1217/2024
Reglugerð um breytingu á reglugerð um skrár lögreglu og vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi, nr. 577/2020.
1. gr.
Við 3. gr. reglugerðarinnar bætist nýr töluliður, 4. tölul., svohljóðandi:
- Lögreglu er heimilt að miðla persónuupplýsingum til embættis landlæknis að því marki sem nauðsynlegt er til að embættið geti sinnt rannsókn alvarlegra atvika í heilbrigðisþjónustu í samræmi við 10. gr. og 10. gr. a. - c. laga nr. 41/2007, um landlækni og lýðheilsu.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 34. gr. laga nr. 75/2019 um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi. Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Dómsmálaráðuneytinu, 14. október 2024.
Guðrún Hafsteinsdóttir.