REGLUGERÐ
um gatnagerðargjöld í Hofsóshreppi, Skagafjarðarsýslu.
1. gr.
Sveitarstjórn er heimilt að leggja gatnagerðargjöld á lóðir og byggingar í Hofsóshreppi eftir því sem segir nánar í samþykkt þessari.
2. gr.
Gatnagerðargjald vegna undirbyggingar, varanlegs slitlags og gangstéttar, B-gjald, skal lóðarhafi greiða þegar lagningu slitlags er lokið. Gjaldið skal miða við rúmmetra húss, miða skal við utanmál húsa og lofthæð 2,70 m á íbúðarhúsum en 3,30 m í atvinnuhúsnæði, nema uppdráttur sýni minna.
3. gr.
Gjaldið skal nema ákveðnum hundraðshluta byggingarkostnaðar á m' eins og hann er talinn á hverjum tíma of Hagstofu Íslands svo sem hér segir:
Einbýlishús, tvíbýlishús og raðhús ................................................................................ 5,0%
Fjölbýlishús .................................................................................................................... 3,5%
Verslanir og skrifstofuhúsnæði ...................................................................................... 5,0%
Iðnaðarhús, vörugeymslur og átvinnuhúsnæði .............................................................. 3,5%
Opinberar byggingar ....................................................................................................... 5,0%
Önnur hús skv. nánari ákvörðun hreppsnefndar ........................................................ 3,0-5,0%
Gjald of íbúðarhúsnæði skal aldrei vera lægra en sem svarar af 250 m*3.
Auk þessa gjalds skulu lóðarhafar greiða í gatnagerðargjald kr. 20,00 of hverjum fermetra lóðar.
4. gr.
Upphæð gatnagerðargjalds samkvæmt 3. gr. skal miða við þá vísitölu sem í gildi er, þegar lagning bundins slitlags fer fram. Nú breytist vísitalan meðan verk fer fram, skal þá miðað við meðalvísitölu á því tímabili sem um er að ræða.
5. gr.
Gatnagerðargjald samkvæmt 3. gr. greiðist þannig að 20% greiðast þegar lagningu bundins slitlags er lokið. Eftirstöðvar greiðast með skuldabréfi með jöfnum árlegum afborgunum á næstu 4 árum. Gjalddagi afborgana er 1. jú1í. Vextir og verðtrygging skal vera samkvæmt kjörum Byggðasjóðs í samræmi við kjör þau er hann veitir 1án til varanlegrar gatnagerðar.
6. gr.
Heimilt er að veita staðgreiðsluafslátt allt að 10% eftir ákvörðun hreppsnefndar á hverjum tíma.
7. gr.
Skuldabréfin sem gefin kunna að verða út vegna gatnagerðargjalda skulu vera með veði í fasteign þeirri sem gjöldin eru lögð á og tekur það einnig til vátryggingarfjár eignarinnar.
8. gr.
Heimilt er hreppsnefnd að fresta innheimtu gjalda of eigendum fasteigna sem náð hafa 67 ára aldri og þeim er eiga við sjúkdóma að stríða. Verði húseign seld, sem gjaldfrest hefur fengið á gatnagerðargjaldi skal sveitarstjórn innheimta gjaldið eins og það var, þegar álagning fór fram, enda sé kvöðinni þinglýst á viðkomandi fasteign.
9. gr.
Heimilt er að taka gjöld þessi lögtaki samkv. lögum nr. 29/1885.
Sveitarstjórn sker úr um meiriháttar ágreining sem rísa kann um álagningu og innheimtu samkvæmt reglugerð þessari.
Reglugerð þessi, sem samin er og samþykkt of hreppsnefnd Hofsóshrepps í Skagafjarðarsýslu, staðfestist hér með samkvæmt lögum nr. 51 16. maí 1974 um gatnagerðargjöld sbr. lög nr. 31/1975 til þess að öðlast gildi þegar í stað.
Félagsmálaráðuneytið, 4. ágúst 1983.
F. h. r.
Hallgrímur Dalberg.
Hólmfríður Snæbjörnsdóttir