1. gr.
2. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi: Sauðfjárframleiðendur sem uppfylla skilyrði um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu á tímabilinu frá 1. janúar 2017 til 31. desember 2026 eiga rétt til sérstakra álagsgreiðslna úr ríkissjóði til samræmis við samning um starfsskilyrði sauðfjárræktar frá 19. febrúar 2016.
2. gr.
10. tölul. 1. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:
Gæðahandbók: Rafræn handbók sem er ætlað að skjalfesta framleiðsluaðferðir og framleiðsluaðstæður á sauðfjárbúum til hagnýtingar við ákvarðanatöku í rekstri og markaðssetningu afurða. Matvælastofnun skal annast útgáfu, endurskoðun og dreifingu hennar með rafrænum hætti.
3. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. reglugerðarinnar:
4. gr.
Við 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar bætist nýr liður sem verður f. liður svohljóðandi: Önnur fóðuröflun. Upplýsingar um aðkeypt fóður sem ekki fellur undir b. lið. Skrá skal seljendur fóðurs, tegund og magn. Notkun erfðabreytts fóðurs er bönnuð skv. reglugerð nr. 878/2016 um bann við notkun erfðabreytts fóðurs í sauðfjárrækt.
5. gr.
9. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:
Afurðaskýrsluhald.
Allur fjárstofn bús framleiðanda skal skráður í Fjárvís. Afurðaskýrsluhald framleiðanda skal uppfylla þær kröfur sem kveðið er á um í 4. gr. reglugerðar um stuðning við sauðfjárrækt til að það teljist fullnægjandi. Matvælastofnun er skylt að tilkynna framleiðanda fyrir 31. desember vegna haustbókar og 1. september vegna vorbókar standist hann ekki kröfur um fullnægjandi skýrsluhald. Framleiðanda skal veittur að hámarki fjögurra vikna frestur til að ganga frá fullnægjandi skýrsluhaldsskilum eða koma á framfæri andmælum. Framleiðandi sem ekki skilar fullnægjandi skýrsluhaldi innan frests telst ekki uppfylla skilyrði um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu.
Framleiðendur sem eru að hefja þátttöku í gæðastýrðri sauðfjárframleiðslu, en hafa til þess tíma ekki verið í skýrsluhaldi, skulu ganga frá skilum á vorbók eigi síðar en 20. ágúst.
Matvælastofnun skal tryggður fullnægjandi aðgangur að Fjárvís og undirliggjandi gagnagrunni m.a. til að tryggja að Fjárvís uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til fullnægjandi afurðaskýrsluhalds.
6. gr.
2. mgr. 12. gr. reglugerðarinnar fellur brott.
7. gr.
20. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:
Fjárhæð álagsgreiðslna vegna gæðastýrðrar sauðfjárframleiðslu er háð samningi um starfsskilyrði sauðfjárræktar frá 19. febrúar 2016 og fjárlögum hvers árs.
Greitt er álag á allt framleitt kindakjöt frá framleiðendum sem uppfylla kröfur samkvæmt reglugerð þessari.
Heimilt er að beita stuðlum til að greiða mishátt álag á einstaka flokka lambakjöts eða annars kindakjöts eða vegna mismunandi sláturtíma. Þá er einnig heimilt að setja þyngdartakmörk fyrir álagsgreiðslum þannig að greitt sé að hámarki út á ákveðinn kílófjölda hvers skrokks eða að skrokkur þurfi að ná ákveðinni lágmarksþyngd til að álagsgreiðsla fáist greidd. Ennfremur er heimilt að greiða álagsgreiðslur með þeim hætti að þær skiptist jafnt á skrokka sem fullnægja skilgreindum gæðakröfum.
Markaðsráð kindakjöts gerir árlega tillögu til framkvæmdanefndar búvörusamninga um hvort nýta beri heimildir skv. 3. mgr. og með hvaða hætti. Verði heimildir nýttar skulu ákvarðanir um það liggja fyrir eigi síðar en 1. nóvember árið á undan.
Um fyrirkomulag greiðslna fer eftir ákvæðum 5. gr. reglugerðar um stuðning við sauðfjárrækt.
8. gr.
21. og 22. gr. reglugerðarinnar falla brott.
9. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í búvörulögum nr. 99/1993, með síðari breytingum, 29. gr. laga nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim og 46. gr. laga nr. 55/2013 um velferð dýra. Reglugerðin öðlast gildi 1. janúar 2017.
Ákvæði til bráðabirgða.
Þrátt fyrir 4. mgr. 20. gr. reglugerðarinnar er framkvæmdanefnd búvörusamninga heimilt að taka ákvörðun um nýtingu heimildar skv. 3. mgr. 20. gr. eftir 1. nóvember 2016 fyrir árið 2017.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 15. desember 2016.
F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,
Kristján Skarphéðinsson.
Rebekka Hilmarsdóttir.