Prentað þann 14. apríl 2025
124/2016
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1043/2008 um flug- og vinnutímamörk og hvíldartíma flugverja.
1. gr.
2. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
I. viðauki við reglugerð þessa, sem telst hluti hennar, hefur að geyma ákvæði varðandi flutningaflug á flugvél, að undanskildu því flugi sem fellur undir II. og III. viðauka við reglugerð þessa. I. viðauki samanstendur af FTL-kafla, fartíma og vinnutímamörk og reglur um hvíldartíma, í III. viðauka við reglugerð framkvæmdastjórnar ESB nr. 965/2012, sbr. reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 83/2014.
II. viðauki við reglugerð þessa, sem telst hluti hennar, hefur að geyma sértæk ákvæði varðandi:
a) | Einn flugmann í áhöfn flugvélar í flutningaflugi og verkflugi. | |
b) | Sjúkraflug flugvélar. | |
c) | Verkflug flugvélar. | |
d) | Kennsluflug flugvélar. |
III. viðauki við reglugerð þessa, sem telst hluti hennar, hefur að geyma sértæk ákvæði varðandi:
a) | Flutningaflug þyrlu, þ.m.t. sjúkraflug með þyrlu. | |
b) | Verkflug, þ.m.t. leitar- og björgunarflug með þyrlu. | |
c) | Kennsluflug með þyrlu. |
2. gr.
1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Um meðferð undanþágubeiðna vegna ákvæða í viðauka I er nánar kveðið á í 14. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 216/2008, sem innleidd var með reglugerð nr. 812/2012 um sameiginlegar reglur um almenningsflug og stofnun Flugöryggisstofnunar Evrópu.
3. gr.
Með reglugerð þessari breytist efni I. viðauka þannig að í stað ákvæða Q-kafla í III. viðauka við reglugerð ráðsins nr. 3922/91 um samræmingu á tæknikröfum og stjórnsýslumeðferð á sviði flugmála með síðari breytingum, samanstendur I. viðauki af FTL-kafla, fartíma og vinnutímamörk og reglur um hvíldartíma, í III. viðauka við reglugerð framkvæmdastjórnar ESB nr. 965/2012, sbr. reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 83/2014.
4. gr. Gildistaka.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 4. mgr. 37. gr., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998, með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.
Reglugerðin kemur til framkvæmda 18. febrúar 2016, nema ákvæði e-liðar í ORO.FTL.205 í III. viðauka við reglugerð (ESB) nr. 965/2012, sbr. reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 83/2014, sem koma skulu til framkvæmda 17. febrúar 2017.
Innanríkisráðuneytinu, 28. janúar 2016.
F. h. r.
Sigurbergur Björnsson.
Gunnar Örn Indriðason.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.