REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð um holræsi á Kópaskeri í Presthólahreppi,
Norður-Þingeyjarsýslu, nr. 287 17. október 1972.
3. gr. orðist svo
Kostnaður allur við holræsakerfið, þar með talið viðhald, greiðist úr hreppssjóði. Til að standast þann kostnað ber hverjum húseiganda, sem á hús að eða í námunda við götu, veg eða opið svæði, sem holræsi er lagt i, að greiða tengigjald um leið og harm tengir ræsi sitt við aðalræsi. Tengigjald ákvarðar hreppsnefnd árlega.
Auk tengigjalds greiði hver húseigandi holræsagjald til Presthólahrepps kr. 150.00 af húsi, en kr. 75.00 á íbúð i húsi umfram eina, og ennfremur 0.15% af hinu opinbera fasteignamati húss eins og það er reiknað á hverjum tíma.
Reglugerðarbreyting þessi, sem hreppsnefnd Presthólahrepps hefur samið og samþykkt, staðfestist hér með samkvæmt vatnalögum nr. 15 20. júní 1923, til þess að öðlast gildi þegar í stað og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.
Félagsmálaráðuneytið, 27. mars 1979.
F. h. r.
Hallgrímur Dalberg.
Hólmfríður Snæbjörnsdóttir