I. KAFLI
Gildissvið, skilgreiningar, innleiðing og aðlögun.
1. gr.
Gildissvið.
Reglugerð þessi gildir um hvers konar flutning hergagna og varnartengdrar vöru eins og þær eru skilgreindar í reglugerð þessari, þ.m.t. útflutning, umflutning, endurútflutning, gegnumferð, umfermingu, miðlun sem og flutning með íslenskum loftförum hvar sem þau eru stödd.
Reglugerð þessi gildir ekki um flutning hergagna og varnartengdrar vöru með ríkisloftförum sem skráð eru á Íslandi eða hafa fengið formlega heimild utanríkisráðherra til farar um íslenskt yfirráðasvæði í samræmi við ákvæði laga um loftferðir.
Um flutning hergagna og varnartengdra vara með loftförum sem fljúga í gegnum íslenska lofthelgi án viðkomu hér á landi gilda ákvæði reglugerðar um flutning hergagna með loftförum.
2. gr.
Skilgreiningar.
Í reglugerð þessari er merking eftirtalinna orða og hugtaka sem hér segir:
Flutningur: útflutningur, umflutningur, endurútflutningur, gegnumferð, umferming og miðlun.
Hergögn og varnartengdar vörur: hergögn og varnartengdar vörur eins og þau eru skilgreind í sameiginlegum hergagnalista Evrópusambandsins, sbr. 1.1 tl. 3. gr. þessarar reglugerðar, með síðari uppfærslum og breytingum, sbr. 4. mgr. 4. gr.
Útflutningur: er útflutningur og umflutningur í skilningi tollalaga, nr. 88/2005, svo og endurútflutningur, með eða án endurgjalds. Hugtakið gildir einnig um flutning á hugbúnaði eða tækni með rafrænum miðlum, þ.m.t. með bréfsíma, síma, tölvupósti eða á annan rafrænan hátt til annars ríkis. Það felur í sér að gera slíkan hugbúnað og tækni tiltæk á rafrænu formi eða munnlega yfirfærslu tækni þegar tækni er lýst í gegnum talflutningamiðil fyrir einstakling eða lögaðila í öðru ríki.
Útflytjandi: aðili sem hefur heimild til að ákveða að hlutur verði sendur frá Íslandi, hefur ávinning af rétti til að ráðstafa hlut til útflutnings eða hefur meðferðis hlut sem á að flytja út og geymdur er í einkafarangri þess aðila.
Vopnasölubann: tekur til þvingunaraðgerða í formi banns við sölu á vopnum, sem innleiddar eru samkvæmt ákvæðum laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða og frystingu fjármuna, nr. 68/2023.
3. gr.
Innleiðing.
Eftirtaldar gerðir Evrópusambandsins um varnartengdar vörur skulu öðlast gildi hér á landi, með þeirri aðlögun sem getið er í 4. gr.:
1. | Sameiginleg afstaða ráðsins 2008/944/SSUÖ frá 8. desember 2008 um skilgreiningu á sameiginlegum reglum um eftirlit með útflutning á hernaðarlegri tækni og búnaði. | |
1.1. | Sameiginlegur hergagnalisti Evrópusambandsins samþykktur af ráðinu 17. febrúar 2020 (búnaður sem fellur undir sameiginlega afstöðu ráðsins 2008/944/SSUÖ um skilgreiningu á sameiginlegum reglum um eftirlit með útflutning á hernaðarlegri tækni og búnaði). Hergagnalistinn er birtur á vef Stjórnartíðinda ESB: | |
https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/HTML/?uri=CELEX:52020XG0313(07). | ||
2. | Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/43/EB frá 6. maí 2009 um einfalda skilmála og skilyrði vegna tilflutnings varnartengdra vara innan Bandalagsins. | |
2.1. | Tilmæli framkvæmdastjórnarinnar frá 11. janúar 2011 um vottun fyrirtækja á sviði varnartengdra vara skv. 9. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/43/EB um einfalda skilmála og skilyrði vegna tilflutnings varnartengdra vara innan Bandalagsins. | |
2.2. | Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1047 frá 5. mars 2021 um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/43/EB að því er varðar uppfærslu á skránni yfir varnartengdar vörur í samræmi við uppfærðan sameiginlegan hergagnalista Evrópusambandsins frá 17. febrúar 2020. | |
2.3. | Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/277 frá 5. október 2022 um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/43/EB að því er varðar uppfærslu á skránni yfir varnartengdar vörur í samræmi við uppfærðan sameiginlegan hergagnalista Evrópusambandsins frá 21. febrúar 2022. |
4. gr.
Aðlögun.
Gerðir skv. 3. gr. skulu aðlagaðar með eftirfarandi hætti:
Gerðir sem tilgreindar eru í 3. gr. binda einstaklinga, lögaðila, rekstrareiningar og stofnanir án frekari lögfestingar, eftir því sem við getur átt.
