Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Prentað þann 14. apríl 2025

Breytingareglugerð

1248/2022

Reglugerð um breytingu á hafnarreglugerð fyrir Faxaflóahafnir sf., nr. 798/2009.

1. gr.

2. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Stjórn hafnanna.

Eigandi hafnanna er Faxaflóahafnir sf. sem er sameignarfélag í eigu Reykjavíkurborgar, Borgarbyggðar, Akraneskaupstaðar, Skorradalshrepps og Hvalfjarðarsveitar. Fyrirtækið fellur undir skilgreiningu VI. kafla hafnalaga nr. 61/2003.

Æðsta vald í málefnum Faxaflóahafna sf. er í höndum aðalfundar og lögmætra eigendafunda samkvæmt samþykktum félagsins. Stjórn sameignarfélagsins, sem nefnist hafnarstjórn, fer með málefni félagsins á milli aðalfunda. Hafnarstjórn skipa sjö fulltrúar og jafnmargir til vara. Skipting sæta í stjórn félagsins fer eftir ákvæðum gildandi sameignarfélagssamnings Faxaflóahafna sf.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 4. gr. hafnalaga nr. 61/2003 og öðlast þegar gildi.

Innviðaráðuneytinu, 10. nóvember 2022.

Sigurður Ingi Jóhannsson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.