Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti

1484/2024

Reglugerð um desemberuppbætur til maka- og umönnunarbótaþega árið 2024.

1. gr.

Gildissvið.

Reglugerð þessi gildir um desemberuppbætur til þeirra sem fá greiddar maka- eða umönnunar­bætur á árinu 2024.

Tryggingastofnun ríkisins annast framkvæmd reglugerðarinnar.

 

2. gr.

Desemberuppbót.

Einstaklingur sem hefur fengið greiddar maka- eða umönnunarbætur skv. 5. gr. laga um félags­lega aðstoð, nr. 99/2007, á árinu 2024 skal fá greidda desemberuppbót að fjárhæð 63.558 kr. enda hafi greiðsluþegi fengið mánaðarlegar greiðslur allt árið 2024.

Greiðsluþegi sem hefur fengið greiddar maka- eða umönnunarbætur skemur en tólf mánuði á árinu 2024 á rétt á hlutfallslegri desemberuppbót skv. 1. mgr. í samræmi við þann tíma sem hann hefur fengið greiðslur á árinu. Miða skal við 1/12 fyrir hvern mánuð.

 

3. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 63. gr., sbr. 62. gr., laga um almanna­tryggingar, nr. 100/2007, og 2. mgr. 14. gr. laga um félagslega aðstoð, nr. 99/2007, öðlast þegar gildi. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 1420/2023, um desemberuppbætur til maka- og umönnunar­bótaþega árið 2023.

 

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, 27. nóvember 2024.

 

Bjarni Benediktsson.

Jóna Guðný Eyjólfsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica