Prentað þann 8. apríl 2025
150/2015
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 550/2012, um mat á vegnum fjármagnskostnaði sem viðmið um leyfða arðsemi við ákvörðun tekjumarka sérleyfisfyrirtækja í flutningi og dreifingu á raforku.
1. gr.
Málsliðir 3 og 4 í 4. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar falla brott.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 12. gr. raforkulaga nr. 65/2003, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi. Jafnframt er felld úr gildi eldri breytingarreglugerð nr. 978/2014. Reglugerðin nær til setningar tekjumarka frá og með árinu 2011. Við ákvörðun vegins fjármagnskostnaðar vegna tekjumarkatímabilsins 2011 til 2015, og árlegra endurskoðana, skal byggja á viðmiðum og öðrum upplýsingum sem fyrirliggjandi voru á þeim tíma þegar taka átti ákvörðun, sbr. 3. mgr. 13. gr. reglugerðarinnar.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 13. febrúar 2015.
F. h. iðnaðar- og viðskiptaráðherra,
Kristján Skarphéðinsson.
Ingvi Már Pálsson.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.