REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð um gerð og búnað ökutækja,
nr. 655 28. desember 1989.
1. gr.
1. gr. breytist þannig:
a. Í upphafi skilgreininga komi nýr liður, 0, svohljóðandi:
0. ALMENN ÁKVÆÐI
Þegar ökutæki er skilgreint í flokk ökutækja, t.d. hvort það er bifreið, dráttarvél eða vinnuvél, skal taka mið of grunnbyggingu ökutækisins, án tillits til þess þótt við það sé festur búnaður, oft á hjálpargrind, t.d. grafa, hleðslubúnaður, hefiltönn (snjómoksturstönn), krani eða þessu líkt. s'
b. Stafliður c í skilgreiningu á bifreið orðist svo:
Beltabifreið: Vélknúið ökutæki sem aðallega er ætlað til fólks- eða vöruflutninga og/eða til að draga annað ökutæki og er búið beltum og eftir atvikum stýrimeiðum/stýrihjólum og er 400 kg eða meira að eigin þyngd.
2. gr.
3. gr. breytist þannig:
a. Liður 0.3.10.2 orðist svo:
Staðfesting/vottorð/ábyrgð frá framleiðanda viðkomandi ökutækis eða óháðum rannsóknaraðila um að það standist kröfur um hemlun samkv. 6. gr. um bifreiðir eða í samræmi við ECE reg. nr. 13.05 eða aðrar sambærilegar reglur, en dráttarvélar skulu standast kröfur um hemlun samkv. EB tilskipun nr. 76/432 eða sambærilegum reglum.
b. Liður 0.3.10.4 orðist svo:
Staðfesting/vottorð/ábyrgð frá framleiðanda viðkomandi ökutækis eða óháðum rannsóknaraðila um að það standist kröfur um hraðamæli samkv. 12. gr. (sbr. ECE reg. nr. 39 eða aðrar sambærilegar reglur). Kröfurnar eiga við um altar fólks- og sendibifreiðir.
c. Liður 0.3.10.8 orðist svo:
Staðfesting/vottorð/ábyrgð frá framleiðanda viðkornandi ökutækis eða óháðum rannsóknaraðila um að það standist kröfur um rafsegultruflanir samkv. 23. gr. (sbr. ECE reg. nr. 10 eða aðrar sambærilegar reglur). Kröfurnar eiga við um bifreiðir með rafkveikju.
d. Liður 0.3.10.10 orðist svo:
Staðfesting/vottorð/ábyrgð frá framleiðanda viðkomandi ökutækis um að það standist kröfur um höfuðpúða samkv. ECE reg. nr. 25. Kröfurnar eiga við um fólksbifreiðir með leyfða heildarþyngd 3500 kg eða minna.
e. Liður 0.3.10.12 orðist svo:
Upplýsingar um merkingu hvers tákns eða samstöðu tákna í verksmiðjunúmeri ökutækis. Krafan á við um bifreiðir.
f. Liður 0.3.10.14 orðist svo:
Teikning með öllum aðalmálum. Krafan á við um öll ökutæki.
g. Nýr liður, 0.3.10.20, orðist svo:
Við skráningarviðurkenningu á beltabifreið þarf ekki að gera kröfu um staðfestingu/ vottorð/ábyrgð, sbr. liði 0.3.10.1 til 0.3.10.11. Kröfur um búnað skulu uppfylltar samkvæmt reglugerð þessari eftir því sem við á.
h. Nýr liður, 0.3.10.21, orðist svo:
Bifreiðaskoðun er heimilt að meta hvort bifreið sem ekki hefur verið skráð erlendis uppfylli ákvæði 12. gr. um hraðamæli,13. gr. um hljóðmerki, 22. gr. um hávaðamengun og 23. gr. um útgeislunarmörk fyrir rafsegulbylgjur. Reynist öll þessi atriði innan þeirra marka sem kveðið er á um í ákvæðum nefndra greina er heimilt að skráningarviðurkenna bifreiðina án staðfestinga/vottorða/ábyrgða sem áskilið er í liðum 0.3.10.4, 0.3.10.5, 0.3.10.6 og 0.3.10.8.
i. Liður 0.4.2.1 orðist svo.
Hafi ökutæki verið skráð erlendis í eign hlutaðeiganda í a.m.k. 1 ár og flutt til landsins sem hluti of búslóð hans er heimilt að líta á skráningarskírteini ökutækisins sem fullnægjandi fylgigögn vegna skráningarviðurkenningar.
j. Liður 0.4.2.2 orðist svo:
Ökutæki sem fellur undir 1ið 0.4.2.1 og hefur leyfða heildarþyngd 3500 kg eða minna er heimilt að skráningarviðurkenna enda fullnægi það öllum kröfum sem gerðar voru til slíks ökutækis hér á landi þegar það var skráð í fyrsta Sinn erlendis að viðbættum afturvirkum kröfum um búnað ökutækja. f bifreið skal þó vera viðvörunarþríhyrningur (sbr. 31. gr. 1ið 1.3). Sama gildir um bifreið með leyfða heildarþyngd 3500 kg eða minna sem orðin er a.m.k. 25 ára, en með slíkri bifreið þarf ekki að fylgja skráningarskírteini, ef framvísað er gögnum um aldur og lögmætan eiganda ökutækisins.
3. gr.
Við 5. gr. bætist nýr liður, 6.2, svohljóðandi:
Eftirvagni sem tengdur er við bifreið skal vera hægt að aka milli tveggja sammiðja hringa án þess að nokkur hluti ökutækjanna standi út fyrir stærri hringinn eða inn fyrir minni hringinn. Radíus stærri hringsins er 12,5 m og þess minni 5,3 m.
4. gr.
6. gr. breytist þannig:
a.
Við 1ið 0.2.20 bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
Ökutækið telst einnig uppfylla kröfur um hemlun ef hún er í samræmi við viðkomandi línurit í EB tilskipun nr. 71/320.
b. Liður 6.1.6.1 falli niður.
5. gr.
7. gr. breytist þannig:
a. Liður 1.1.1.1 orðist svo:
Merking: Ljósker og perur skulu vera "e" merkt samkvæmt EB tilskipunum, "E" merkt samkv. ECE reglum eða "DOT" merkt samkv. SAE stöðlum.
b. Liður 1.1.2.1 orðist svo:
Merking: Ljósker og perur skulu vera "e" merkt samkvæmt EB tilskipun, "E" merkt samkvæmt ECE reglum um mishverf ljósker eða "DOT" merkt samkvæmt SAE staðli. Ljóskerin skulu gerð fyrir hægri umferð.
c. Liður 1.1.3.1 orðist svo:
Dreifing: Ljós frá hvoru ljóskeri skal vera sýnilegt innan lóðrétts horns, sem er a.m.k. 15° ofan við og a.m.k. 15° (S° ef hæð ljóskersins er minni en 750 mm) neðan við lárétta planið sem gengur gegnum miðju ljóskersins og innan lárétts horns, sem er a.m.k. 45° innan við og a.m.k. 80° utan við lóðrétta planið, sem er samsíða lengdarási bifreiðar og gengur gegnum miðju ljóskers.
d. Liður 1.1.3.3 orðist svo:
Stærð: Lýsandi flötur á hvoru ljóskeri fram á við skal vera a.m.k. 30 cm2. Ljósker sem eru "e", "E" eða "DOT" merkt má viðurkenna þótt kröfum um flatarmál sé ekki fullnægt.
e. Liður 1.1.3.4 orðist svo: `': Staðsetning: Hæð frá akbraut að neðri brún lýsandi flatar ljóskers skal vera 350 mm eða
meira, en hæð að efri brún flatarins skal ekki vera meiri en 1500 mm. Hæð í efri brún lýsandi flatar ljóskers má þó vera allt að 2100 mm ef þess er þörf vegna lögunar bifreiðar. Mælt skal ~3í þegar bifreið er óhlaðin. Ytri brún lýsandi flatar skal ekki vera meira en 400 mm frá ystu brún bifreiðar.
f. Liður 1.1.4.1 breytist þannig:
1. mgr. orðist svo:
Dreifing: Ljós frá hverju ljóskeri að framan og aftan skal vera sýnilegt innan lóðrétts horns, sem er a.m.k. 15° ofan við og a.m.k. 15° (5° ef hæð ljóskersins er minni en 750 mm) neðan við lárétt plan, sem gengur í gegnum miðju ljóskers og innan lárétts horns, sem er a.m.k. 45° innan við og a.m.k. 80° utan við lóðrétt plan sem er samsíða lengdarási bifreiðar og gengur gegnum miðju ljóskers.
Við 2. mgr. bætist ný mgr., sem verður 3. mgr., svohljóðandi:
Bifreiðaskoðun er heimilt að veita undanþágu frá kröfu um hliðarstefnuljós á bifreið sem er styttri en 6 m.
g. Liður 1.1.4.4 orðist svo:
Stærð: Lýsandi flötur ljóskeranna fram á við og aftur á við skal vera 30 cm2 eða meira. Ljósker sem eru "e" ",E" eða "DOT" merkt má viðurkenna enda þótt kröfurnar um flatarmál séu ekki uppfylltar.
h. Liður 1.1.4.5 orðist svo:
Staðsetning: Hæð frá akbraut að neðri brún lýsandi flatar ljóskers skal vera 350 mm eða meira að framan- og aftanverðu og 500 mm eða meira fyrir hliðarljóskerin. Hæð frá akbraut að efri brún lýsandi flatar skal ekki vera meiri en 1500 mm. Hæð í efri brún lýsandi flatar ljóskers má þó vera álit að 2100 mm á fram- og afturljóskerum en 2300 mm á hliðarljóskerum ef þess er þörf vegna lögunar bifreiðar. Mælt skal þegar bifreið er óhlaðin.
a. Fjarlægð frá framenda bifreiðar að fremsta hluta lýsandi flatar hliðarljóskers skal vera 1800 mm eða minni en má þó vera álit að 2500 mm ef þess er þörf vegna lögunar bifreiðar. b. Ytri brún lýsandi flatar á ljóskerum að framan- og aftanverðu skal ekki vera meiri en 400 mm frá ystu brún bifreiðar.
i. Liður 1.1.4.6 orðist svo:
Tenging: Ljósker fyrir stefnuljós skulu tengjast grænu blikkandi gaumljósi og/eða hljóðgjafa, sem sést og/eða heyrist greinilega í úr sæti ökumanns þegar kveikt er á stefnuljósunum og gefa til kynna hvort þau vinni rétt.
j. Liður 1.1.6.1 orðist svo:
Dreifing: Ljósið frá hvoru ljóskeri skal vera sýnilegt innan lóðrétts horns a.m.k. 15° ofan við og a.m.k.15° (5° ef hæð ljóskersins er minni en 750 mm) neðan við lárétt plan sem gengur í gegnum miðju ljóskers og innan lárétts horns sem er a.m.k. 45° innan við og a.m.k. 80° utan við lóðrétt plan sem er samsíða lengdarási bifreiðar og gengur gegnum miðju ljóskers.
k. Liður 1.1.6.3 orðist svo:
Stærð: Lýsandi flötur á hvoru ljóskeri aftur á við skal vera 30 cm2 eða meira. Ljósker sem eru "e", "E" eða "DOT" merkt má viðurkenna þótt kröfur um flatarmál séu ekki uppfylltar.
1. Liður 1.1.6.4 orðist svo:
Staðsetning: Hæð frá akbraut að neðri brún lýsandi flatar ljóskers skal vera 350 mm eða meira, en hæð að efri brún flatarins skal ekki vera meiri en 1500 mm. Hæð í efri brún lýsandi flatar ljóskers má þó vera álit að 2100 mm ef_þess er þörf vegna lögunar bifreiðar. Mælt skal þegar bifreið er óhlaðin.
a. Fjarlægð frá ytri brún lýsandi flatar að ystu brún bifreiðar skal ekki vera meiri en 400 mm fyrir a.m.k. eitt ljósker hvorum megin.
b. Fjarlægð frá öftustu brún bifreiðar og aftasta hluta glers næsta ljóskers skal vera minni en 1000 mm.
m. Liður 1.1.7.1 orðist svo:
Dreifing: Ljósið frá hvoru ljóskeri skal vera sýnilegt innan lóðrétts horns, sem er a.m.k. 15° ofan við og a.m.k. 15° (S° ef hæð ljóskersins er minni en 750 mm) neðan við lárétt plan, sem gengur gegnum miðju ljóskers og innan lárétts horns sem er a.m.k. 45° utan við lóðrétt plan, sem er samsíða lengdarási bifreiðar og gengur gegnum miðju ljóskers.
