Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti

1488/2024

Reglugerð um fjárhæðir bóta almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar fyrir árið 2025.

1. gr.

Fjárhæðir bóta samkvæmt lögum nr. 100/2007, um almannatryggingar, og greiðslur samkvæmt 42. gr. sömu laga, skulu vera sem hér segir fyrir árið 2025:

Lífeyristryggingar kr. á mánuði kr. á ári
Ellilífeyrir, skv. 21. gr. 347.521 4.170.252
Hálfur ellilífeyrir, skv. 21. gr. 173.761 2.085.132
Örorkulífeyrir, skv. 26. gr. 65.730 788.760
Örorkustyrkur, skv. 1. mgr. 27. gr. 48.591 583.092
Örorkustyrkur, skv. 2. mgr. 27. gr. 65.730 788.760
Tekjutrygging, skv. 2. mgr. 28. gr. 210.485 2.525.820
Aldursviðbót (100%), skv. 29. gr. 65.730 788.760
Barnalífeyrir, skv. 6. mgr. 40. gr. 48.131 577.572

 

Annað kr. á dag kr. á mánuði kr. á ári
Ráðstöfunarfé, skv. 3. mgr. 38. gr.   104.321 1.251.852
Dagpeningar utan stofnunar, skv. 4. mgr. 38. gr. 5.067    
Fyrirframgreiðsla meðlags, skv. 1. mgr. 42. gr.   48.131 577.572

 

2. gr.

Fjárhæðir bóta samkvæmt lögum nr. 99/2007, um félagslega aðstoð, skulu vera sem hér segir fyrir árið 2025:

  kr. á mánuði kr. á ári
Mæðra- og feðralaun með tveimur börnum, skv. 2. mgr. 2. gr. 13.936 167.232
Mæðra- og feðralaun með þremur börnum eða fleiri, skv. 2. mgr. 2. gr. 36.228 434.736
Barnalífeyrir, skv. 3. gr. 48.131 577.572
Umönnunargreiðslur (100%), skv. 1. mgr. 4. gr. 260.427 3.125.124
Makabætur og umönnunarbætur (80%), skv. 5. gr. 220.969  2.651.628
Dánarbætur, skv. 1. mgr. 6. gr. 71.692 860.304
Dánarbætur, skv. 2. mgr. 6. gr. 53.704 644.448
Endurhæfingarlífeyrir, skv. 3. mgr. 7. gr. 65.730 788.760
Heimilisuppbót, skv. 2. mgr. 8. gr. 87.817 1.053.804
Heimilisuppbót, skv. 3. mgr. 8. gr. 71.146 853.752
Uppbót vegna reksturs bifreiðar, skv. 10. gr. 24.295 291.540

 

3. gr.

Fjárhæðir uppbóta og styrkja vegna kaupa á bifreið samkvæmt lögum nr. 99/2007, um félags­lega aðstoð, sbr. reglugerð nr. 905/2021, um uppbætur og styrki til hreyfihamlaðra einstaklinga vegna bifreiða, skulu vera sem hér segir fyrir árið 2025:

Uppbót vegna kaupa á bifreið, skv. 3. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar   521.500 kr.
Uppbót vegna fyrstu kaupa á bifreið, skv. 3. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar   1.043.000 kr.
Styrkur til kaupa á bifreið, skv. 3. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar   2.086.000 kr.
Hámarksfjárhæð vegna kaupa á sérútbúinni bifreið, skv. 5. mgr. 8. gr. reglugerðarinnar   7.718.200 kr.
Hámarksfjárhæð vegna kaupa á hreinum rafbíl, skv. 5. mgr. 8. gr. reglugerðarinnar   8.490.020 kr.

 

4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 63. gr, sbr. 62. gr. laga um almannatryggingar, og 14. gr. laga nr. 99/2007, um félagslega aðstoð, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. janúar 2025. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 1411/2023, um fjárhæðir bóta almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar fyrir árið 2024.

 

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, 27. nóvember 2024.

 

Bjarni Benediktsson.

Jóna Guðný Eyjólfsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica