Félagsmálaráðuneyti

36/1974

Reglugerð um holræsi í Sauðárkrókskaupstað. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um holræsi í Sauðárkrókskaupstað.

 

1. gr.

            Þar sem bæjarstjórn hefur látið leggja holræsi í götu, veg eða opið svæði, er hverjum húseiganda, sem lóð á þar að, skylt að leggja á sinn kostnað ræsi frá hús­inu, sem flytji allt skólp frá húsinu út í aðalræsið. Regnvatn af húsi og lóð skal einnig, að svo miklu leyti sem unnt er, lent í holræsið. Tenging við aðalæð er að­eins heimil undir umsjón viðkomandi stafsmanna bæjarins. Ef húseigandi van­rækir að leggja holræsi innan hæfilegs frests, sem bæjarstjórn tiltekur, eða vatns­og skólpveitunefnd fyrir hennar hönd, skal verkið unnið á hans kostnað.

 

2. gr.

            Áður en húseigandi byrjar að leggja ræsi, skal hann skýra verkstjóra bæjar­ins, eða þeim, sem bæjarstjórn felur umsjón með lagningu holræsa í bænum, frá því og fá samþykki þar til. Lega, halli, stærð og gerð pípna, brunna, vatnslása og yfirleitt alls þess, sem skólplögninni innan húss og utan tilheyrir, skal ákveðið í samráði við umsjónarmann. Hann skal hafa umsjón með verkinu og er húseig­anda skylt að hlýða fyrirmælum hans í öllu því, sem að tilhögun og lagningu ræs­anna lýtur.

            Skylt er húsbyggjanda að leggja fram uppdrátt, sem sýnir glögglega alla til­högun lagnarinnar. Rísi ágreiningur milli umsjónarmanns og húseiganda út af holræsalögn, skal bæjarstjórn skera tír.

 

3. gr.

            Bæjarstjórnin getur löggilt mena, sem teljast skulu hæfir að leggja og ganga frá holræsum, bæði utan húss og innan, enda sýni þeir eða sanni fyrir bæjarstjórn, að þeir séu til þess færir. Þeir einir, sem bæjarstjórn löggildir til holræsalagninga, skulu hafa rétt til að leggja og ganga frá skólpræsum, sem standa í sambandi við holræsakerfi bæjarins.

 

4, gr.

            Kostnaður við holræsagerð bæjarins greiðist úr bæjarsjóði. Til þess að stand­ast útgjöld þau, sem stafa af lagningu holræsa, ber hverjum þeim, sem hús á eða lóð eða lóðarréttindi við götu, veg eða opið svæði, sem bærinn hefur lagt holræsi í, að greiða árlega til bæjarsjóðs 0.15% af fasteignamatsverði húss og lóðar, þó aldrei minna en 1000 kr. af húsi eða hluta af húsi, sem talinn er sér í fasteignamati, enda sé skólplögn að viðkomandi húseign eða húshluta.

            Gjöld samkvæmt grein þessari er bæjarstjórn heimilt að hækka eða lækka um allt að 50 af hundraði, án þess að samþykki ráðuneytisins komi til.

 

5. gr.

            Holræsagjaldið greiðist af húseiganda, og er hann einn ábyrgur fyrir greiðslu þess gagnvart bæjarsjóði.

            Kröfur, sem bæjarsjóður kann að öðlast samkvæmt reglugerð þessari, má taka lögtaki á kostnað gjaldenda og eru gjöld þessi tryggð með lögveði í húseigninni í næstu tvö ár eftir gjalddaga með forgangsveði fyrir hvers konar samningsveði og aðfararveði.

            Gjalddagi holræsagjaldsins er 15. janúar ár hvert, i fyrsta sinn hinn 15. janúar 1974.

 

6. gr.

            Ákvæði þessarar reglugerðar nú til allra holræsa, sem bærinn hefur látið gera, enda annast hann viðhald og endurnýjun þeirra.

            Húseigendum er skylt að annast viðhald og endurnýjun ræsa frá húsum sínum að aðalræsi.

 

7. gr.

            Brot gegn reglugerð þessari varða sektum allt að kr. 10 000.00 nema þyngri refsing liggi við að lögum.

            Mál út af brotum gegn reglugerð þessari skal farið með sem opinber mál.

           

            Reglugerð þessi, sem samin er og samþykkt af bæjarstjórn Sauðárkróks stað­festist hér með samkvæmt lögum nr. 15 20. júní 1923, til þess að öðlast gildi þegar í stað og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.

            Jafnframt fellur úr gildi reglugerð um holræsi í Sauðárkrókskaupstað nr. 162/ 1959, svo og breyting við þá reglugerð nr. 72/1969.

 

Félagsmálaráðuneytið, 30. janúar 1914.

 

F. h. r.

Hallgrímur Dalberg.

Guðmundur Karl Jónason.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica