Veflestur er þjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá
Heilbrigðisráðuneyti

1567/2024

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 766/2024 um þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði við tannlækningar og tannréttingar.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 15. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað fjárhæðarinnar "290.000 kr." í 1. tölul. 2. mgr. kemur: 310.000 kr.
  2. Í stað fjárhæðarinnar "430.000 kr." í 2. tölul. 2. mgr. kemur: 460.000 kr.
  3. Á eftir 6. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi: Hámarksgreiðslur Sjúkratrygginga skv. 2. mgr. skulu taka breytingum árlega í samræmi við verðlagsforsendur fjárlaga og námundaðar að næsta þúsundi.

 

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 2. mgr. 20. gr. og 55. gr. laga nr. 112/2008, um sjúkra­tryggingar, öðlast gildi 1. janúar 2025.

 

Heilbrigðisráðuneytinu, 6. desember 2024.

 

Willum Þór Þórsson.

Sigurður Kári Árnason.

Prenta reglugerð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica