jafnframt eru úr gildi felldar reglugerðir nr. 368, 9. okt. 1978 og nr. 254, 5. maí 1982 með síðari breytingum.
Félagsmálaráðuneytið, 3. apríl 1984.
F. h. r.
Hallgrímur Dalberg.
Hólmfríður Snæbjörnsdóttir.