REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð um holræsagjald í Ísafjarðarbæ nr. 39/1997.
1. gr.
Við 2. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar bætist nýr málsliður svohljóðandi: Bæjarstjórn er einnig heimilt að ákvarða hámark og lágmark holræsagjalds án þess að samþykki ráðuneytisins komi til. Getur hámarks holræsagjald fyrir hvert ár numið allt að kr. 20.000 og lágmarksgjald allt að kr. 8.000.
Reglugerð þessi, sem samin er og samþykkt af bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, staðfestist hér með samkvæmt vatnalögum nr. 15/1923 til þess að öðlast þegar gildi.
Félagsmálaráðuneytinu, 7. janúar 1998.
F. h. r.
Húnbogi Þorsteinsson.
Sesselja Árnadóttir.