Dómsmálaráðuneyti

1307/2024

Reglugerð um breytingu á reglugerð fyrir talnagetraunir Íslenskrar getspár nr. 1170/2012.

1. gr.

Í stað orðanna "Jóker kr. 200" í 1. málsl. 1. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar kemur: Jóker kr. 250.

 

2. gr.

10. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Vinningar ráðast af því hve margar útdregnar tölur þátttakandi fær miðað við rétta röð útdreg­inna talna þannig að:

  1. fyrir 5 tölur réttar greiðast kr. 2.500.000.
  2. fyrir 4 fyrstu eða 4 síðustu tölur réttar greiðast kr. 125.000.
  3. fyrir 3 fyrstu eða 3 síðustu tölur réttar greiðast kr. 12.500.
  4. fyrir 2 fyrstu eða 2 síðustu tölur réttar greiðast kr. 2.500.

 

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í lögum um talnagetraunir nr. 26/1986, öðlast gildi 24. nóvember 2024.

 

Dómsmálaráðuneytinu, 7. nóvember 2024.

 

Guðrún Hafsteinsdóttir.

Haukur Guðmundsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica