1410/2024
Reglugerð um (25.) breytingu á reglugerð nr. 900/2018 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/2470 um að koma á fót skrá Sambandsins yfir nýfæði í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/2283 um nýfæði.
1. gr.
Við 1. gr. reglugerðarinnar bætast tólf nýir töluliðir, 125., 126., 127., 128., 129., 130., 131., 132., 133., 134., 135. og 136. tölul., svohljóðandi:
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/1026 frá 8. apríl 2024 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2017/2470 að því er varðar nákvæma skilgreiningu á nýfæðinu óleóresínum úr þörungunum Haematococcus pluvialis sem eru auðug af astaxantín. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 235/2024 frá 25. október 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 85 frá 21. nóvember 2024, bls. 478.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/1027 frá 8. apríl 2024 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2017/2470 að því er varðar nákvæma skilgreiningu á nýfæðinu galaktófásykru. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 235/2024 frá 25. október 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 85 frá 21. nóvember 2024, bls. 482.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/1037 frá 9. apríl 2024 um leyfi til að setja á markað mónónatríumsalt af L-5-metýltetrahýdrófólínsýru sem nýfæði og um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2017/2470. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 235/2024 frá 25. október 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 85 frá 21. nóvember 2024, bls. 485.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/1046 frá 9. apríl 2024 um leyfi til að setja á markað betaglúkan úr smáþörungunum Euglena gracilis sem nýfæði og um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2017/2470. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 235/2024 frá 25. október 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 85 frá 21. nóvember 2024, bls. 491.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/1047 frá 9. apríl 2024 um leyfi til að setja á markað 3′-síalýllaktósanatríumsalt, sem er framleitt með því að nota afleiddan stofn Escherichia coli W (ATCC 9637), sem nýfæði og um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2017/2470. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 235/2024 frá 25. október 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 85 frá 21. nóvember 2024, bls. 497.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/1048 frá 9. apríl 2024 um leyfi til að setja á markað prótínþykkni úr Lemna gibba og Lemna minor sem nýfæði og um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2017/2470. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 235/2024 frá 25. október 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 85 frá 21. nóvember 2024, bls. 504.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/1052 frá 10. apríl 2024 um leyfi til að setja á markað kalsídíólmónóhýdrat sem nýfæði og um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2017/2470. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 235/2024 frá 25. október 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 85 frá 21. nóvember 2024, bls. 511.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/2036 frá 29. júlí 2024 um leyfi til að setja á markað 2'-fúkósýllaktósa, sem er framleiddur með afleiddum stofni Escherichia coli W (ATCC 9637), sem nýfæði og um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2017/2470. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 236/2024 frá 25. október 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 85 frá 21. nóvember 2024, bls. 522.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/2044 frá 29. júlí 2024 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2017/2470 að því er varðar nákvæma skilgreiningu og skilyrði fyrir notkun á nýfæðinu lífmassa úr gersveppnum Yarrowia lipolytica. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 236/2024 frá 25. október 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 85, frá 21. nóvember 2024, bls. 529.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/2046 frá 29. júlí 2024 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2017/2470 að því er varðar sértækar kröfur um merkingar á nýfæðinu að hluta til vatnsrofnu prótíni úr dreggjum úr byggi (Hordeum vulgare) og hrísgrjónum (Oryza sativa). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 236/2024 frá 25. október 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 85 frá 21. nóvember 2024, bls. 534.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/2048 frá 29. júlí 2024 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2017/2470 að því er varðar nákvæma skilgreiningu og skilyrði fyrir notkun á nýfæðinu prótínútdrætti úr svínsnýrum. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 236/2024 frá 25. október 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 85 frá 21. nóvember 2024, bls. 539.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/2090 frá 29. júlí 2024 um leyfi til að setja á markað blöndu af laktó-N-fúkópentaósa I og 2'-fúkósýllaktósa, sem er framleidd með því að nota afleiddan stofn Escherichia coli K-12 DH1, sem nýfæði og um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2017/2470. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 236/2024 frá 25. október 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 85 frá 21. nóvember 2024, bls. 545.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 31. gr. a laga um matvæli, nr. 93/1995.
Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.
Matvælaráðuneytinu, 29. nóvember 2024.
Bjarni Benediktsson.