n. Liður 1.1.7.3 orðist svo:
Stærð: Lýsandi flötur á hvoru ljóskeri aftur á við skal vera 30 cm2 eða meira. Ljósker sem eru "e", "E", eða "DOT" merkt má viðurkenna þótt kröfum um flatarmál sé ekki fullnægt.
o. Liður 1.1.7.4 orðist svo:
Staðsetning: Hæð frá akbraut að neðri brún lýsandi flatar ljóskers skal vera 350 mm eða meira, en hæð að efri brún flatarins skal vera 1500 mm eða minni. Hæð í efri brún lýsandi flatar ljóskers má þó vera álit að 2100 mm ef þess er þörf vegna lögunar bifreiðar. Mælt skal þegar bifreið er óhlaðin.
p. Liður 1.1.11.1 orðist svo:
Glitaugun skulu vera "e", "E" eða "DOT" merkt eða viðurkennd of Bifreiðaskoðun.
q. Liður 1.1.11.2 orðist svo:
Dreifing: Endurskinið frá hvoru glitauga skal vera sýnilegt innan lóðrétts horns, sem er a.m.k. 15° ofan við og a.m.k. 15° (S° ef hæð glitaugans er minni en 750 mm) neðan við lárétt plan, sem gengur gegnum miðju glitaugans og innan lárétts horns, sem er a.m.k. 30° innan við og a.m.k. 30° utan við lóðrétt plan, sem er samsíða lengdarási bifreiðar og gengur gegnum miðju glitaugans. ~ s 6~
r. Liður 1.1.11.3 orðist svo:
Staðsetning: Hæð frá akbraut að neðri brún glitauga skal vera 400 mm eða meira en hæð að efri brún þess skal ekki vera meiri en 900 mm. Mælt skal þegar bifreið er óhlaðin. Fjarlægð frá ytri brún endurskinsflatar að ystu brún bifreiðar skal ekki vera meiri en 400
mm og frá öftustu brún bifreiðar að glitauga skulu ekki vera meira en 1000 mm. Endurskinsflötur skal vera lóðréttur og hornréttur á lengdarás bifreiðar. Ef lögun bifreiðar er þannig að þessu verði ekki náð má leyfa +5° frávik lárétt og lóðrétt.
s. Liður 1.2.4 orðist svo:
Bifreið sem er lengri en 8 m skal á hvorri hlið búin gulum (rauðgulum) glitaugum eða gulum (rauðgulum) ljóskerum sem sjást greinilega í a.m.k. 300 m fjarlægð án þess að valda glýju.
t. Liður 1.2.4.1 orðist svo:
Viðurkenning: Glitaugun skulu vera "é", "E" eða "DOT" merkt eða viðurkennd of Bifreiðaskoðun.
u. Liður 1.2.4.2 orðist svo:
Dreifing: Endurskin (ljós) frá hverju glitauga (ljóskeri) skal vera sýnilegt innan lóðrétts horns sem er a.m.k. 15° ofan við og 15° neðan við lárétta planið sem gengur gegnum miðju glitaugans (ljóskersins) og innan lágrétts horns sem er a.m.k. 45° innan við og a.m.k. 45° utan við lóðrétta planið sem er þvert á lengdarás bifreiðar og gengur gegnum miðju ljóskers. Hornið undir láréttu plani má þó fara niður í 5° ef hæð glitaugans (ljóskersins) er minna en 750 mm yfir vegi.
v. Liður 1.2.4.4 orðist svo:
Lögun: Glitaugun (ljóskerin) skulu ekki vera þríhyrnd. x. Liður 1.2.5.2 orðist svo:
Stærð: Lýsandi flötur á hverju ljóskeri skal vera a.m.k. 30 cm2. Ljósker sem eru "E", "e" eða "DOT" merkt má viðurkenna þótt kröfum um flatarmál sé ekki fullnægt.
y. Liður 1.3.1.1. orðist svo:
Tenging: Ljósker skulu tengd um eigin rofa og mega aðeins Beta logað með háu ljósunum og skulu slokkna um leið og slökkt er á þeim.
