Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Prentað þann 14. apríl 2025

Breytingareglugerð

1182/2018

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 807/2010, um einkennisbúninga, merki tollgæslunnar o.fl.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 22. gr. reglugerðarinnar:

  1. Orðin "og tollfulltrúar" í inngangsmálslið 6. mgr. falla brott.
  2. Á eftir 6. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
    Tollfulltrúar: Á axlarsprotum jakka 1 skal vera einn kassi á milli gylltu borðanna. Á smeygum sem gerðir skulu úr svörtu efni skulu vera þversum tvær einkennisrendur, 6 mm breiðar, nær axlarbrún og ein einkennisrönd, 3 mm breið, nær kraga og á milli þeirra fyrir miðju einn kassi, ísaumaður með gylltum tvinna. Kassinn skal vera 12 mm á breidd og 18 mm á lengd. Á hvoru kragahorni skal vera eitt gyllt tollmerki.
  3. Í stað orðanna "ekki hafa lokið skóla" í inngangsmálslið 9. mgr. kemur: eru nemar í tollskóla.
  4. Á eftir 9. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
    Tollverðir sem ekki hafa hafið nám í tollskóla: Á smeygum sem gerðir skulu úr svörtu efni skal vera þversum ein einkennisrönd, 3 mm breið, nær kraga, ísaumuð með gylltum tvinna.

2. gr.

Við 24. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein, svohljóðandi:

Handhafa löggæsluskilríkis ber að verða við ósk um framvísun þess þegar hann er við störf. Þó er heimilt að víkja frá þessu við handtöku á manni, ef ólæti standa yfir, eða þegar framvísunar óskar maður sem er bersýnilega undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna, ögrandi eða í miklu uppnámi. Hið sama gildir hafi handhafinn rökstuddan grun um að sá sem óskar framvísunar geri það í því skyni að afla upplýsinga sem gera honum fært að koma fram ofbeldi eða hótun skv. 106. gr. almennra hegningarlaga, nr. 19/1940.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimildum í 2. mgr. 149. gr. og 193. gr. tollalaga nr. 88/2005, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 18. desember 2018.

F. h. r.

Ingibjörg Helga Helgadóttir.

Benedikt S. Benediktsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.