Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

1296/2011

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 810/2011 um nýtingu afla og aukaafurða. - Brottfallin

1. gr.

C-liður 2. mgr. 2. gr. orðist svo:

Fyrir skip sem vinna afla um borð gildir:

Frá og með 1. september 2011 er skipum sem vinna afla um borð í íslenskri lögsögu skylt að hirða og koma með að landi alla grálúðuhausa við veiðar í íslenskri lögsögu. Skipum sem vinna afla um borð og eru með nýtanlegt lestarrúmmál (effective space) 600-800 m3 er skylt frá og með 1. september 2012 að hirða og koma með að landi að lágmarki 30% af þorskhausum sem til falla við veiðar í lögsögu Íslands á hverju fiskveiðiári. Skipum sem eru með nýtanlegt lestarrúmmál meira en 800 m3 er skylt frá og með 1. september 2012 að hirða og koma með að landi að lágmarki 40% af þorskhausum sem til falla við veiðar í lögsögu Íslands á hverju fiskveiðiári. Heimilt er þessum skipum í stað hausa, að koma með samsvarandi magn af gellum, kinnum og/eða fésum að landi eða af öðrum afurðum sem unnar eru úr hausum um borð. Jafnframt er svo skylt að hirða og koma með að landi allan afskurð sem fellur til við snyrtingu á þorsk-, ýsu-, karfa- og ufsaflökum um borð í skipum sem vinna afla um borð og stunda veiðar í lögsögu Íslands. Lestarrúmmál skipa skv. þessum lið skal staðfest af Siglingastofnun Íslands.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum 2. gr. laga nr. 57, 3. júní 1996, um umgengni um nytjastofna sjávar, með síðari breytingum, til að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 30. desember 2011. 

F. h. r.

Jóhann Guðmundsson.

Indriði B. Ármannsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica