I. KAFLI
Gildissvið.
1. gr.
Reglugerð þessi gildir um gjöld fyrir þjónustu Hugverkastofunnar í tengslum við réttindi sem veitt eru á grundvelli laga nr. 17/1991 um einkaleyfi (ell.), nr. 45/1997 um vörumerki (vml.) og nr. 46/2001 um hönnun (hl.).
Gjöld greiðast Hugverkastofunni nema annað sé tekið fram.
Gjöld samkvæmt reglugerð þessari eru ekki endurgreidd nema um sé að ræða ofgreidd gjöld eða árgjöld sem falla til eftir beiðni um endurveitingu réttinda, verði slíkri beiðni endanlega synjað.
II. KAFLI
Einkaleyfi.
2. gr.
Einkaleyfisumsóknir.
Fyrir umsóknir um einkaleyfi skal greiða þegar við á:
kr. | |||
1. | Gjald fyrir umsókn um einkaleyfi, yfirfærða alþjóðlega einkaleyfisumsókn eða beiðni um endurmat skv. 38. gr. ell.: | ||
a. | umsóknargjald | 76.000 | |
b. | viðbótargjald fyrir hverja einkaleyfiskröfu umfram tíu | 4.900 | |
2. | Gjald skv. 36. og 37. gr. ell. | 64.900 | |
3. | Viðbótargjald vegna viðbótarfrests til að leggja inn tilskilda þýðingu vegna yfirfærðrar umsóknar | 20.500 | |
4. | Umsýslugjald fyrir milligöngu við nýnæmisrannsókn hjá alþjóðlega viðurkenndri stofnun | 8.900 |
Fyrir hlutun eða úrfellingu skal greiða umsóknargjald skv. 1. tl. 1. mgr. auk árgjalda skv. 3. gr. í samræmi við 2. mgr. 41. gr. ell.
3. gr.
Árgjöld.
Árgjöld fyrir einkaleyfisumsóknir og einkaleyfi eru sem hér segir:
Gjaldár | kr. | Gjaldár | kr. | Gjaldár | kr. |
1. | 13.000 | 8. | 39.000 | 15. | 79.000 |
2. | 13.000 | 9. | 45.000 | 16. | 85.000 |
3. | 13.000 | 10. | 50.000 | 17. | 92.000 |
4. | 24.000 | 11. | 56.000 | 18. | 98.000 |
5. | 27.000 | 12. | 61.000 | 19. | 105.000 |
6. | 30.000 | 13. | 67.000 | 20. | 111.000 |
7. | 35.000 | 14. | 72.000 |
Árgjald, sem greitt er innan sex mánaða frá gjalddaga skal hækka um 20%.
4. gr.
Útgáfa einkaleyfis.
Fyrir útgáfu einkaleyfis skal greiða þegar við á:
kr. | ||
1. | Útgáfugjald fyrir fyrstu 40 blaðsíður einkaleyfisskjals (lýsing, einkaleyfiskröfur, teikningar og ágrip) | 40.000 |
2. | Viðbótargjald fyrir hverja síðu umfram 40 | 1.500 |
3. | Viðbótargjald fyrir hverja einkaleyfiskröfu sem bætt er við eftir innlögn umsóknar | 4.900 |
4. | Gjald fyrir endurútgáfu einkaleyfis | 40.000 |
5. | Gjald fyrir leiðréttingu á kröfum einkaleyfis og endurútgáfu | 40.000 |
5. gr.
Evrópsk einkaleyfi.
Fyrir evrópsk einkaleyfi, svo sem staðfestingu einkaleyfis, endurútgáfu eða fyrir útgáfu leiðréttrar þýðingar greiðast | kr. | 43.000 |
6. gr.
Viðbótarvottorð.
Vegna umsóknar um viðbótarvernd og útgáfu viðbótarvottorðs skal greiða eftir því sem við á:
kr. | ||
1. | Umsóknargjald | 76.000 |
2. | Gjald fyrir framlengingu á viðbótarvottorði | 56.200 |
3. | Árgjald fyrir hvert byrjað gjaldár viðbótarvottorðs | 111.000 |
4. | Gjald fyrir meðhöndlun tilkynningar um nýtta undanþágu frá viðbótarvernd | 8.200 |
Árgjald skv. 3. tl. 1. mgr., sem greitt er innan sex mánaða frá gjalddaga, hækkar um 20%.
7. gr.
Takmörkun á verndarsviði.
Gjald fyrir beiðni um takmörkun á verndarsviði einkaleyfis | kr. | 40.000 |
8. gr.
Andmæli.
Tilkynning um andmæli gegn einkaleyfi | kr. | 50.000 |
9. gr.
Samtalsleit einkaleyfa.
Þjónusta við forskoðun á nýnæmi og einkaleyfishæfi uppfinningar | kr. | 40.000 |
III. KAFLI
Vörumerki, félagamerki og ábyrgðar- og gæðamerki.
10. gr.
Umsókn eða endurnýjun merkis.
Fyrir umsókn um skráningu merkis eða endurnýjun þess skal greiða eftirtalin gjöld þegar við á:
kr. | ||
1. | Umsóknar- eða endurnýjunargjald, einn vöru- eða þjónustuflokkur innifalinn | 40.600 |
2. | Viðbótargjald fyrir hvern vöru- og/eða þjónustuflokk umfram einn | 8.900 |
Gjöld fyrir tilnefningu á Íslandi í umsókn um alþjóðlega skráningu vörumerkis eða vegna endurnýjunar þeirra eru greidd til Alþjóðahugverkastofnunarinnar (WIPO).
11. gr.
Breyting á merki, reglum eða beiðni um hlutun.
Beiðni um breytingu samkvæmt 1. eða 2. mgr. 24. gr. vml. | kr. | 10.000 |
Beiðni um hlutun umsóknar eða skráningar | kr. | 29.900 |
12. gr.
Andmæli og afnám skráningar.
Tilkynning um andmæli eða krafa um að skráning merkis verði felld niður eða felld úr gildi | kr. | 50.000 |
13. gr.
Samanburðarleit fyrir vörumerki.
Leit í vörumerkjaskrá að sambærilegu merki | kr. | 8.000 |
Útheimti beiðni um leit skv. 1. mgr. verulega úrvinnslu gagna eða leit í skjalasafni reiknast að auki tímagjald samkvæmt 20. gr. eftir því sem við á.
IV. KAFLI
Hönnun.
14. gr.
Umsókn um skráningu eða endurnýjun hönnunar.
Fyrir umsókn um skráningu hönnunar skal greiða eftir því sem við á:
kr. | ||
1. | Umsóknargjald fyrir hvert fimm ára tímabil | 24.000 |
2. | Umsóknargjald fyrir hverja hönnun umfram eina í samskráningu fyrir hvert fimm ára tímabil | 6.000 |
3. | Gjald fyrir hverja mynd umfram eina | 4.900 |
4. | Rannsóknargjald | 20.000 |
Ef óskað er eftir því við innlagningu umsóknar að skráning hönnunar gildi í fleiri en eitt tímabil í senn skal greiða umsóknargjald fyrir hvert tímabil sem skráningunni er ætlað að ná yfir.
Fyrir endurnýjun á skráningu hönnunar skal greiða eftir því sem við á:
kr. | ||
1. | Endurnýjunargjald fyrir hvert fimm ára tímabil | 43.000 |
2. | Endurnýjunargjald fyrir hverja hönnun umfram eina í samskráningu fyrir hvert fimm ára tímabil | 14.800 |
15. gr.
Brottfall skráningar.
Gjald vegna kröfu um að skráning verði felld úr gildi | kr. | 15.000 |
V. KAFLI
Ýmis ákvæði.
16. gr.
Umsýsla alþjóðlegra umsókna.
Umsýslugjald fyrir móttöku og meðhöndlun alþjóðlegrar einkaleyfis-, vörumerkja- eða hönnunarumsóknar | kr. | 20.300 |
17. gr.
Endurupptaka og endurveiting réttinda.
Gjald fyrir beiðni um endurupptöku | kr. | 13.000 |
Gjald fyrir beiðni um endurveitingu réttinda til einkaleyfis eða hönnunar | kr. | 50.000 |
18. gr.
Innfærsla í málaskrá.
Gjald fyrir beiðni um innfærslu upplýsinga um aðilaskipti, nytjaleyfi eða veðsetningu | kr. | 8.200 |
Gjald fyrir beiðni um aðrar innfærslur í málaskrá, s.s. breyting á nafni eða heimilisfangi umsækjanda/eiganda, breyting á tegund merkis, tilgreiningu vöru og/eða þjónustu eða breytingar varðandi umboðsmann | kr. | 4.200 |
19. gr.
Afrit af gögnum í málaskrá.
Fyrir afrit af aðgengilegum gögnum úr málaskrá skal greiða eftir því sem við á:
kr. | ||
1. | Rafrænt afrit af umsókn eða af veittu einkaleyfi, skráðu merki eða hönnun eða öðrum skjölum úr skjalavistunarkerfi | 1.500 |
2. | Staðfest afrit af skjölum skv. 1. tl. eða útgáfa forgangsréttarskjals | 5.400 |
3. | Útprentun eða ljósritun gagna, hver síða í stærðinni A4 | 400 |
Ef beiðni um afrit skv. 1. mgr. útheimtir verulega úrvinnslu gagna eða leit í skjalasafni reiknast að auki tímagjald samkvæmt 20. gr. eftir því sem við á.
20. gr.
Þjónustuverkefni.
Fyrir þjónustu, sem verður ekki heimfærð undir einingarverð reglugerðarinnar, svo sem umfangsmikla leit, athuganir, úrvinnslu eða tölvuútskriftir, greiðist tímagjald | kr. | 8.200 |
21. gr.
Áfrýjun.
Gjald vegna áfrýjunar á grundvelli laga um einkaleyfi, vörumerki, hönnun eða félagamerki | kr. | 120.000 |
Áfrýjunargjald greiðist ráðuneytinu við afhendingu bréfs um áfrýjun.
Sé mál afturkallað áður en áfrýjunarnefnd er fullskipuð, málinu vísað frá áfrýjunarnefnd eða það vinnst skal ráðuneytið endurgreiða 100.000 kr.
VI. KAFLI
Lokaákvæði.
22. gr.
Gildistaka.
Reglugerð þessi er sett skv. heimild í 68. gr. laga nr. 17/1991 um einkaleyfi, 63. gr. laga nr. 45/1997 um vörumerki, 36. gr. og 53. gr. laga nr. 46/2001 um hönnun og öðlast gildi 15. febrúar 2025.
Jafnframt fellur úr gildi reglugerð nr. 536/2023.
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu, 14. nóvember 2024.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Ásdís Halla Bragadóttir.