ý. Liður 1.3.2.1 orðist svo:
Merking: Ljósker og perur fyrir þokuljós skulu vera "e", "E" eða "DOT" merkt.
z. Liður 1.3.6.1. orðist svo:
Merking: Glitaugu skulu vera "e", "E" eða "DOT" merkt eða viðurkennd of Bifreiðaskoðun.
þ. Liður 1.3.6.2 orðist svo:
Staðsetning: Hæð frá akbraut áð neðri brún endurskinsflatar skal vera 400 mm eða meira en hæð að efri brún flatarins skal ekki vera meiri en 900 mm. Mælt skal þegar bifreið er óhlaðin. Fremst og aftast á hvorri hlið,skal vera a,m.k. eitt glitauga.
æ. Liður 1.3.13.2. orðist svo:
Staðsetning og ljósmagn: Ljóskerinu skal komið fyrir innan við afturrúðu fyrir miðju bifreiðar án þess að hætta sé á að það valdi meiðslum. Heimilt er og að hafa ljóskerið utan við afturrúðu fyrir miðju bifreiðar. Ef ljóskerið er neðan við afturrúðu skal enginn hluti glers ljóskersins vera neðar en 160 mm frá afturrúðu á opinni bifreið en 80 mm á öðrum bifreiðum. Ljósið er óháð kröfunni um minnsta ljósstyrk, en ákvæði um mesta ljósstyrk gilda (sbr. 1ið 1.1.7.2).
ö. Liður 7.1 orðist svo:
Á skráðu tengitæki skal eftir því sem við á vera sami ljósabúnaður og á eftirvagni sem gerður er fyrir 30 km ökuhraða á klst. eða meira. Þó er ekki gerð krafa um hliðarljósker á hjólhýsi eða tjaldvagni.
6. gr.
Liður 1.1.1 í 12. gr. orðist svo:
Leyfileg frávík eru álit að 10% yfir réttum hraða að viðbættum 4 km/klst. Hraðamælir má aldrei sýna meira en 4°l° minni hraða en raunhraða.
7. gr.
Liður 1.1.2.1 í 13. gr. falli niður. Liður 1.1.2.2 verði 1.1.2.1.
8. gr.
16. gr. breytist þannig:
a. Liður 1.2 og orðist svo:
Felga: A felgu skal vera merking með höggstöfum eða með öðrum hætti sem greini nafn framleiðanda eða merki ásamt stærð felgunnar.
b. Liður 1.3.2.1. orðist svo:
Slitflötur hjólbarða skal vera með mynstri. Á hjólbarða undir bifreið sem er 3500 kg eða minna að leyfðri heildarþyngd skal dýpt mynsturs vera a.m.k. 1,6 mm á þrem fjórðu hluta slitflatarins. Á hjólbarða undir bifreið sem er yfir 3500 kg að leyfðri heildarþyngd skal dýpt mynstursins vera a.m.k. 1 mm á öllum slitfletinum.
c. Nýr liður, 1.3.2.2, orðist svo:
Gildistaka: Ákvæði um 1,6 mm dýpt á mynstri hjólbarða undir bifreið sem er 3500 kg eða minna að leyfðri heildarþyngd gilda frá 1. apríl 1992. Ákvæðið gildir einnig um hjólbarða sem þegar eru í notkun.
9. gr.
Liður 1.4 f 17. gr. orðist svo:
SKERMUN HLJÓLA A BREYTTRI TORFÆRUBIFREIÐ
10. gr:
23. gr. breytist þannig:
a. Liður 1.2 orðist svo:
Raftengi fyrir eftirvagn. Bifreið sem ætluð er til að draga eftirvagn skal búin stöðluðu raftengi fyrir rafkerfi eftirvagnsins.
b. Liður 1.2.1 orðist svo (skýringarmynd fellur út):
Á fólksbifreið og sendibifreið skal raftengi fyrir eftirvagn vera fyrir 12 volta spennu.
c. Liður 1.2.2 orðist svo (skýringarmynd fellur út):
Á vörubifreið skal raftengi fyrir eftirvagn vera fyrir 24 volts spennu.
d. Liður 6.1 orðist svo:
Á eftirvagni sem gerður er fyrir 30 km ökuhraða á klst. eða meira skal vera kapall með staðlaðri gerð of kló eða tengi.