Ákvæði sem varða tilflutning á hergögnum, varnartengdum vörum og öðru milli ríkja Evrópusambandsins eiga við um útflutning til EES-ríkja.
Síðari breytingar og uppfærslur sameiginlega hergagnalista Evrópusambandsins, sbr. 1.1 tl. 3. gr. öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á vef Stjórnartíðinda Evrópusambandsins (http://eurlex.europa.eu), sbr. 8. mgr. 6. gr. a vopnalaga nr. 16/1998.
II. KAFLI
Flutningsleyfi til ríkja utan EES.
5. gr.
Leyfisskylda.
Enginn má flytja úr landi hergögn og varnartengdar vörur nema með leyfi ráðherra sem fer með utanríkismál, eða þess sem hann felur heimildarveitinguna.
Enginn má flytja úr landi vélar, tæki, eða annað sem er sérstaklega hannað eða breytt til framleiðslu, þróunar eða nota á hergögnum og varnartengdum vörum nema með leyfi ráðherra sem fer með utanríkismál, eða þess sem hann felur heimildarveitinguna.
Enginn má flytja úr landi tækni eða hugbúnað til þróunar, framleiðslu eða nota á hergögnum og varnartengdum vörum nema með leyfi ráðherra sem fer með utanríkismál, eða þess sem hann felur heimildarveitinguna.
Leyfisskylda skv. þessari grein tekur einnig til umflutnings í skilningi tollalaga, endurútflutnings, gegnumferðar, umfermingar og miðlunar.
Enginn má flytja hergögn og varnartengdar vörur með íslenskum loftförum hvar sem þau eru stödd nema með leyfi ráðherra sem fer með utanríkismál, eða þess sem hann felur heimildarveitinguna. Hafi útflytjandi þegar fengið leyfi til útflutnings skv. 1. mgr. þarf ekki að sækja um leyfi til ráðherra samkvæmt þessari málsgrein.
Ekki skal veita leyfi skv. þessari grein í eftirfarandi tilvikum:
6. gr.
Umsókn um leyfi.
Umsókn um leyfi skv. 5. gr. skal senda utanríkisráðuneytinu eigi síðar en 14 dögum áður en flutningur er fyrirhugaður nema sérstakar aðstæður komi upp þar sem flutningur er nauðsynlegur með styttri fyrirvara.
Í umsókn skv. 1. mgr. skal eftirfarandi koma fram:
Umsækjendum um leyfi ber að ábyrgjast áreiðanleika þeirra upplýsinga sem fram koma í umsókn þeirra. Hafi umsækjandi vitneskju um önnur atriði sem geta haft áhrif á mat á því hvort veita skuli leyfi, m.a. um það hvort þau tilvik sem rakin eru í a-c-liðum 6. mgr. 5. gr. eigi við um viðkomandi hergögn, varnartengdar vörur eða annað, ber umsækjanda að upplýsa um slíkt í umsókn sinni.
7. gr.
Málsmeðferð og mat á leyfisumsóknum.
Utanríkisráðuneytið getur óskað eftir umsögnum annarra stjórnvalda um umsóknina. Telji utanríkisráðuneytið að fallast megi á umsókn gefur það út leyfi fyrir flutningi.
Við ákvörðun um hvort veita skuli leyfi skv. 1. mgr. 6. gr. skal utanríkisráðuneytið meta eftirfarandi:
Leiði mat og könnun utanríkisráðuneytisins á leyfisumsókn í ljós hættu á að einhver af þeim neikvæðu afleiðingum sem getið er um í 2. mgr. geti átt við skal utanríkisráðuneytið ekki heimila flutninginn.
Heimilt er að afturkalla leyfi sem veitt hefur verið skv. reglugerð þessari komi í ljós að upplýsingar sem fylgt hafa umsókn skv. 6. gr. hafi verið rangar og leyfið því veitt á röngum forsendum.
Utanríkisráðuneytið skal halda skrár um útgáfu leyfa skv. reglugerð þessari.
III. KAFLI
Flutningsleyfi til ríkja innan EES.
8. gr.
Leyfisskylda.
Flutningur á hergögnum og varnartengdum vörum til viðtakenda á Evrópska efnahagssvæðinu er aðeins heimill á grundvelli eftirfarandi leyfa:
9. gr.
Almennt tilflutningsleyfi.
Útflytjanda er heimilt að flytja út ákveðin hergögn og varnartengdar vörur skv. almennu tilflutningsleyfi til viðtakanda á Evrópska efnahagssvæðinu. Almenn tilflutningsleyfi gilda fyrir tiltekna vöruflokka og til ákveðinna viðtakenda á Evrópska efnahagssvæðinu.