11. gr.
Liður 0.4.1 í 24. gr. falli niður.
12. gr.
26. gr. breytist þannig:
a. Liður 1.2 orðist svo:
Þegar drags á eftirvagn sem ekki er búinn sjálfvirkum hemli sem stöðvar vagninn ef hann losnar frá bifreiðinni skal vera festing fyrir aukatengingu (keðju eða stálvír) á bifreiðinni.
b. Liður 1.4, 1. mgr., orðist svo:
Tengibúnaður skal vera framleiddur og tekinn út samkvæmt staðli sem Bifreiðaskoðun viðurkennir eða hafa hlotið viðurkenningu of óháðum rannsóknaraðila. Tengibúnaðurinn skal vera samþykktur of Bifreiðaskoðun.
13. gr.
28. gr. breytist þannig:
a. Liður 0.2.6 orðist svo:
Hæð þverbita undirakstursvarnar skal ekki vera minni en 100 mm, en Bifreiðaskoðun metur styrk undirakstursvarnar og ræður gerð hennar.
b. Nýr liður, 0.2.8.6, orðist svo:
Ökutæki of framleiðsluári 1967 eða eldri.
c. Liður 1.1, l.mgr., orðist svo:
Fjarlægð frá bakhlið yfirbyggingar eða palls að miðju afturáss skal ekki vera meiri en 60% fjarlægðar milli miðju fram- og afturáss, ef aftasti hluti yfirbyggingar er í fullri breidd og ekki lengri en fjórir metrar. Séu afturásar tveir telst viðmiðunarpunkturinn vera mitt á milli þeirra. Ef afturhorn eru inndregin um 30° frá hvorri hlið (frá 60% fjarlægðinni milli fram- og afturáss) má leyfa 65% fjarlægðar milli fram- og afturáss frá bakhlið yfirbyggingar að miðju afturáss en þó ekki meira en 4,35 m. Aftan við þetta má leyfa hleðslubúnað, varahjól o.þ.h. ef hann nær ekki út fyrir boga sem aftasta ytra horn yfirbyggingar myndar þegar bifreiðinni er ekið með minnsta mögulegum beygjuradía.
d. Liður 1.4 orðist svo:
Ef yfirbygging torfærubifreiðar er þannig að veltistyrkur hennar telst ekki fullnægjandi að mati Bifreiðarskoðunar (t.d. blæjur, plastskýli) skal komið fyrir viðurkenndri veltigrind.
14. gr.
29. gr. breytist þannig:
a. Liður 1.2.3. orðist svo:
Veltigrind: Á breyttri torfærubifreið sem er opin eða þar sem yfirbygging hefur ekki nægan veltistyrk að mati Bifreiðaskoðunar skal vera veltigrind sem Bifreiðaskoðun samþykkir.
b. Liður 1.2.7 orðist svo:
Hjólbarðar. Heimilt er að hafa það stóra hjólbarða að þvermál þeirra nái álit að 44% of hjólhafi, mælt frá miðjum framási til miðs afturáss. Stækkun hjólbarða frá því sem viðurkennt er við almenna skráningu er aðeins heimil ef unnt er að aka bifreiðinni á.öruggan hátt, sbr. 5. gr., hemlar ná að stöðva bifreiðina á virkan hátt, sbr. 6. gr., og fylgt er reglum um hjólhlífar, sbr.17. gr. Ytri brún hjólhlífa skal a:m.k. ná jafnlangt út og sóli stærstu leyfilegra hjólbarða. Breidd sóla á hjólbarða skal ekki vera meiri en 1/3 of þvermáli hans. Stærð stærstu leyfðu hjólbarða undir bifreið skal skráð í skráningarskírteini.
15. gr.
Liður 1.2.1 í 31. gr. orðist svo:
Hæð frá miðri setu upp á efri brún höfuðpúða skal ekki vera minni en 700 mm.
16. gr.
Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt umferðarlögum, nr. 50 30. mars 1987, öðlast þegar gildi.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið 16. október 1991.
Þorsteinn Pálsson.
Ólafur W. Stefánsson.