Heimilt er að nota almennt tilflutningsleyfi við eftirfarandi aðstæður:
Nánari skilyrði og heimildir fyrir notkun almenns tilflutningsleyfis, þ.m.t. hvaða tegundir hergagna eða varnartengdrar vöru má flytja við hvaða aðstæður skv. a-d-lið 2. mgr. eru í viðauka við reglugerð þessa.
Áður en útflytjandi notar almennt tilflutningsleyfi í fyrsta sinn skal hann tilkynna utanríkisráðuneytinu um slíkt skriflega.
Ef útflytjandi notar almennt leyfi í fleiri en einni sendingu skal hann skila skriflegu yfirliti til utanríkisráðuneytisins fyrir hvern ársfjórðung, frá 1. janúar að telja, innan 30 daga frá lokum hvers ársfjórðungs. Þar skulu koma fram upplýsingar um eftirfarandi:
10. gr.
Heildartilflutningsleyfi og einstakt tilflutningsleyfi.
Þegar flutningur útflytjanda á hergögnum eða varnartengdum vörum til viðtakanda á Evrópska efnahagssvæðinu fellur ekki undir almennt tilflutningsleyfi skv. 9. gr. skal sótt um leyfi fyrir útflutningnum til utanríkisráðuneytisins.
Utanríkisráðuneytið gefur þá út heildartilflutningsleyfi eða einstakt tilflutningsleyfi.
Heildartilflutningsleyfi gildir í þrjú ár frá útgáfudegi og tekur til ákveðinna hergagna eða varnartengdrar vöru til ákveðinna viðtakenda eða tegundar viðtakenda í einu eða fleiri ríki á Evrópska efnahagssvæðinu.
Einstakt tilflutningsleyfi er veitt vegna einstaks flutnings á ákveðnu magni hergagna eða varnartengdrar vöru til ákveðins viðtakanda innan Evrópska efnahagssvæðisins í einni eða fleiri sendingum. Einstakt tilflutningsleyfi gildir í eitt ár frá útgáfudegi. Einstakt tilflutningsleyfi skal veitt við eftirfarandi aðstæður:
Í umsókn skv. 1. mgr. skal eftirfarandi koma fram eins og við á:
Umsækjendum um leyfi ber að ábyrgjast áreiðanleika þeirra upplýsinga sem fram koma í umsókn þeirra.
Utanríkisráðuneytið skal halda skrár um útgáfu leyfa skv. reglugerð þessari.
11. gr.
Málsmeðferð og mat á leyfisumsóknum.
Utanríkisráðuneytið getur óskað eftir umsögnum annarra stjórnvalda um umsóknina. Telji utanríkisráðuneytið að fallast megi á umsókn gefur það út leyfi fyrir flutningi skv. 10. gr.
Við ákvörðun um hvort veita skuli leyfi skv. 10. gr. skal utanríkisráðuneytið meta eftirfarandi:
Leiði mat og könnun utanríkisráðuneytisins á leyfisumsókn í ljós hættu á að einhver af þeim neikvæðu afleiðingum sem getið er um í 2. mgr. geti átt við skal utanríkisráðuneytið ekki heimila flutninginn.
IV. KAFLI
Eftirlitsráðstafanir o.fl.
12. gr.
Eftirlitsráðstafanir.
Útflytjandi skal halda skrár yfir flutning á hergögnum og varnartengdum vörum sem falla undir reglugerð þessa. Slíkar skrár skulu innihalda eftirfarandi:
Skrár og skjöl, sem um getur í 1. gr., skulu geymd í a.m.k. sjö ár frá lokum almanaksársins þegar flutningurinn átti sér stað.
Utanríkisráðuneytið og þeir opinberu aðilar sem það tilnefnir geta hvenær sem er m.a. krafist:
13. gr.
Afturköllun leyfis.
Leyfi sem veitt eru skv. þessari reglugerð má afturkalla, fella niður eða takmarka ef útflytjandi misnotar leyfið eða brýtur gegn skilmálum þess. Sama gildir ef útflytjandi brýtur gegn ákvæðum reglugerðar þessarar eða vopnalaga nr. 16/1998 eða ef fram koma nýjar pólitískar eða málefnalegar aðstæður í viðtökuríki sem breytir verulega grundvelli leyfisins.
V. KAFLI
Viðurlög og gildistaka.
14. gr.
Viðurlög.
Brot gegn ákvæðum reglugerðar þessarar varðar refsingu skv. 36. gr. vopnalaga, nr. 16/1998, nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum.
15. gr.
Gildistaka o.fl.
Reglugerð þessi, sem er sett með heimild í 7. og 8. mgr. 6. gr. a. vopnalaga, nr. 16/1998, öðlast þegar gildi.
Dómsmálaráðuneytinu, 16. október 2024.
Guðrún Hafsteinsdóttir.
Haukur Guðmundsson.
VIÐAUKI
(sjá PDF-skjal)